Mánudagur 02.05.2011 - 07:59 - Rita ummæli

Stjórnmál Davíðs?

Ég var hugsi eftir leiðarann Áróðurstækni Davíðs.  Þar skrifar Jón Trausti Reynisson:

„Vandi íslenskrar umræðuhefðar verður varla betur greindur en með orðum Davíðs Oddssonar um sjálfan sig í bókinni Í hlutverki leiðtogans, eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. „Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur,“ sagði Davíð og játaði síðan: „Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau…“

Þannig lýsti Davíð störfum sínum í stjórnarandstöðu í borgarstjórn Reykjavíkur. Orð hans gefa einstaka innsýn inn í áróðurstækni, sem eimir enn sterklega af í stjórnmálum dagsins í dag. Til grundvallar er viðhorfið að almenningur sé eins og laxar og starf stjórnmálamannsins sé að láta fólk bíta á agn. Þar með verður það mikilvægara í hlutverki stjórnmálamanns að koma höggi á andstæðinga sína og upphefja sjálfan sig, en að breyta rétt og heiðarlega. Þetta eru eins konar iðnaðarstjórnmál.“

Með þetta í huga er athyglisvert að skoða ummæli Ólafar Nordal, varaformanns Sjálfstæðisflokksins á Bylgjunni þar sem hún talar um ákvörðun Bjarna Benediktssonar og meginþorra þingflokks Sjálfstæðismanna að styðja Icesave: „Formaður flokksins stígur það skref, sem er mjög óvenjulegt tel ég, fyrir foringja í stjórnarandstöðu að standa bara nákvæmlega fyrir því sem hann telur rétt fyrir þjóðina og af því finnst mér hann hafa stækkað.“

Stjórnarandstaðan á þannig að vera alltaf á móti, og stjórnarliðar alltaf með?

Svo refsum við harkalega þeim sem víkja af þessari línu…

Eru stjórnmál þá eins og sería í Survivor?  Sá sem svíkur og plottar og lofar öllu fögru stendur eftir sem sigurvegari á meðan sá sem er trúr sjálfum sér er sendur heim í miðri seríu?

Og hver er afraksturinn?

Iðnaðarstjórnmálamenn að hætti Davíðs Oddssonar…

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur