Fimmtudagur 21.07.2011 - 12:20 - 1 ummæli

58 ára, – og von á tvíburum

Ég las nýlega grein um Carole Hobson, 58 ára bresk kona sem átti von á tvíburum, -eftir tæknifrjóvgun með gjafaegg og gjafasæði.  Hún hafði farið nokkrum sinnum í gegnum tæknifrjóvgun á Bretlandi og Kýpur, en fór að lokum til Indlands eftir að hún var orðin of gömul skv. breskum lögum.  Tvíburarnir fæddust heilbrigðir.

Síðasta vetur fór fram töluverð umræða um staðgöngumæðrun.  Staðgöngumæðrun er enn þá ólögleg á Íslandi og börn sem fæðast erlendis í gegnum staðgöngumæðrun eru í lagalegu tómarúmi.

En hvað með sambærilega stöðu og lýst er að ofan?

Eiga konur að geta eignast börn löngu eftir breytingarskeiðið? Hver er ábyrgð viðkomandi einstaklings?  Hver er ábyrgð samfélagsins, innanlands og þess alþjóðlega?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (1)

  • Einar Steingrímsson

    Grundvallarreglan varðandi hvað má og ekki má ætti væntanlega að vera að allt sé leyft sem sé ekki skaðlegt fyrir aðra. Af hverju ætti samfélagið að skipta sér af þessu?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur