Miðvikudagur 27.07.2011 - 12:37 - 3 ummæli

Minni virðing = fleiri konur?

Frá degi til dags í Fréttablaðinu fjallar um pistilinn minn í gær, Ofurlaun þingmanna?  Þar segir:

„Eygló Harðardóttir tekur saman athyglisverðar staðreyndir í pistli á Eyjunni. Þar ber hún tekjur þingmanna saman við aðrar stéttir og útkoman er sú að hún og samstarfsfólk hennar á Alþingi eru með svipuð laun og fréttamenn á Ríkisútvarpinu, veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands og fangapresturinn. Eygló kemur með þarfa ábendingu þegar hún segir að sögulega sé þekkt að þegar konum fjölgi í ákveðnum stéttum lækki laun og virðing stéttanna. Eygló á hrós skilið fyrir að benda á þessa staðreynd, sem lengi hefur staðið jafnréttisbaráttunni fyrir þrifum. Það má hins vegar einnig velta því upp hvort atburðir undanfarinna ára hafi ekki átt einhvern þátt í þverrandi virðingu fyrir þingmönnum.“

Þetta er áhugavert.  Það þurfti heilt bankahrun til þess að kona yrði forsætisráðherra og að hlutföll kynjanna á þingi næðu 40/60 hlutföllunum.

Þýðir minnkandi virðing fyrir þingmönnum að konur fá frekar tækifæri til að „prófa“ þingmennsku og ráðherrasætin?  Þýða svo fleiri konur að laun lækka, jafnvel þannig að undirmenn eru farnir að vera með hærri laun?

Er það bara allt í lagi?

PS. Látið mig vita hvað ykkur finnst.  Hægt er að setja tengil inn á Facebook, nota “like” hnappinn eða setja inn ummæli.  Ég samþykki inn ummælin og áskil mér rétt til að eyða út grófum, ómálefnalegum og nafnlausum ummælum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Halldóra

    Það hefur lengi verið þannig að þegar konum fjölgar í einhverri stétt þá virðast launin lækka yfir línuna. Man eftir verkfræðingi sem óskapaðist yfir þessu fyrir mörgum árum. Má segja að þegar við nálgumst jafnrétti þá springi sýndarbólan sem karlastéttir hafa haldið gangandi. Þeir hafi þá verið með uppblásna verðskrá og laun en ekki miðað við verðmæti framlags síns.

  • Auðvitað ættu þingmenn að fá betri laun en almennt gerist vegna hinnar meintu ábyrgðar sinnar. Vandamálið hér á Íslandi er hins vegar að þingmenn hafa verið ákaflega tregir að gangast við þessari ábyrgð þegar á hefur reynt og kjósa frekar að hanga í sætum sínum eins og hundar á roði en hleypa öðrum að þegar þeim sjálfum hefur mistekist. Af hverju ættu slíkir þingmenn að fá hærri laun en venjulegur verkamaður hefur?

  • Óskar Guðmundsson

    Raunin er í raun sú að þingmannalaun eru svo léleg að ekki neinn langar að starfa þar fyrir allann óhróðurinn sem því fylgir.

    Þeir einu sem eftir eru verða því (eins og nú) eilífðarstúdentar og já-fólk án egin skoðanna sem gerir það sem því er sagt og er í áskrift að launaseðli í staðinn.

    Það skiptir í raun engu í þróuðu samfélagi hvort kona eða karl gegnir embætti/stöðu ef viðkomandi er til þess hæfur og þá einnig að hæfileikarnir séu ekki eins og núverandi „ráðamanna/kvenna“ fengnir af reynslu þess að gera mistök í 25 ár.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur