Fimmtudagur 21.07.2011 - 09:32 - Rita ummæli

Er lögbrot tækniatriði?

Viðtal við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á Pressunni um söluferlið á Byr veldur mér nokkrum heilabrotum.

Þar segir: „Mikið hefur verið rætt um þá staðreynd að fjármálaráðuneytið fer með hlut slitastjórnar Byrs í sparisjóðnum sem er um 95% en lögum samkvæmt mega slitastjórnir ekki eiga ráðandi hlut.  Gagnrýnt hefur verið að fjármálaráðuneytið fari með þann hlut fyrir hönd slitastjórnar og sé með því að leppa hana.  Spurður [af blaðamanni Pressunar] hvort fjármálaráðuneytið sé ekki í raun ráðandi aðili í þessum samningum með þá staðreynd uppi á borðunum sagði Steingrímur að þar væri aðeins um tækniatriði að ræða.  Lögum samkvæmt á Bankasýsla ríkisins þó að fara með hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum en ekki fjármálaráðuneytið. Útilokaði Steingrímur ekki að hægt yrði að gefa verðið á Byr upp áður en samþykki Fjármálaeftirlits, Samkeppniseftirlits og ESA lægi fyrir en ítrekaði að leita þyrfti til samningsaðila fyrst.“

Þarna virðist fjármálaráðherra vera að viðurkenna að farið sé á svig við lög og álit FME sem segja til um að slitastjórnir séu óhæfar til að fara með ráðandi hluti í starfandi fjármálafyrirtækjum.  Lög segja einnig til um að hann eigi ekki að fara með hlut ríkisins, heldur Bankasýslan.  Lög og stjórnarskráin krefjast þess jafnframt að hann fái samþykki Alþingis fyrir sölu á eignarhlut ríksins.

Eru lagabálkar og stjórnarskráin orðin að tækniatriði? Eða eru þetta bara „tæknileg mistök“ hjá Steingrími?

Flokkar: Fjármálakerfið · Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur