Þriðjudagur 05.07.2011 - 15:30 - 1 ummæli

Við erum Framsókn

Egill Helgason, Páll Vilhjálmsson og fleiri hafa verið að velta fyrir sér hvar Framsókn er að finna í litrófi stjórnmálanna.  Erum við hægri, vinstri, miðju, út í kanti, þjóðernissinnaður eða landsbyggðar? Viljum við starfa með Sjálfstæðisflokknum, ríkisstjórnarflokkunum eða bara ekki starfa með neinum…

Framsókn hefur alltaf farnast best þegar við hættum að skilgreina okkur út frá því hvað aðrir eru, segja eða hugsa.

Þegar við erum við sjálf, – alíslenskur flokkur sem byggir á hugmyndafræði samvinnunnar og ungmennafélagsandanum.

Þar sem manngildið er ætíð ofar auðgildinu.

Þegar við erum einfaldlega Framsóknarflokkurinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    … ungmennafélagsandanum!

    Það er gott að þið eruð í sama gírnum og afi minn gamli var í Laxárdalnum upp úr 1920. Afi minn var mikill framsóknarmaður og að mörgu leyti mjög framsýnn maður á sínum tíma – aðdáandi Jónasar frá Hriflu.

    Hann virkjaði bæjarlækinn og sá fyrir sér þúsund kinda bú að Dönustöðum í Laxárdal. Lagði allt sitt inn hjá Kaupfélaginu í Búðardal og ók um á grænum Land Rover, sem var kallaður Mósi.

    Núna – nær 100 árum síðar – höfum við virkjað við Kárahnúka og meira en 1000 kinda bú er staðreynd á sömu jörð og afi byggði.

    Margt hefur þó breyst á tæpum hundrað árum, m.a. að landbúnaður er ekki lengur undirstöðuatvinnuvegur landsins, heldur sjávarútvegur, iðnaður og ferðaþjónustan. Ekki mun líða á löngu, að bæði ferðaþjónustan fer fram úr sjávarútvegi, hvað gjaldeyrisöflun varðar og hlutdeild í þjóðarframleiðslu.

    Framsóknarflokkurinn hefur ekki áttað sig á þessum staðreyndum og setur íslenska glímu, sauðkindina og hagsmuni útgerðarmanna og bænda ofar hagsmunum íslensks almennings!

    Til hamingju með síðustu kosningakönnun!

    Kjósendur – hvað eruð þið að hugsa?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur