Miðvikudagur 01.06.2011 - 16:52 - Rita ummæli

Velkominn Ásmundur Einar

Ásmundur Einar Daðason gekk til liðs við Framsóknarflokkinn og þingflokk Framsóknarmanna í dag.

Þetta er ánægjuleg viðbót og mun efla okkur og styrkja flokkinn.

Hann rökstyður þessa ákvörðun með því að honum hafi hugnast málflutningur Framsóknarmanna á undanförnu þá sérstaklega afstaða okkar til skuldavanda heimila og fyrirtækja, baráttu okkar í Icesave, afstöðu til landsbyggðarinnar og stefnumörkun í Evrópusambandsmálum.

Þetta kom ekki á óvart, enda hafa þingmenn flokksins átt gott samstarf við hann á þinginu og kynnst vel skoðunum hans og afstöðu.

Ég býð hann velkominn heim í Framsóknarflokkinn 🙂

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur