Fimmtudagur 12.05.2011 - 08:32 - Rita ummæli

Verðtrygging

Verðtryggingarnefnd skilar skýrslu sinni til efnahags- og viðskiptaráðherra í dag kl. 9.00.  Hlutverk hennar var að kanna forsendur verðtryggingar á Íslandi og meta kosti og galla þess að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku fjármálakerfi án þess að fjármálastöðugleika væri ógnað. 

Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka, efnahags- og  viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis, auk áheyrnarfulltrúa frá Seðlabanka Íslands en ég var skipuð formaður af efnahags- og viðskiptaráðherra.

Samstarfið innan nefndarinnar var einkar ánægjulegt þrátt fyrir skiptar skoðanir og er mikilli vinnu lokið. 

Nú er bara að kynna niðurstöðurnar.

Skýrslan verður birt eftir fund með ráðherranum á síðu nefndarinnar undir vef ráðuneytisins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur