Föstudagur 29.04.2011 - 13:46 - Rita ummæli

Lygin og Jónas

Jónas Kristjánsson, fv. ritstjóri og bloggari endurtekur rangfærslur Kristins H. Gunnarssonar í pistlinum Framsókn styður kvótagreifa og passar sig á að bæta um betur gagnvart Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins og fjölskyldu hans.

Í bókinni The Truth eftir Terry Pratchett sem fjallar um blaðaútgáfu og tjáningarfrelsi segir: „A lie can run round the world before the truth has got its boots on.“*

Ritstjórinn í þeirri bók gerði þó sitt besta til að koma sannleikanum á framfæri.

Ólíkt Jónasi sem virðist einna helsta vera í að hvetja lygina áfram…

*Ísl. þýðing: Lygin getur hlaupið í kringum hnöttinn áður en sannleikurinn kemst í stígvélin.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur