Miðvikudagur 27.04.2011 - 13:55 - Rita ummæli

Sarkozy og bónus

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, kynnti nýlega hugmyndir sínar um að skilyrða arðgreiðslur fyrirtækja við bónusgreiðslur til starfsmanna.  Hann bendir á að þegar erfiðlega gengur hjá fyrirtækjum þurfa starfsmenn að taka á sig launaskerðingar og minnkun vinnutíma og því sé sanngjarnt að þeir njóti einnig góðs af því þegar betur gengur.    Bónusreglan ætti aðeins að gilda fyrir fyrirtæki sem eru með fleiri en 50 starfsmenn.

Mér finnst þetta áhugaverð hugmynd.

Ég hef mikið talað fyrir hugmyndafræði samvinnunnar, þar sem fólk tekur sig saman til að vinna að sameiginlegum verkefnum og uppsker í samræmi við þeirra framlag við atvinnurekstur. Foreldri vinnur á leikskóla einn dag í viku eða mánuði og borgar leikskólagjöld í samræmi við sitt framlag eða aðstoðar í matvöruverslun sinni og nýtur afsláttar í samræmi við vinnuframlag.

Hugmynd Sarkozy er í áttina, – að tengja betur á milli hagsmuna eigenda, starfsmanna og viðskiptavina.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur