Færslur fyrir apríl, 2011

Sunnudagur 17.04 2011 - 09:04

Leitin að vorinu

Í stað þess að sofa út var ég komin fram um 8 leytið og farin að lesa heimspressuna. Með morgunkaffinu velti ég upphátt fyrir mér efni næsta bloggpistils út frá lesefninu. Kjarasamningar í háalofti vegna kröfuhörku SA, lánshæfismat Írlands að falla, evran á brauðfótum… Eiginmaðurinn hætti að lesa pistlana á blogggáttinni, leit upp og horfði […]

Laugardagur 16.04 2011 - 11:02

Þrí- eða fjórsaga

Eitt helsta umfjöllunarefni fjölmiðla í gær var menntun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Því var haldið fram að hann hefði orðið fjórsaga um menntun sína og gert tortryggilegt að hann hefði ekki hlaupið til og gefið Fréttatímanum leyfi til að fá upplýsingar um námsferil hans við Oxford háskóla. Ég verð að segja að mér fannst þetta […]

Föstudagur 15.04 2011 - 14:00

Óheiðarlegir alþingismenn?

Í gær hitti ég unga konu í Reykjanesbæ sem sagðist vera að flytja til Suður Jótlands í von um bjartari framtíð.  Við áttum gott samtal um stöðuna á Íslandi og vonbrigðin leyndu sér ekki í rödd hennar þegar hún spurði mig í lok samtalsins:   „Af hverju verða allir óheiðarlegir við að fara inn á Alþingi?“ […]

Fimmtudagur 14.04 2011 - 08:21

Siv, Guðmundur og Agnes

Agnes Bragadóttir ákvað að fjalla um Framsóknarflokkinn í Morgunblaðinu í gær og þá sérstaklega stöðu tveggja þingmanna okkar í framhaldi af flokksþinginu um síðustu helgi. Ég er mjög ósátt við efni greinarinnar og vangaveltur um að Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson séu á leið út úr Framsóknarflokknum.  Að fólk vilji jafnvel sjá þau fara. Siv […]

Miðvikudagur 13.04 2011 - 20:09

Um vantraust

Hér er ræða mín og rökstuðningur fyrir afstöðu til vantrausttillögu á ríkisstjórnina: Virðulegi forseti, við erum hér komin til að ræða tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur nú setið í ýmsum myndum frá febrúar 2009.  Á þeim tíma hafa henni verið mjög mislagðar hendur, burt séð frá því hverjir vermt hafa ráðherrastólana. […]

Þriðjudagur 12.04 2011 - 10:52

Ríkisstjórn?

Framsóknarflokkurinn er í stjórnmálum til að koma hugsjónum sínum og málefnum í framkvæmd til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Við erum ekki í stjórnmálum til að vera pólitískt uppfyllingarefni fyrir aðra flokka. Í umræðum um ríkisstjórnarsamstarf höfum við lagt áherslu á að stjórnmálaflokkar landsins taki höndum saman og sameinist um ákveðin brýn viðfangsefni;  sérstaklega að koma […]

Þriðjudagur 12.04 2011 - 07:54

Sjávarútvegsstefna Framsóknar

Flokksþing Framsóknarmanna samþykkti nýja sjávarútvegsstefnu.  Hún er svohljóðandi: Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á að ná sem víðtækustu sátt meðal þjóðarinnar um stjórnun fiskveiða. Til að nauðsynleg sátt og stöðugleiki náist þarf að móta skýra stefnu til lengri tíma, segir í ályktun Flokkþings Framsóknarflokksins um sjávarútvegsmál.  Sú stefna byggir m.a á eftirfarandi; 1. Framsóknarflokkurinn hafnar fyrningarleiðinni […]

Mánudagur 11.04 2011 - 15:49

ESB að gefnu tilefni

Ályktun sem Framsóknarmenn samþykktu er svohljóðandi: „Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins.  Nú sem fyrr standa auðlindir þjóðarinnar undir velferð hennar og fullt og óskorað forræði á þeim er forsenda farsældar til framtíðar.  Framsóknarflokkurinn telur að þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild […]

Mánudagur 11.04 2011 - 11:55

VG og jafnréttið

Vinstri Grænir hafa skilgreint sig sem flokk sem hefur kvenfrelsi og jafnrétti í hávegum.  Því hljóta fylgismenn flokksins að vera klóra sér í kollinum yfir fréttum um að þingflokkurinn hafi ákveðið að víkja konu úr sæti þingflokksformanns fyrir karl. Árni Þór Sigurðsson tók við starfi þingflokksformanns í fæðingarorlofi Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, og í frétt á Eyjunni kemur […]

Mánudagur 11.04 2011 - 08:52

Eftirköst Icesave…

Það er búið að vera áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Breta og Hollendinga frá því að nei-ið lág fyrir.  Þeir eru frekar varkárir.  Aðstoðarráðherrar og efnahagslegri ráðgjafar eru að tjá sig, ekki ráðherrarnir sjálfir. Þetta er sambærilegt og þegar Hrannar mætir í stað Jóhönnu = kemur ákveðnum skilaboðum á framfæri en skuldbindur ekki ráðherrann. Vantrú þeirra á eignum […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur