Föstudagur 15.04.2011 - 14:00 - 18 ummæli

Óheiðarlegir alþingismenn?

Í gær hitti ég unga konu í Reykjanesbæ sem sagðist vera að flytja til Suður Jótlands í von um bjartari framtíð.  Við áttum gott samtal um stöðuna á Íslandi og vonbrigðin leyndu sér ekki í rödd hennar þegar hún spurði mig í lok samtalsins:

  „Af hverju verða allir óheiðarlegir við að fara inn á Alþingi?“

 Ég svaraði til að þingmenn væru ekkert óheiðarlegri en fólk er flest og oft væri auðveldara að lofa en efna, innan Alþingis sem utan.

Á meðan ég ók heim velti ég þessari spurningu fyrir mér.

Var eitthvað í þessu sem hún sagði? Er eitthvað í umhverfinu, í stjórnmálunum, sem gerir það að verkum að gott og heiðarlegt fólk gefst upp, hefur ekki áhuga eða snýr sér að öðru? Eru væntingar okkar til stjórnmálamanna orðnar það litlar að við gerum sjálfkrafa ráð fyrir því að stjórnmálamenn séu í pólitík af einhverjum annarlegum ástæðum? Er það þannig að við sem eru stjórnmálamenn bregðumst við með því að uppfylla þessar væntingar?

Fáum við þannig þá stjórnmálamenn sem við væntum?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • Svarið er já.

    Við öllum blasir að Alþingi er illa skipað og samanburður við liðin ár er núverandi stjórnmálastétt ekki hagstæður.

    Hugsandi og heiðarlegt fólk leitar annarra starfa og hefur ekki áhuga á að taka þátt í pólitísku starfi með tilheyrandi klíkumyndunum og bandalögum til að tryggja gönguna upp metorðastigann.

    Málflutningur á Alþingi hefur með röngu verið borinn saman við mælskukeppni menntaskólanna. Það er rangt – hún er á miklu hærra plani.

    Algengt er að alþingismenn séu ófærir um að tjá sig í ræðu og riti.

    Hörmung er að hlýða á þingumræður.

    Íslenskir stjórnmálamenn njóta hvorki trausts né álits.

    Og ekki er það að undra.

  • haha… já, nákvæmlega, alþingismenn bregðast við væntingum og gerðast óheiðarlegir! þvílík steypa!

    Kanski er þetta spurning um viljann til valds. Hvers konar fólk hefur þá þörf að stjórna, lítur á sjálft sig sem verðuga leiðtoga, skammtar sjálfum sér laun.

    Það er kerfið sem er vandamálið. Fjórflokkurinn.

    Er einhver sem getur haldið því fram að það séu einhverjar hugsjónir inn á Alþingi, nema sú sem mætti kallast „Rassgatið á sjálfum mér“.

    Persónukosningar og beint lýðræði er eina lausnin. Það þarf að taka völdin af alþingisfólki. Kanski séns að það geti þá farið að haga sér eins og vitiborið fólk, til tilbreytingar.

  • Þegar Einar Benediktsson var í sinni fyrstu yfirreið sem sýslumaður Rangárþings hitti hann framámann í héraði og spurði: Hvernig heldurðu að ég komi mér? Þú ræður því sjálfur var svarið.
    Þannig er það líka með þingmennina. Þeir ráða mestu um það sjálfir hvaða álits þeir njóta hjá almenningi.
    Loforð og svik er eitt. Umræðuhefðin á þingi er svo annað. Ólína og Ásta Ragnheiður áttu sviðið í morgun og lögðu sitt að mörkum til þess að bæta ímynd og virðingu þingsins.

  • Alfred Jónsson

    Vandamálid er að komið er inn í óheiðarlegt umhverfi á alþingi, þeir sem fyrir eru leitast eins hratt og auðið er við að gera þá sem nýkomnir eru samseka í að ljúga svíkja og kraka til sín gæðum þeim sem þeir hafa yfir að ráða. Á alþingi gildir „tilgangurinn helgar meðalið“ og jafnvel „löngunin helgar meðalið“.

    Besta merkið um hversu rotið þetta mini samfélag er að alþingismenn í hvaða flokki sem þeir nú eru skuli sætta sig við að dæmdir þjófar (sem nota bene voru dæmdir fyrir að stela frá fólkinu í landinu) sitji með þeim á þingi og leyfi sér þar að auki að rífa kjaft.

    Þetta segir mér skýrt og greinilega að víða sé pottur brotinn þarna og að alþingismönnum finnist þetta nú ekki tiltökumál svo sem. Bitlingarnir, lífeyrisréttindin, ferðirnar, maturinn og allt annað sem þið skammtið ykkur fyrir utan laun sem eru alveg ágæt miðað við að ekki eru gerðar neinar menntunar-, reynslu- eða hæfniskröfur til fólks sem situr á alþingi segir svo enn meira um hvernig þið lítið á ykkur

    Þið ættuð að beygja ykkur í duftið en hreykið ykkur þess í stað hátt.

    Ekki að furða að þjóðin hefur ekkert álit á ykkur

  • Svarið er já. Flokkarnir og þingmenn þeirra hugsa bara um hag flokkana og sinna eigin. Almenningur sætir afgangi ef einhver er. Verkin tala.
    Kveðja að norðan.

  • Ellinóri

    Það er vissulega rétt að það er umhugsunarvert hversu mikið sambandsleysi virðist milli almennings – kjósenda – og stjórnmálamanna. Það er hinsvegar ekki rétt, að sökin sé eingöngu stjórnmálamannamegin. Að hluta til stafar þetta sambandsleysi af því að almenningur tekur ekki þátt í grunnstarfi stjórnmálaflokka. Áhugaleysið er nær algjört. Þau tækifæri sem gefast almennum kjósendum til að ræða við stjórnmálamenn og láta þá sjá og heyra hver er afstaða og vilji fólks, eru ekki nýtt, því miður. Fólk hreinlega forsmáir þessi tækifæri með því að mæta ekki. Að einhverju leyti stafar þetta af því að fólk óttast að fá á sig neikvæða gagnrýni sjálft ef það gagnrýnir og trúlega eru stjórnmálamenn alltof viðkvæmir fyrir því ef þeirra eigin flokksmenn gagnrýna framgöngu þeirra og taka henni illa. Þarna þurfa stjórnmálamenn að skoða með hvaða hætti þeir geti bætt sig og einnig líta til þess hvort hægt sé að finna vettvang, sem nýtst geti almenningi til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það er alls óvíst að stjórnmálafundir henti í nútímanum, þótt undarlegt sé. En þetta þarf fólk að skoða án þess að láta heiftrækni og hefndarhug ná völdum.

  • Ellinóri vill væntanlega líka meina að þeir sem sitja á Litla-Hrauni eru ekki 100% sekir, því fólk í kringum þá hefði átt að segja þeim oftar að brjóta ekki lög.

    Kræst! Talandi um sambandsleysi!

  • Vandamálið eru atvinnupólitíkusar, fólk sem manipulerar flokksfélaga sína og kjósendur til að fá sínu fram hvað sem það kostar og getur ekki hætt á að falla með hugsjónum sínum, því þær eru horfnar eða að viðkomandi hefur ekki að neinu öðru að snúa. Þanig fólk er ekki í tengslum.

  • Sæl.
    Menn eru full nei-kvæðir hér inni. Svarið er nei. Það er ekki í raun við þlþingismenn eða þá sem setjast á þing. Meinið liggur í starfsháttum Alþingis og því tregðulögmáli sem þar ríkir. Ekkert fyrirtæki væri hægt að reka á markvissan hátt líkt og Alþingi. Sífelldar breytingar á fundartíma og lengd þeirra truflar annað starf. Þingmenn geta ekki skipulagt sig. Svo er það ræðuhefðin. Þar þurfa forsetar að vera harðari – eins og strangur en réttsýnn kennari. Upplýsingastreymið þarf að vera meira og gegnsærra samstarf meiri- og minnihluta. Með allri virðingu fyrir skólabróður mínum Helga Bern. þá ætti að umbylta skrifstofu Alþingis og koma á meiri faagvitund í störf þar. Meira gæti ég talið til en alþingismenn er gott og vel meinandi fólk. kv gb

  • Magnus Björgvinsson

    Held að meintur óheiðarleiki og annað sé nú að stórum hluta til eitthvað sem er búið til úti á meðal fólks. Held að þingmenn séu eins misjafnir og annað fólk. Og af því að þeir geta sem persónur ekki gert allt fyrir alla eða staðið við öll sín markmið þá er það almenningur sem magna þetta upp á kaffistofum þar sem hver gleypir vitleysunna upp eftir öðrum.
    Og svo hjálpar náttúrulega ekkia að málin séu ekki skýrð fyrir fólki. Þ.e. hvað fólk er að gera á þingi á mannamáli.

  • Málið er líka að valdaklíkan er búin að koma því um kring á undanförnum 120 árum að það kemst enginn til áhrifa á Íslandi nema vera búinn að marinerast í fjórflokknum í mörg ár, í réttu hópunum og kominn með réttu hagsmunina. Síðan fer viðkomandi inn á þing til að tryggja hagsmuni sína, síðan hagsmuni flokksins, síðan hagsmuni kjósenda flokksins í kjördæminu – og ef svo er eitthvað eftir af tíma er hægt að nota hann til að vinna að hagsmunum þjóðarinnar.

    Þó er vinsælla að olnboga sig að kjötkötlunum, raða vinum og duglegum flokksmönnum í þægileg embætti og munnhöggvast við hina flokkana.

  • eeeeða að þessi kona er bara með óraunhæfar væntingar til pólítíkusa og kennir þeim um stöðu sína.

  • Ég held, Eygló, að fólk rugli saman óheiðarleika í samhenginu að gerast brotlegur og óheiðarleiki sem felst í því að beita blekkingum eða standa ekki í fæturnar þegar kemur að prinsip málum.

    Að vera í pólitík er að beita blekkingum, snúast eftir vindinum, elta vinsælustu stelpuna/strákinn, fórna hagsmunum heildarinnar fyrir flokkshagsmunum og fleira eftir því. Ég held að það sé þetta sem átt er við þegar sagt er að þingmenn séu óheiðarlegir. Það vantar fleiri þingmenn sem eru tilbúnir að falla á sverði fyrir sannfæringu sína, frekar enn að svíkja hana og fá góðan bittling. Bandarísk stjórnmál eru með þeim óheiðarlegustu sem finnast, þar sem þau ganga öll út á að skara eld að köku síns kjördæmis. Íslensk eru ekki jafn slæm en því miður ganga þau ansi mikið út á að meira skipir hvar framkvæmdir fara fram en hvað er gert. Sorglegt, en því miður satt.

  • Ástæðan er fyrst og fremst sú að þingmenn geta setið á þingi eins lengi og þá langar til. Aðeins 15% þeirra sem sitja í neðstu sætunum fyrir kosningar róterast, hinir sem sitja í efstu sætunum þurfa aldrei að hafa neinar áhyggjur af verkum sínum. Þeir taka enga ábyrgð heldur eru það þeir sem sitja í sætunum fyrir neðan þá. Það þarf að breyta stjórnarskránni þannig að þingmenn geti ekki setið nema tvö kjörtímabil, enda átta ár alveg nógur tími til að vinna að þeim málefnum sem maður hefur áhuga á.Þetta kemur líka í veg fyrir hagsmunatengsl t.d. út í viðskiptalífið og þannig sér þetta til þess að þingmenn vinni fyrst og fremst að hagsmunum almennings en ekki viðskiptablokka og sérhagsmuna.

  • Óheiðarlegir Íslendingar?

    Ég hef spurt mig að því hvort Íslendingar séu óheiðarlegri en gerist og gengur. Ég held að á alþingi sé fólk ekki óheiðarlegra en gerist og gengur á Íslandi.

  • Ragnhildur H.

    Aðeins örfáir þingmenn gera kröfur til sjálfra sin alltof fáir, og allof margir ofmetnast af þvi að vera komir á þing og rett hafa sko vit á hlutunum staðin fyrir að hitta sina kjóendur ræða málin og ekki siður læra og taka mið af þeirra lifi og afstöðu og hlusta .Þvi þingmenn eru ju i vinnu hja þjóðinni en hennar hagsmundir eru ornir svo oft aukaatriði Þannig má það ekki vera i okkar litla Landi og þarf ekki að vera En góður þingmaður hugsar fyrst um fólkið sitt svo um stólinn sinn !! Lika tala margir þingmenn mjög glannalega og i miklum loforðum serstaklega i kringum kosningar Það er mjög ömurlegt , og t.d. Rikisstjónin núna hefi kanski átt smá innlegg hja þjóðinni ef hun hefði ekki lofað öllu þvi sem lofað var þegar hún tók við .Góður þingmaður segir .“Eg lofa engu ,en geri mitt besta“ Þá er heldur ekkert uppá hann að herma eða klaga og við það eru allir sáttir Og framkoma og að finna að þingmanninum manns er ekki sama um fólk sitt og land er á við mörg stór loforð um þetta eða hitt með skilningi þó um þarfir fólks .og að finna sig geta treyst viðkomamdi þingmanni . FYRST OG FREMST verið eitt af þjóðinni .sumar .vetur .vor og haust !
    Og verð að nefna til gaman að sl. sumar var eg á ferð um Strandir og lenti þar á búfjársyningu .Það var margt um manninn m.a. einn ágætur þingm.sem eg aðeins hafði seð á mynd en gekk nú þarna um og heilsaði og talaði við alla m.a. mig Við töluðum dágóða stund en á þeirri stund skipti eg algjörlega um skoðun á þessumm manni og hef ekkert breytt henni siðan Einfaldlega að þarna birtist mer allt önnur persóna en sú sem eg se og heyri i sjónvarpi og útvarpi Og þó skoðanir okkar falli ekki saman i pólitik þá skiptir það ekki Þvi mammlegi þátturinn er alltaf sa´sem ræður úrslitum i öllum samskiptum .

  • Eygló mér sýnist þú vera illilega meðvirk. Veistu ekki að það er algengt hjá sumu fólki að tala illa um þingmenn og finna þeim allt til foráttu ? Það er t.d. mjög algengt að sumt fólk tali um hvað þingmenn séu heimskir, svona rétt eins og fólk verði heimskt við að setjast á Alþingi. Tóm vitleysa sem vellur út úr fólki sem sjálft er illa gefið eða illa innrætt. Vona að þú sért ekki svo meðvirk Eygló mín að þú sért líka að velta fyrir þér hvort sleggjudómar um meinst heimsku þingmanna séu réttir?

  • Ég dreg í efa að alþingismenn séu óheiðarlegir upp til hópa. En umræðuhefðin sem þar hefur skapast er ykkur öllum til skammar. Maður verður ekki var við að þingmenn leyti sameiginlegra lausna og reyni að leysa mál með þjóðarheill í huga. Kannski á slíkt starf sér stað í nefndum. Kannski er þetta bara allt sama átakapólitíkin. Ef þér finnst mark takandi á þeim sem hafa skrifað athugasemdir hér á síðuna þá er kannski eðlilegast að þú spyrjir þig: Hvernig vil ég að umræður á alþingi séu? Og svarið er náttúrulega hið Gandíska svar: Þú þarft að vera sú breyting sem þú vilt sjá eiga sér stað.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur