Þriðjudagur 10.05.2011 - 22:08 - Rita ummæli

Að eltast við belju

Menn hafa töluvert rætt beljur síðustu daga.  Ég hef verið kölluð belja af misjafnlega skynsömum mönnum og hef aldrei skilið af hverju þetta orð er skammaryrði.  Kýr eru yndislegar skepnur,  skapgóðar og umburðarlyndar gagnvart mannskepnunni.

Aðeins einu sinni óskaði ég kúm alls ills, og þá voru það léttlyndar kvígur.

Ég og vinnukonan sáum um mjaltirnar á bænum, – allt frá því að reka þær að fjósinu, þrífa og mjólka og losa þær út.  Töluvert var af kvígum í hjörðinni og ekki hafði verið gætt nægilega vel að grindverkinu við fjósið.  Því hafði það gerst að 1-2 liprar kvígur sluppu frá okkur þegar verið var að reka inn í fjósið.  Enda lokkuðu grænar og grösugar slétturnar.

Síðan var hlaupið hring eftir hring á eftir þeim.

Við komum sótrauðar af reiði inn á bæinn og kvörtuðum sáran yfir erfiðum samskiptum og móðir mín skellihló yfir óförum okkar.

Allt þar til að hún þurfti sjálf að reka hópinn!

Stuttu seinna sást til makans vera að berja niður girðingarstaura…

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur