Sunnudagur 17.04.2011 - 09:04 - 5 ummæli

Leitin að vorinu

Í stað þess að sofa út var ég komin fram um 8 leytið og farin að lesa heimspressuna. Með morgunkaffinu velti ég upphátt fyrir mér efni næsta bloggpistils út frá lesefninu.

Kjarasamningar í háalofti vegna kröfuhörku SA, lánshæfismat Írlands að falla, evran á brauðfótum…

Eiginmaðurinn hætti að lesa pistlana á blogggáttinni, leit upp og horfði á mig:

„Er ekki allt í lagi, Eygló mín?“

Ha, hvað?

Eftir stutta íhugun hef ég því ákveðið að skrifa bara ekki neitt og leita frekar að þessu vori sem var verið að lofa í vikunni  😉

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Talaðu við Ólínu, hún á leitarhund.

  • Jens Jónsson

    Það er útilokað að svartnættið sé svo mikið að ekki megi finna eitthvað jákvætt til að skrifa um, hvað með ferðasumarið sem er framundan.

  • Guðmundur Gylfi Guðmundsson

    Pistlarnir þínir eru fjölbreyttir og anga af vori, víðsýni og frjálslyndi.

  • Ragnhildur H.

    Satt sem hann Guðmundur her á undan segir ,en eg vona að þú hafir verið i faðmi vorsins i dag Eygló ,það koma timar fyrir fleiri pistla ,Alveg á tæru 🙂

  • Enn er Siv að reyna að láta bera á sér í fjölmiðlum nú talandi um einhvern „frjálslyndishóp“ sem líði illa. Þetta er nú meira endemis bullið í þingkonunni.Er þessi frjálslyndishópur Jón Sig frímúrari, G Vald, Hallur Magg og Gísli Tryggva ? Ég var á frábæru flokksþingi Framsóknarflokksins og sá að Siv átti þar fáa fylgismenn. Siv var ein síns liðs og hún er augljóslega komin í örvæntingu og hún vill alls ekki sjá kosningar. Siv á ekki séns á því að ná aftur inn í fyrsta sætið á framsóknarlistanum í Kraganum ekki minnsta séns, framsóknarfólk í Kraganum mun aldrei stilla henni upp aftur. Nú bregst hún svona við, að reyna í örvæntingu að komast í ríkisstjórn. Það er svo efni í sér kapitula að manneskjunni detti í hug að hún sé ráðherraefni ha, ha, ha kunnið þið annan betri ? Siv er sú eina úr þingflokknum sem er hluti af gömlu valdaklíkunni.Á Alþingi er vís altalað að Siv geri allt til að komast í sviðsljósið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur