Ásmundur Einar Daðason gekk til liðs við Framsóknarflokkinn og þingflokk Framsóknarmanna í dag.
Þetta er ánægjuleg viðbót og mun efla okkur og styrkja flokkinn.
Hann rökstyður þessa ákvörðun með því að honum hafi hugnast málflutningur Framsóknarmanna á undanförnu þá sérstaklega afstaða okkar til skuldavanda heimila og fyrirtækja, baráttu okkar í Icesave, afstöðu til landsbyggðarinnar og stefnumörkun í Evrópusambandsmálum.
Þetta kom ekki á óvart, enda hafa þingmenn flokksins átt gott samstarf við hann á þinginu og kynnst vel skoðunum hans og afstöðu.
Ég býð hann velkominn heim í Framsóknarflokkinn 🙂
Rita ummæli