Efnahags- og viðskiptaráðuneytið stendur fyrir morgunverðarfundi um verðtryggingu miðvikudaginn 18. maí kl. 8.30-10.00. Fundurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík, stofu M1.01 – Bellatrix.
Dagskrá fundarins:
- Eygló Harðardóttir, alþingismaður og formaður nefndar um verðtryggingu, kynnir stuttlega niðurstöður nefndarinnar
- Marinó G. Njálsson, framkvæmdastjóri Betri ákvarðana
- Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fulltrúi Samfylkingar í nefnd um verðtryggingu
- Pétur H. Blöndal, alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefnd um verðtryggingu
Að framsögum loknum verða pallborðsumræður.
- Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, stýrir fundi.
Endilega mæta!
Rita ummæli