Laugardagur 16.07.2011 - 15:01 - 1 ummæli

Steingrímur og einkavæðingar 1 og 2

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur nú einkavætt fjóra banka.  Þeir eru Arionbanki, Íslandsbanki, NBI og Byr og boðar frekari einkavæðingu í gegnum forstjóra Bankasýslunnar. Í þessum fjórum tilvikum þótti ráðherra ekki ástæða til að upplýsa Alþingi sérstaklega mikið.   Ráðherrann virtist telja að ákvæði neyðarlaganna dygðu til að hann gæti ráðstafað eignarhlut ríkisins og ráðfærði sig hvorki við kóng né prest, – hvað þá Alþingi.

Alþingi ekki sammála.

Neyddist meirihluti fjárlaganefndar til að leggja sjálf fram frumvarp um heimild til sölu á Arionbanka, Íslandsbanka og NBI eftir ábendingar um stjórnarskrárbrot og brot á lögum um fjárreiður ríkisins. Engin skýr lagaheimild liggur fyrir hvað varðar sölu á Byr hf. og fjármálaráðherra neitar að upplýsa um söluverð og önnur skilyrði er varða söluna s.s. ríkisábyrgðir.

Ekki er vitað hverjir hinir raunverulegu eigendur eru, hvað þá hvort þeir séu hæfir til að fara með eignarhluti í bönkunum.  Meirihluti  Alþingis og fjármálaráðherra virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því.

RNA ekki sammála.

Í umfjöllun Rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu ríkisbankanna á sínum tíma var gagnrýnt sérstaklega hversu opin heimildin var um að selja ríkisbankana.  Allt mat og stefnumörkun var í höndum framkvæmdarvaldsins þrátt fyrir að Alþingi hafi haft brýnar ástæður til að taka tillit til aðalatriða við sölu ríkisbankanna í lögum. Alltof skammur tími hafi verið ætlaður í ferlið og pólítísk markmið hafi verið látin ráða frekar en fagleg.  Lagði nefndin áherslu á að stjórnvöld verði að leggja sjálfstætt mat á kaupendur sem og sýna festu og eftirfylgni gagnvart fjármálamörkuðum.

Hmmm…

Þingmannanefndin tók undir gagnrýni RNA og lagði til að lögfest yrði rammalöggjöf um sölu og einkavæðingu ríkisfyrirtækja og eftirlitshlutverk Alþingis tryggt þannig.  Ríkisstjórnir hvers tíma ættu einnig að marka opinbera stefnu um hvort og þá með hvaða hætti selja eigi og/eða einkavæða ríkisfyrirtæki.  Við bíðum enn þá spennt…

Í raun er hlægilegt til þess að hugsa hversu ötull Steingrímur hefur verið að gagnrýna einkavæðingu á fyrri tímum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Gunnar Skúli Ármannsson

    Sæl Eygló,

    góðum Framsóknarmönnum á að vera vel ljóst að lítill munur er á kúk eða skít.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur