Miðvikudagur 20.07.2011 - 12:30 - Rita ummæli

Þyrluferð = 600% vextir?

Auglýsingar smálánafyrirtækja hafa hljómað á öldum ljósvakanna á undanförnu. Lofað er þyrluferð og miðum á útihátíð sem staðfestir enn á ný að markaðssetning lánanna beinist fyrst og fremst að ungu fólki. Vextir hjá þessum lánum geta verið fleiri hundruð prósent á ársgrundvelli, eða allt að 600% og kostnaður fyrirtækjanna við þessar lánveitingar lítill.

Í frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra um smálán er ákvæði þess efnis að við markaðssetningu neytendalána sem bera vexti eða kostnað á lánveitandi að veita upplýsingar um eftirfarandi atriði:

  • Vexti, þar með upplýsingar um hvort vextir eru bundnir eða breytilegir.
  • Lántökukostnað
  • Árlega hlutfallstölu kostnaðar, þ.e. heildarlántökukostnað, sem er lýst sem árlegri prósentu af upphæð höfuðstólsins.
  • Höfuðstól.
  • Lengd lánasamnings.
  • Heildarupphæð þá sem greiða skal, þ.e. samtölu höfuðstóls, vaxta og lánskostnaðar auk fjölda afborgana.

Ég tel að árleg hlutfallstala kostnaðar sé sérstaklega mikilvægi og hún verði að koma fram í auglýsingunum sjálfum.

Við þurfum að gæta að unga fólkinu okkar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur