Mánudagur 18.04.2011 - 09:27 - 8 ummæli

Hóra eða móðir

„Framkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna lýsir yfir algjörri vanþóknun á skopmyndateikningu þá er birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 16. apríl síðastliðinn þar sem Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknar var teiknuð sem vændiskona.  Stjórnin telur teiknarann og Morgunblaðið hafa farið langt yfir velsæmismörk og vega með afar ósmekklegum hætti að þingkonunni.

Stjórnin fer jafnframt fram á það við ritstjórn Morgunblaðsins sem og teiknarann, Helga Sigurðsson, að biðja þingkonuna tafarlaust og opinberlega afsökunar á alvarlegu athæfi sínu.

Vændi er grafalvarlegt samfélagslegt vandamál sem eykst í kreppu vegna slæmrar stöðu kvenna og er alls ekkert grín.“

Ég tek undir þessa ályktun framkvæmdastjórnar LFK og harma hvernig Morgunblaðið hefur fallið í þá gryfju að viðhalda staðalímyndum um konur, – að við getum annað hvort bara verið hórur eða mæður.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Af hverju heyrðist ekkert í ykkur þegar ráðist var á formann ykkar í DV og ýjað að því að hann væri samkynhneigður? Þar hefði verið tækifæri til að a) verja manninn fyrir ásökunum um að hann hafi aðra kynhneigð en hann hefur og b) að verja málstað samkynhneigðra.

  • Ragnhildur H.

    ja ljÓtt er samfelagið okkar á Islandi i dag og ekki smekklegt að sja það sem þrifst og fjöllmiðlar kynda umdir rækilega og virkilega etja saman hinu ymsu málum og máLsvörum .Reyndar finnst mer þessi svo einstaklega ósmekkleg mynd ,ekki beinast að SIV beinlinis heldur kanski Framsókn almennt og ættuð þIð kanski að skoða það þannig . Og að vera gefa einhverja átyllu til að álita að það kæmi til einhverja mála að FRAMSÓKN fari að púkka undir þessa vonlausu stjórn ,held eg að se eitthvað sem þið ættuð að taka alvarlega og lofa fólki ákveðið að vita hvað þið ætlið að gera i þeim málum en ekkeRt hægt að segja annað en Siv hafi valdið óróleika með sinum yfirlýsingum siðustu daga ! EN ÞÁ SPYR EG EKKI AÐ LEIKSLOKUM EF SVO FÆRI !! þá yrði illa komið fyrir FRAMSÓKN ,Eygló

  • Þórey Matthíasdóttir

    Ég hef alið mín börn upp í því að nauðganir, vændi og mannsal eru ekki hugtök til að nota í gríni. Það er verið að ráðast á persónuna Siv Friðleifs en ekki hennar pólitík. S.s. eins og þið karlarnir segið „slegið fyrir neðan beltisstað“. Reynt að gera hana sem ótrúverðugasta stjórnmálakona með þessu móti. Ýta málefnalegri stjórnmálaskoðunum hennar til hliðar. Löðrandi fyrirlitning á konum í stjórnmálum. Ég sé ekki fyrir mér að Bjarni Ben hefði verið teiknaður sem melludólgur með fjórar þingkonur sjálfstæðisflokksins í bandi á eftir sér í sambærilegri mynd……..

  • Óttalega eru þið orðnar viðkvæmar þetta þjóðfélag er allt löðrandi í leðju og leiðindum og Siv fær ekkert verri útreið en karlmenn sem eru í stjórnmálum. Ég frábið mér að konur þurfi að stynja undan því að fá ekki mýkri meðferð en karlar þurfa að þola. Hit er svo annað mál að ég get vel tekið undir með Ragnhildi H hér að framan að Siv er með þessu „sóló“ rugli sínu að stórskemma fyrir Framsóknarflokknum. Siv er vafalaust í þeirri stöðu sjálf að það hentar henni alls ekki að fara í kosningar núna. En að ætla að reyna að koma flokknum sínum inn í þessa vonlausu ríkisstjórn til þess eins að verja eigin skinn og svala botnlausu framapoti sínu ber þess merki að þingkonan hugsi fyrst og síðast um sjálfa sig.

  • @ Tómas. Þetta er eitthvað rugl sem þú skrifar a.m.k. hef ég aldrei séð slík skrif. Ertu ekki eitthvað að ruglast á mönnum ?

  • Nei, en ég hefði ekki átt að kalla þetta samkynhneigð, það var að sjálfsögðu vitleysa í mér, mig minnti bara að myndatextinn segði annað. Gagnrýni mín stendur hins vegar, það heyrðist ekki múkk um þetta, og þó í engu minna svæsið en teikningin af Siv. Myndin er hér: http://www.dv.is/gula_pressan/2011/4/9/valkostur-b/.

  • Hlynur Jörundsson

    Þetta írafár út af myndinni er ansi mikil hræsni. Sér í lagi þar sem að jihadviðbrögðin voru ekki út af eðli myndarinnar heldur út af viðfanginu … Sif.

    Verið nú heiðarleg og viðurkennið að þið lítið ansi oft blinda auganu þegar ekki er einhver nærstaddur í sigtinu.

    En myndin hafði allavega þau áhrif að menn ræða um niðurlægingu kvennímyndarinnar o.s.f. … næstu 10 mínútur …erh

    En þið lítið framhjá þeim hluta sem snýr að því að þingmaður sé sagður biðla til stjórnarinnar á að því sem sagt er … öðrum grundvelli en málefnalegum … þó svo það sé notað sem yfirskyn.

    Ef Siv gengur til liðs við ríkisstjórnina og fær síðar að launum starf … við hæfi … hvað kallið þið það ?

    Það er til orð yfir þingmenn sem selja atkvæði sitt fyrir eiginhagsmuni … og það er ljótara en orðið portkona eða hórkarl.

  • Hriflungur

    Það þarf ekki að túlka þessa teikningu í Mogganum á nokkurn hátt. Hún er ósmekkleg og ómakleg. Lítilfjörlegt af Mogga að gangast ekki við að með birtingu teikningarinnar urðu þeim á ritstjórnarleg mistök. DO og HJ eiga að biðjast afsökunar og lofa að gera þetta ekki aftur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur