Í stað þess að sofa út var ég komin fram um 8 leytið og farin að lesa heimspressuna. Með morgunkaffinu velti ég upphátt fyrir mér efni næsta bloggpistils út frá lesefninu.
Kjarasamningar í háalofti vegna kröfuhörku SA, lánshæfismat Írlands að falla, evran á brauðfótum…
Eiginmaðurinn hætti að lesa pistlana á blogggáttinni, leit upp og horfði á mig:
„Er ekki allt í lagi, Eygló mín?“
Ha, hvað?
Eftir stutta íhugun hef ég því ákveðið að skrifa bara ekki neitt og leita frekar að þessu vori sem var verið að lofa í vikunni 😉
Talaðu við Ólínu, hún á leitarhund.
Það er útilokað að svartnættið sé svo mikið að ekki megi finna eitthvað jákvætt til að skrifa um, hvað með ferðasumarið sem er framundan.
Pistlarnir þínir eru fjölbreyttir og anga af vori, víðsýni og frjálslyndi.
Satt sem hann Guðmundur her á undan segir ,en eg vona að þú hafir verið i faðmi vorsins i dag Eygló ,það koma timar fyrir fleiri pistla ,Alveg á tæru 🙂
Enn er Siv að reyna að láta bera á sér í fjölmiðlum nú talandi um einhvern „frjálslyndishóp“ sem líði illa. Þetta er nú meira endemis bullið í þingkonunni.Er þessi frjálslyndishópur Jón Sig frímúrari, G Vald, Hallur Magg og Gísli Tryggva ? Ég var á frábæru flokksþingi Framsóknarflokksins og sá að Siv átti þar fáa fylgismenn. Siv var ein síns liðs og hún er augljóslega komin í örvæntingu og hún vill alls ekki sjá kosningar. Siv á ekki séns á því að ná aftur inn í fyrsta sætið á framsóknarlistanum í Kraganum ekki minnsta séns, framsóknarfólk í Kraganum mun aldrei stilla henni upp aftur. Nú bregst hún svona við, að reyna í örvæntingu að komast í ríkisstjórn. Það er svo efni í sér kapitula að manneskjunni detti í hug að hún sé ráðherraefni ha, ha, ha kunnið þið annan betri ? Siv er sú eina úr þingflokknum sem er hluti af gömlu valdaklíkunni.Á Alþingi er vís altalað að Siv geri allt til að komast í sviðsljósið.