Laugardagur 16.04.2011 - 11:02 - 12 ummæli

Þrí- eða fjórsaga

Eitt helsta umfjöllunarefni fjölmiðla í gær var menntun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins.

Því var haldið fram að hann hefði orðið fjórsaga um menntun sína og gert tortryggilegt að hann hefði ekki hlaupið til og gefið Fréttatímanum leyfi til að fá upplýsingar um námsferil hans við Oxford háskóla.

Ég verð að segja að mér fannst þetta allt saman frekar fáránlegt.

Enda er ég ekki hlutlaus.

Ég sjálf hef ýmist kallað mig markaðsfræðing, viðskiptafræðing eða listasögufræðing með starfsmannastjórnun sem sérgrein (sko, allavega þrísaga). Ég er einnig með ólokið framhaldsnám á meistarastigi (helv… ritgerðin…) og hef tekið fjöldann allan af námskeiðum m.a. í verslunarstjórnun, alþjóðafræðum og kerfisfræði.

Hvort öll þessi menntun og skortur á prófgráðum gerir mig (eða Sigmund Davíð) að betri eða verri þingmanni verða svo aðrir að meta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Hlynur Jörundsson

    Það eina sem maður þarf að vita um aðra er hvort þeir séu með heilbrigða skynsemi … hitt getur verið plús og ef hs vantar þá er hætt við að menntunin geti verið mínus.

    En því meira sem þingmenn eru paranoid gagnvart PR og slíkum leikjum því meiri líkur eru á að lögin sem þeir setji séu betur orðuð og vörðuð varnöglum.

    Það gleymist nefnilega ærið oft að málshátturinn er ekki bara „Með lögum skal land byggja“ … hann hefur líka „og ólögum eyða“. Allavega lærði ég hann svo.

    Annað sem þingið og ríkisstjórn ætti að hafa í huga er að stórir fiskar í litlum polli eru bara smásíld í hafinu.

    SBR. mr Bean syndromið sem þingið og ríkisstjórn hefur gagnvart bretum … kostulegt viðhorf svo ekki sé meira sagt.

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Mér fannst þetta ómerkilegt og lágkúrulegt og ekki til sóma fyrir þetta blað.

    Þegar AMX ræðst á mig kalla þeir mig ýmist tollara, óperusöngvara eða tenórinn og það sama gerir Morgunblaðið. Þetta er gert til að gera lítið úr mér og minni menntun, sem er þó víðtækari og meiri en ritstjórar þessara sorprita hafa lokið!

    Sömu taktík beittu félagar mínir í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins og það þrátt fyrir að alla mína menntum væri að sjá á vef Háskóla Íslands.

    Ég er síðan sammála þér hvað það síðastu málsgreininga varðar!

    Guðbjörn Guðbjörnsson, óperusöngvari, tollvörður frá Tollskóla ríkisins, þýskufræðingur (BA) og stjórnsýslufræðingur (MPA í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu frá H.Í.).

  • Komið hefur fram að Sigmundur Davíð er með margar prófgráður úr háskólum þ.m.t frá Oxford. Það hefur líka komið fram að maðurinn hefur skrifað doktorsritgerð en ekki varið ritgerðina ennþá. Ég hef hvergi séð Sigmund Davíð titla sig „doktor“ svo ég bara skil ekki þetta frumhlaup í Fréttatímanum.Má ekki maðurinn sjálfur velja þann tíma sem honum hentar til aðverja doktorsritgerð sína, hvað kemur okkur það við úr því maðurinn skreytir sig ekki með doktorsgráðu ? E.t.v. telur blaðamaður sig eiga eitthvað sökótt við Sigmund Davíð en þessi skrif voru mjög ómerkileg.

  • Steini Jóns

    Hvort sem það hefur eitthvað með menntunina að gera eða ekki þá er Sigmundur Davíð vondur þingmaður.

    Reyndar alveg skelfilegur þingmaður því hann hefur vond áhrif á þingmenn sem áður voru alveg ágætir. Mér dettur til dæmis í hug ágæta þingkonu úr Suðurkjördæmi…

  • Sæl Eygló. Ég nenni nú ekki að vera að tjá mig mikið um þessa frétt í Fréttatímanum um að formaður Framsóknar hafi ekki varið sína doktorsritgerð ennþá. Hvaða máli skiptir hvort maðurinn er doktor eða ekki ? Þetta eru svo fáránleg skrif hjá blaðinu að það er til skammar. En það er annað sem mig langar að nefna við þig Eygló. Þú hefur gefið þig út fyrir að vera umburðarlynd kona og þú hefur predikað að fólk eigi að umbera skoðanir annarra.Hér á Eyjunni í pistli skrifaðir þú nýverið í sambandi við óþolandi athyglissýki Sivjar og Guðmundar St. „verðum við að tryggja að ólíkar raddir fái að hljóma innan flokksins, líka þær sem eru í minnihluta“. Í Mogganum í dag er haft eftir þér í umræðum í Þinginu um fjölmiðlalög að sjónarmið þeirra sem gagnrýndu frumvarpið séu byggð á vanþekkingu og „fordómum“. Ég veit vel Eygló að það er auðveldara að predika fyrir öðrum en að feta hinn þrönga stíg sjálf en að segja að þeir sem eru annarar skoðunar en þú séu „fordómafullir“ eða þekki ekki til máls er ekki í samræmi við það sem þú varst að boða í fyrra pistli þinum. Bestu Kveðjur.

  • Úr því ég er farinn að skrifa þér Eygló þá langar mig að nefna teiknimynd í Mogganum í dag. Ég á við teiknimyndina um „pólitískt vændi“. Ég varð svolítið hugsi þegar ég sá myndina í morgun fannst hún e.t.v. svolítið gróf án þess að ég geti samt rökstutt það mat fyrir sjálfri mér. Karlmennirnir hér á heimilinu skemmtu sér alveg konunglega þegar þeir sáu myndina, hlógu mikið. Þeim finnst myndin lýsa viðkomandi stjórnmálakonu mjög vel en þeir eru nú líka miklir flokkshestar í þínum flokki Eygló. Ég sé að Eiður Guðnason skrifar um myndina og er afar hneykslaður. E.t.v. er manni bara brugðið af því myndin er af konu ? Sennilega hefði maður ekki tekið eftir neinu ef myndin væri af karlkyns stjórnmálamanni ? Veit ekki ?

  • Sigmundur Davíð er prýðilega menntaður, einnig Eygló Harðardóttir. Öll menntun er góð en menntun af hvaða tagi sem er gulltryggir ekki sjálfkrafa að inn á vinnumarkaðinn komi frábærir starfskraftar. Það hefur bankahrunið sannarlega leitt í ljós. Og ekki má gleyma því þegar þingmennsku ber á góma, að margir af áhrifaríkustu þingskörungum Íslendinga nutu ekki mikillar skólamenntunar.
    En smáviðauki utan dagskrár. Gamall framsóknarmaður skilur illa spriklið í Sif Friðleifsdóttur þessa dagana. Í nýlegu viðtali fór hún mikinn og talaði í nafni frjálslyndra framsóknarmanna.
    Kjarninn í viðtalinu var þessi: „Hópur frjálslyndra aðila finnur sig ekki í flokknum og telur, að flokkurinn hafi fjarlægst hugsjónir sínar t.d. með afstöðu sinni til Icesave og aðildar að ESB“.
    Í viðtalinu leggur hún líka mikla áherslu á „að Framsókn gangi til viðræðna við núverandi ríkisstjórn um stjórnarþátttöku þar sem stjórnin sé veik og óstöðug“.
    Það er ótrúlegt að verða vitni að málflutningi Sivjar jafn reynd og hún er í pólitík,ekki síst hvernig hún leyfir sér að tala niður til meirihluta framsóknarmanna; það ber í raun ekki vitni um annað en fjörbrot hennar í pólitík.
    Á fjölmennu flokksþingi fyrir skemmstu var samþykkt með yfirgnævandi meirihluta sú stefna flokksins, að Ísland væri betur komið utan ESB. Samt telur Siv sig tala í nafni stórs hóps frjálslyndra framsóknarmanna sem aðhyllast ESB aðild. Og hún virðist líta svo á, að með afstöðu flokksins til Icesave hafi flokkurinn fjarlægst hugsjónir sínar. Reynslan hefur sýnt allt annað. Staðfesta flokksins í því máli hefur orðið honum til álitsauka enda með því unnið að því þjóðþrifaverki að draga úr skaða þess máls.
    Mikil áhersla hennar á að Framsókn gangi til liðs við ríkisstjórnina með þeim rökum að hún sé veik og óstöðug vitnar að vísu um gæði og góðmennsku en þar er hún úr takt við vilja meginhluta þjóðarinnar. Sá vilji birtist í því að þjóðin vill kosningar til Alþingis sem fyrst og ekki síðar en í haust.
    Það undarlega við málflutning Sivjar er merkimiðinn sem hún límir á sig. Ég er frjálslynd. Hvað er það að vera frjálslyndur í pólitík? Er það frjálslyndi að samþykkja Icesave hvað sem það kostar. Er það merki um frjálslyndi að vilja ganga í ESB? Er það vitnisburður um frjálslyndi, að verða stoð veikburða ríkisstjórnar sem þjóðin vill burt eins og fram hefur komið í skoðanakönnunum?
    Siv Friðleifsdóttir þarf að endurmeta tvennt og útskýra. Hugtakið frjálslyndur. Og síðan hitt hvar þessi stóri hópur svonefndra frjálslyndra framsóknarmanna er sem hún er málsvari fyrir. Ekki birtist hann alþjóð á nýlegu og fjölmennu þingi Framsóknarflokksins.

  • Eftir því sem næst verður komið hefur Sigmundur Davíð aðeins lokið einni prófgráðu, B.S. í viðskiptafræði.

    Öðru námi hefur hann ekki LOKIÐ, þó að hann hafi lagt stund á alls kyns nám. Það að hann hafi kynnt sig sem skipulagsfræðing og látið óátalið að sagt sé í æviágripi að hann hafi lokið framhaldsnámi er ekkert annað en lygi.

    Það að fleiri Framsóknarmenn ljúgi til um menntun sína og bakgrunn sýnir bara að sækjast sér um líkir.

  • Ragnhildur H.

    Bara fá orð um illmælgi ,sem er orðin mjög yfirþyrmandi i alri blaðamennsku i dag her á Landi .rógur og lygsögur ganga þvert og endilangt út og suður um alla og þá ekki sist Stjórnmálamenn eða framáfólk Það er orðin lika ótrúlega tilfinnanleg hverstu mikil tengsl við höfum vegna smæðar okkar hvert við annað ,þannig ef ekki er hægt að tala nógu ílla um viðkomandi ,þa eru ættir raktar og ættfeðurnir teknir til bæna og útnýddir og þá er skyringin komin á þeim sem umm var rætt nátturlega borð leggjandi sami ómögulegaheita gemlingurinn og forfaðirinn var !!. SVONA eitthvað er nátturlega aldreilis óþolandi og synir bara á hvaða lágplani við erum .Slúður hefur alltaf verið mikið á Islandi en nú er meiri illmælgi og rógur og beinlinis mannorð oft i hættu af einskjærum uppálygum .Þessu verður að linna .þvi við slikt er ekki búandi og börn t.d. mega ekki alast upp i sliku umhverfi og fá örugglega að heyra þetta úta við um foreldra sina og ættingja VIÐ HÖFUM NÓG ANNAÐ AÐ GERA EN TALA ILLA HVERT UM ANNAÐ .VIð eigum að geta verið örugg með að tala án þess að þvi se snúið upp i róg og öfugmæli , og þvi er mál að linni !! og eg skora á alla og Islenska , blaðamenn að láta af þessum „LJÓTA LEIK „! Og að lokum menntun hefur ekkert með manngildi að gera og mjög trúlegt að þeir sem hæðst tala um aðra bæði i þessu tilliti sem öðru SKORTI EINHVERSKONAR MENNTUN ALLAVEGA !!!!!

  • enda er ekki mikið gagn í þér

  • @ Anna hér að framan. Anna hefur augljóslega ekki mikla þekkingu á breskum háskólum. Hægt er að velja um að fara leið BS náms og síðan mastersnáms og útskrifast þá úr viðkomandi skóla. Eða að velja lengri leið sem byggir á því að halda áfram við skólann og stunda rannsóknarvinnu sem leiðir til doktorsgráðu.Doktorsnám við breska háskóla fer að miklu leiti fram með lausn verkefna og persónulegum viðtölum við prófessara um verkefnin ekki stöðugum prófum. Í þýskalandi taka menn próf frá viðkomandi skóla til að fá doktorsnafnbót enda annar hver háskólamaður í Þýskalandi með doktorsnafnbót. Í Bretlandi a.m.k. í þeim virtu skólum Oxford og Cambridge vinna menn rannsóknir og skrifa síðan doktorsritgerð sem er einskonar lokapróf frá skólanum. Eftir það kveðja menn skólann og halda sína leið út í lífið. Að verja ritgerðina er svo serimónía sem hefur ekki annan tilgang en að vera serimónía. Eftir vörn kalla menn sig doktora en formlegri vist við skólann lýkur eftir að ritgerðin hefur verið skrifuð og samþykkt hæf til varnar. Mér finnst þessi umræða um menntun Sigmundar Davíðs vera á fádæma lágu plani og skrif eins og hjá nefndri “ Önnu “ bera vott um fádæma litla þekkingu á eðli doktorsnáms í Bretlandi.

  • Já ok – en hvaða gráður er blessaður formaðurinn með, kannski fimm? Er þetta lágkúruleg spurning?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur