Þriðjudagur 30.08.2011 - 09:41 - 45 ummæli

Að tala niður Ísland

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ákvað fyrir nokkrum dögum að fara í megrun og borða kolvetnissnautt íslenskt fæði.

Íslenski bloggheimurinn froðufelldi en fagnaði um leið tækifærinu.  Áður hafði aðeins verið hægt að skrifa um ættjarðarlög og íslenska fánann á flokksþingi Framsóknarmanna  en núna, loksins, var komin staðfesting á þjóðernishyggju formannsins.

Hann taldi mat framleiddan á Íslandi vera betri en annan.

Fólkið sem hafði hingað til fjölmennt á bændamarkaði á Suðurlandi til að kaupa ferskt hunang, landnámsegg og chili chutney,  rölt hamingjusamt á milli Frú Laugu og pólsku kjötbúðarinnar í Laugalæk, og vökvað kryddplönturnar sínar úti í glugga gat greinilega ekki hugsað sér að vera sammála formanni Framsóknarflokksins.

Þeirri hugsun að staðbundin (lesist: íslensk) framleiðsla sé betri fyrir umhverfið og mann sjálfan.  Þeirri hugsun að draga eigi úr umhverfisáhrifum af flutningi matvæla þvert yfir heiminn.  Þeirri hugsun að styðja eigi við innlenda framleiðslu og nýsköpun og fjölga þannig störfum.  Þeirri hugsun að spara eigi gjaldeyri þar sem hægt er. Þeirri hugsun að stuðla bæri að aukinni sjálfbærni í íslensku samfélagi.

Nei, – nú skyldi svo sannarlega tala niður Ísland og allt það sem er íslenskt.

Sorglegt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (45)

  • Hermann Ólafsson

    Sæl Eygló
    Hafið þið framsóknarmenn hugleitt hvernig færi fyrir íslenskri þjóð ef þessi þjóðernishyggja ykkar skyti rótum í þeim löndum sem kaupa af okkur fisk (sem er jú fyrir þeir útlendur matur)? Held þið ættuð aðeins að hugsa þessa hafta- og verndarpólitík ykkar í stærra samhengi. Við getum ekki endalaust bæði haldið og sleppt.

  • Sæl

    Heimurinn er ekki svarth-hvítur, annaðhvort ertu vinur eða óvinur. Eins og ég hef skilið gagnrýnina að þá er ekki verið að tala ísland niður, alls ekki. Mér persónulega finnst íslenskur matur góður og reyni almennt að versla mat úr minni heimabyggð. En þetta endalaus gjamm um að þetta íslenska sé best eða hollast í heimi er alveg svakalega þreytandi. Í okkar litla heimi í dag vil ég geta keypt íslenskan fisk og borðað með salati sem samanstendur af íslensku rucola með ítölskum parmesan osti, frönskum brauðmolum og balsamic ediki frá ???. Við eigum að vera stolt af því sem við gerum en ekki montin og hrokafull.

  • Jenný Anna

    Eygló, eins og mér finnst þú frábær þá verð ég að segja að það er ekki verið að tala niður til Íslands, ekki tapa húmor.
    Ég tel að það séu einkum tvær ástæður fyrir viðbrögðum fólks.
    1. Formaðurinn er fullur þjóðernishyggju. Ekki sjarmerandi.
    2. SDG er ekki vinsæll meðal almennings. Ekkert persónulegt sko, bara staðreynd.
    Þið sem eftir verðið með SDG í flokknum megið ekki vera svona hörundssár fyrir hans hönd.
    Just saying.

  • Það er ekkert verið að tala niður Ísland og allt sem íslenskt er. Það er hins vegar verið að tala niður formann Framsóknarflokksins. Á þessu er mikill munur.

  • Jón Sigurður

    Hvernig væri nú að nota staðreyndir en ekki eftiráskýringar?

    Sigmundur minntist aldrei á kolvetnissnautt fæði. Aðeins að hann ætlaði bara að borða íslenska mat því að „Ég hitti meltingarlækni sem sagði mér að íslenskur matur væri sá hollasti í heimi.“

    Hann minntist ekkert á sparnað á gjaldeyri eða slæm umhverfisáhrif af flutningi erlendra matvæla.

    Skilaboð formanns þíns voru nokkurn veginn: íslenskt=gott og útlenskt=vont.

    Maður skyldi halda að þingmaður gæti haldið svona hlutum hreinum en þú ert auðvitað bara í spinni fyrir þinn formann og leiðtoga.

  • Hlynur Jörundsson

    Sumir hafa ekki efni á að speða í bensín á markaði á Suðurlandi og rækta kryddjurtir af því það er ódýrara en kaupa krydd.

    Svo þegar ýturvaxnir höfðingjar fara að tala um matargæði og þjóðhollistu um leið og þeir gera í raun ekkert fyrir þjóðina nema það nýtist þeim og þeirra áhugamálum þá eðlilega froðufella margir.

    Aðrir glotta út í annað og hafa gaman af yfirborðsmennskunni ykkar.

    Jamm … þingmenn eru fake …. og vægast sagt sofandi á verðinum … sem er synd því hugmyndin með kosningu fólks til forystu er sú að það sé snjallara, meira vakandi og útsjónarsamara ….. fyrir alla … ekki bara sjálfa sig.

  • Eygló Harðardóttir

    Mér fannst líka sorglegt við þessa umræðu var að sjá fólk sem hefur verið að kalla eftir málefnalegri og betri umræðu í samfélaginu taka virkan þátt í henni. Dæmi um þetta er t.d. pistlar á DV.is og Pressan.is.

    Mæli því með þessum pistli, http://www.visir.is/thjodin,-thad-er-eg/article/2011708309909

    Ég tel íslenskan mat betri á grundvelli eftirtalinna forsenda: Við styðjum þannig staðbundna framleiðslu, við atvinnustarfsemi í viðkomandi landi, hvetjum til nýsköpunar, spörum gjaldeyri og förum vel umhverfið. Sama hugsun gildir þegar ég er í Frakklandi, Ítalíu, Danmörku eða Bandaríkjunum, – styðja við staðbundna (local/slow) framleiðslu. Ef sumir vilja kalla það þjóðernishyggju þá verður bara að hafa það.

  • Það sorglegasta við þetta er að megrun stjórnmálamanns teljast merkar fréttir. Hvort það er sorglegt fyrir þá sem lesa fréttir eða þann sem megrast sjálfan, er spurning 🙂 Er hægt að sjá fyrir sér aðra í slíkum skrípaleik/afbrigði af lýðskrumi? Nei, eiginlega ekki.

  • Reyndi þetta í Aðaldal fyrir tveimur árum og varð næstum hungurmorða. Eina „lókalfoodið“ sem ég fann í kaupfélaginu á Húsavík var kindakæfa frá Kópaskeri. Ekki var ferskan fisk eða kjöt að fá nema svínakótilettur, líkast til að sunnan.

  • Eygló Harðardóttir

    Sigmundur setti 2-3 setningar inn á bloggið hjá sér um að hann væri að byrja í megrun skv. ráðleggingum læknis síns. Sá læknir útskýrði að um kolvetnissnautt fæði væri að ræða. Í framhaldinu hefur hann og konan hans bent á hugmyndafræðina á bakvið að borða staðbundinn mat.

    Hann hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að styðja við innlenda atvinnustarfsemi og spara gjaldeyri. Að við eigum að líta á Ísland sem fjölskyldubú og að það innlend matvælaframleiðsla sé hagkvæmari en að flytja afurðir inn. Ég hvet fólk einnig til að skoða ályktanir flokksþings um umhverfismál og afstöðu okkar á þingi t.d. til græna hagkerfisins og upptöku endurnýjanlegra orkugjafa.

    Þetta virðist því fyrst og fremst snúast um orðaval SDG og hver hann er, er það ekki?

    En íslensk umræðuhefð er söm við sig, – förum frekar í manninn en málefnið.

  • Neinei, orðið þjóðernishyggja er bara nýja útspilið þeirra sem ætla sér að troða landinu í ESB með góðu eða illu (frekju og hroka).

    Þeir halda virkilega að svona propaganda virki. Greinilega komnir langt út í horn, enda í miklum minnihluta þjóðarinnar.

    Þetta lið gengur ekki heilt til skógar, svo mikið er víst.

  • „Íslenski bloggheimurinn froðufelldi . .“
    „Nei, – nú skyldi svo sannarlega tala niður Ísland og allt það sem er íslenskt.“
    Ég upplifði bloggheim ekki eins og þú. Einhver dæmi getur þú eflaust bent á en að segja að íslenski bloggheimurinn hafi froðufellt og talað niður Ísland og allt íslenskt finnst mér almennt ekki passa.
    Ertu ekki að skjóta yfir markið ?

  • Jón Sigurður

    Eygló,

    þessi hugmyndafræði á bakvið kúrinn er þjóðernissinnuð. A.m.k. samkvæmt viðtali við lækninn á Pressunni (http://bit.ly/pjycBC).

    Þar er blanda af þjóðernisfordómum, sbr.

    „Ef við sleppum brauðinu, sykruðum mjólkurvörum og alls kyns morgunkorni, sem gerir ekki annað en gera feita Ameríkana ríka…“,

    og bjánalegu þjóðernismonti sbr.

    „Það er ekki í genum Íslendinga að borða brauðmeti, hvort sem það eru pizzur, Subway eða hvað þetta heitir allt saman. Víkingarnir borðuðu aldrei brauð og þess vegna voru þeir kannski svona hraustir,…“

  • Jenný… hvað er að því að formaður (frekar en nokkur annar) sé fullur þjóðernishyggju? Skárra en sumir ráðherrar sem vilja selja sálu landsins til ESB.

    SDG er örugglega vinsælli en margir núverandi pólitíkusa og þá sérstaklega ráðherra og þykir mér ansi dómhart af þér að halda uppi vinsældalista og dómi á vefnum.

    Og vitni menn já í ummæli þín: „Grjóthaldið kjafti“.

  • „Nei, – nú skyldi svo sannarlega tala niður Ísland og allt það sem er íslenskt.“

    Þannig að þeir sem falla ekki í stafi yfir þessu lýðskrumi foringjans, eru ekki þjóðhollir?

    Heyr á endemi!

  • Að segja að íslenskur matur sé betri en erlendur er náttúrulega jafn heimskulegt og pabbi minn er sterkari en pabbi þinn.

    Það væri hægt að komast upp með að segja að íslenskur þorskur eða lamb væri bragðbetra en flest önnur matvara í sama flokki, án þess að vera úthrópaður sem heimótta heimskingji sem aldrei hefur komið út fyrir garðinn sinn.

    Staðreyndin er sú að gæði og eftirlit með íslenskri matvöruframleiðslu er mjög ábótavant miðað við nágrannalönd okkar. Ef þig vantar eithvað að gera á þingi þá er verðugt verkefni að bæta frekar úr því heldur en að koma með svona heimskulegar klisjur eins og „tala niður ísland“ þegar fólk bendir á augljósar staðreyndir.

  • Eygló Harðardóttir

    Gott væri að fá tölulegar upplýsingar varðandi fullyrðingar um að matvælaeftirlit hér á landi sé langt á eftir nágrannalöndunum. Íslenskir matvælaframleiðendur hafa yfirleitt kvartað undan að við séum kaþólskari en páfinn í að fylgja eftir evrópureglum um matvælaeftirlit.

    Rökstuðningur minn fyrir því af hverju ég og formaður minn erum sammála um að það sé betra að neyta íslenskra afurða á Íslandi kemur fram í pistlinum. Ég ítrekaði það í athugasemdum. Þar er ég ekki að nefna bragðgæði eða önnur lönd framleiði ekki góðan mat. Gott væri að fá efnislega umræðu um þann rökstuðning, frekar en „málefnalegar“ athugasemdir um kjánalegar klisjur.

  • Eygló Harðardóttir

    Hvet sem flesta til að mæta á matar- og uppskeruhátíðina Full borg matar 14-18. sept.
    http://www.fullborgmatar.is/

  • Staðhæfing SDG var um megrunarkúr — en hvorki um umhverfisvernd eða efnhagsmál.
    Þ.e. einfaldlega að íslenskur matur væri ekki fitandi eins og útlenskur matur væri og íslenskur matur væri hollur en útlenskur matur væri óhollur — hún var heldur ekki um prótein-, kolvetna- og fituinnihaldi, því við eigum bæði kornframleiðlsu (t.d. að Þorvaldseyri), feita osta, smjör og feitt kjöt, og próteinríka fæðu eins og harðfisk og allar blöndur af próteinum, fitu og kolvetnum.

    Þetta er svo afkáranleg staðhæfing SDG að gengur yfir flest sem heyrst hefur og engar eftiráskýringar ná að fela forheimskuna sem í henni fellst.

  • Hrafn Arnarson

    Hingað til hef ég ekkert tjáð mig um offituvandamál Framsóknarflokksins og hef ekki í hyggju að gera það=).

  • Það er engin skömm að því fyrir stjórnmála- mann að vilja Íslandi allt. Hvort það er talin þjóðernishyggja eða eitthvað annað skiptir ekki máli. Sigmundur Davíð er mesti og besti þingmaðurinn sem nú situr á Alþingi fyrir landið allt. Jafnt fyrir þéttbýli sem strjálbýli.Áfram Framsókn. X B en ekkert E-S-B.

  • Eygló Harðardóttir

    Hann skrifaði: „Jæja, þá er komið að því. Á morgun byrja ég fyrir alvöru í megrunarkúr sem ég hlýt að kalla íslenska kúrinn því hann felst í því að borða bara íslenskan mat. Íslenski kúrinn byggist á því að:

    a) Ég hitti meltingarlækni sem sagði mér að íslenskur matur væri sá hollasti í heimi.

    b) Aðeins helmingur þeirrar fæðu sem neytt er á Íslandi er framleidd hér. Þ.a. ef maður borðar bara það íslenska borðar maður helmingi minna. Með því að auka svo neyslu á íslenska matnum um 50% endar maður í 75% af fyrri neyslu.

    Sjáum hvað setur. Til að veita mér aðald og í þágu vísinda ætla ég að birta þyngdarmælingu á mánudögum næsta mánuðinn.

    Byrjunarstaða: 108 kg.“

    Í þessu felst yfirlýsing um umhverfismál (staðbundin matvælaframleiðsla = umhverfisvænni), efnahagsmál (að fjölga störfum og spara gjaldeyri) og von um jákvæðan stuðning og aðhald við það að léttast.

  • Eygló Harðardóttir

    En það var örugglega skemmtilegra að sparka í manninn…

  • Þú hlýtur að vera grínast með „málefnalegar og tölulegar upplýsingar“ hmmm hmm.
    Tölulegar upplýsingar um hvernig íslenskur matvælaiðnaður stendur sig í samanburði við önnur lönd er að finna í skýrslum frá matvælastofnun. Það er líka nýbúið að vera áberandi umfjöllun um þetta í fjölmiðlum sem ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum sem nennir að fylgjast með.

    Hér er t.d. áhugaverður linkur fyrir þig fyrst þér vantar rök…
    http://www.visir.is/islenskir-neytendur-fa-ekki-ad-velja–skortur-a-lifraenu-kjoti/article/2011110429394

  • Hermann Ólafsson

    Ekki vera svona barnaleg Eygló að halda að umræðan fjalli bara um þessa einu bloggfærslu foringja þíns um megrun.

    Inn í tifinningar fólks blandast líka ummæli þessa dæmalausa læknis hans um yfirburði íslendinga svo og þær staðreyndir að íslendingum er í praksis meinaður aðgangur að fjölmörgum erlendum vörutegundum á sama tíma og úr sjóðum landsmanna renna miljarðar í landbúnaðarstyrki sem ekki einusinni má minnast á. Toppurinn á vitleysunni er síðan skortur á lambakjöti í verslunum, sem er staðreynd!

  • Jón Sigurður

    Eygló,

    þetta eru undarleg röksemdarfærsla hjá þér. Það virkar ekki bara að setja allan textann inn og skrifa svo að þarna felist yfirlýsingar um hitt og þetta.

    Geturðu bent mér á þær setningar í þessari færslu sem annarsvegar fjalla um umhverfistvernd og hins vegar um efnahagsmál?

  • „Víkingarnir borðuðu aldrei brauð og þess vegna voru þeir kannski svona hraustir,…” sagði læknirinn. Þetta er rugl í doktornum. Brauðbakstur hófst í Skandinavíu á nýsteinöld (4100-1700 fkr). Að Íslendingar vöndust af brauði er annar handleggur.

  • Eygló Harðardóttir

    Maður má hafa sig allan við að svara athugasemdum 🙂

    Hress: Skv. þessum fréttum sem tengt er á kemur fram að eftirlit með matvælum er í lagi en lengi megi gott bæta svo ég noti orð forstöðumanns matvælaeftirlitsins. Það að ESA geri athugasemdir er ekkert nýtt. Það mætti einnig benda á viðvarandi salmonellu, kúariða, gin- og klaufaveiki og nýjasta var e-kolí smit í Þýskalandi og víðar.

    Þegar það kemur upp salmonellusmit hér þá er öllu fiðurfé fargað, kjúklingur jafnvel innkallaður og allt sótthreinsað. Kjúklingur frá DK t.d. er vottaður salmonellu-frír ef hann mælist undir ákveðnum mörkum. http://www.ruv.is/frett/oanaegdur-med-danskan-kjukling

    Ég sé heldur ekki í þessum tenglum neitt um að við séum verri en aðrir, – aðeins að við getum bætt okkur í að framfylgja evrópureglum og hefur þó mörgum þótt nóg um.

  • Eygló Harðardóttir

    Jón Sigurðar: Getur þú bent mér að þar sem talað er um þjóðernishyggju í þessum stutta pistli?

  • Sæl Eygló
    Ég virði vilja þinn til að styðja formann flokksins. Sjálfur er ég búinn að birta tvö blogg um kúrinn og þú birtir athugasemd þar (http://gorgeir.blog.is/blog/gorgeir/entry/1187223/).
    Ég vona að þú hafir ekki sett mig í flokk „froðufellandi“ bloggara.
    En málflutningurinn í kringum þetta megrunarstand hefur legið eftir brautum þjóðrembunnar á stundum. Þessi þjóðernisrómatík, sem birtist iðulega hjá Guðna Ágústssyni, er ákaflega gamaldags. Það er eitt að elska sína þjóð og sitt land, en að reyna að upphefja það og telja það almennt betra en önnur getur endað með ósköpum.

  • Frikki Gunn.

    Hér kemur nýjasti spuninn úr áróðursspunavélum Samfylkingarinnar.

    Nú heitir það að hér sé svo mikil kjötskortur og þar með sé ekki neinu fæðuöryggi til að dreifa lengur.

    Og hver er tilgangurinn með þessum spuna?

    Jú, hann er til að skapa umræðu þar sem niðurstaðan sé sú, að við VERÐUM að ganga í ESB til að losna við kjötskortinn.

    Tilgangurinn helgar jú meðalið, og allt skynsamt fólk sér í gegnum þessa leiksýningu Samfylkingarinnar.

  • Eygló Harðardóttir

    Jón: Skýrsla um íslenska eldhúsið, http://www.ferdamalastofa.is/upload/files/Isl_eldhusid.pdf, inniheldur upplýsingar um fæðu landnámsmanna. Það sem ég held að læknirinn hafi átt við miðað við lestur á viðtalinu, ekki bara síðasta bútinn, var að landnámsmenn/víkingar borðuðu lítið af hvítu hveiti og hvítum sykri. Kornið sem þeir neyttu var grófara og nýtt töluvert í graut = kolvetnissnauðara fæði (low-cal) frekar en fitusnautt (low-fat).

    Því var hann að mæla með að fólk drægi úr neyslu á brauði og sykri.

    Þetta skýrir þetta hugsanlega betur, http://www.kriskris.com/why-do-people-get-fat/

    Ég mæli einnig með þessari grein, http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0899900710002893 sem bendir á að töluvert skortir á rannsóknir hvað varðar „viðurkenndar“ ráðleggingar um mat og megrun. Jafnvel þannig að rannsóknir sem benda til þess að fólk á auðveldara við að halda sig við kolvetnissnautt fæði í megrun en fitusnautt.

  • Eygló Harðardóttir

    Ég mæli einnig með vefsíðu Slow food samtakanna, en þeir skiluðu nýlega inn umsögn um landbúnaðarstefnu ESB. ww.slowfood.com/international/slow-stories/107342/slow-europe/q=1F6512?-session=query_session:9D9D5645144432CA85QX1B8E81E0

    Î henni kemur fram að samtökin telja eitthvað alvarlegt að við þróun matvælaframleiðslu í ESB (mætti einnig segja heiminum) Aldrei fleiri hafa verið of þungir á meðan fjöldi fólks sveltur. Á sama tíma er verið að fleygja matvælum. Störfum í landbúnaði hefur fækkað um 25% á minna en 10 árum, eða 3,7 milljónir starfa. Þetta hefur ekki skilað sér í hærri launum til bænda. Álagið á umhverfið vegna landbúnaðar eykst einnig stöðugt.

    Þeir leggja áherslu á mikilvægi sjálfbærni í landbúnaði og ungt fólk fái tækifæri til að starfa og lifað í greininni.

  • Það kemur hvergi fram að þau séu í lagi en það kemur fram að þau séu ekki í lagi, það er síðan vafasöm túlkun mannsinns sem er verið að gagnrýna að þetta sé bara stórfínt og einhver smávegis misskilningur allt saman. Hvernig hann kemst að því er mér gersamlega ógerlegt að skylja.

    Ecoli smit í Þýskalandi var þar en ekki í Þýskalandi og víðar, ekki hefur enn fundist ástæða fyrir smitinu svo ég viti til.

    Þetta með kjúklingin er síðan eiginlega fyndið því jú það er rétt að hann er stundum kallaður inn en honum er ekki fargað heldur er hann seldur frystur án þess að vera merktur sérstaklega. Það er einmitt partur af gagnrýninni frá ESA sem ég benti þér á að ekki er fylgst nógu vel með urðun ónýtra matvæla.

    Þú sérð síðan út í búð að við séum verri en aðrir á t.d. innihaldslýsingum og upprunastimplum á íslenskri framleiðslu sem er mun lakari en gengur og gerist í evrópu.

  • Þú getur borðað coco-puffs í mánuð og samt lést. Þetta er spurning um kaloríur inn mínus kaloríur út (það sem þú brennir). Það er auðvelt að gleypa í sig mikið magn af einföldum kolvetnum (t.d. hvítan sykur)á stuttum tíma og þess vegna geta þau verið fitandi. Öfgar í mataræði, eða kúrar, eru ekki líklegir til árangurs. Best væri fyrir Sigmund að minnka hvern matarskamm (og fá sér aldrei tvisvar á diskinn!), borða ávexti fyrir hverja máltíð, drekka vatn. Þegar magamálið hefur minnkað eftir nokkrar vikur verður hann saddur miklu fyrr og borðar ósjálfrátt minna. Svo væri algjör snilld að hreyfa sig dálítið með, rífa t.d. í járn. Annars held ég (og vona) að Sigmundur hafi verið að grínast með þetta allt saman.

  • Eygló Harðardóttir

    Athugasemdir ESA snéru fyrst og fremst að skráningu upplýsinga og innleiðingu gerða, ekki matvælaeftirlitinu sjálfu. http://www.eftasurv.int/media/reports/Final_report_-_Mission_to_ISL_28__February_to_4_March_2011_on_Official_Control_on_Food_Hygiene_and_Import_Controls.pdf

    Ef fjölmiðlar myndu flytja sambærilega fréttir af öllum skýrslum ESA og þessa í EES-löndunum þá væri væntanlega fátt annað í fréttum.

    Ef salmonellusmit uppgötvast í kjúkling þá er honum fargað. Hann er ekki seldur frystur en það er gert í ESB.

    ESA hefur þótt mun virkara í að fylgja eftir evrópureglum en sambærilegar eftirlitsstofnanir. Sumir hafa jafnvel talið það vera einn af kostunum við að ganga inn, – að losna undan ESA :).

  • Eygló Harðardóttir

    Hansi: Fínar ráðleggingar. Eitt af því sem menn hafa verið að velta fyrir sér er hvort fólk eigi auðveldara við að halda sig við kolvetnissnautt fæði en fitusnautt.

    Það eru einhverjar rannsóknir sem hafa bent til þess og það er lykilatriði við að ná árangri í megrun, að halda þetta út.

    Hreyfing þykir ekki skipta jafn miklu máli til að léttast og maturinn.

  • Jón Sigurður

    „Jón Sigurðar: Getur þú bent mér að þar sem talað er um þjóðernishyggju í þessum stutta pistli?“

    Eygló, ertu að grínast?

    Hvað með setninguna sem kemur öllu átakinu af stað:
    „a) Ég hitti meltingarlækni sem sagði mér að íslenskur matur væri sá hollasti í heimi.“

    Sigmundur virðist vera sammála þessu enda hvetur þessi þjóernishyggjuþvæla hann í að hefja íslenska kúrinn.

  • Ásdís Jónsdóttir

    Mér finnst þessi megrun hans Sigmundar Davíðs bara skemmtilegur brandari og er búin að hafa mikið gaman af, það er sko ekki öll vitleysan eins! Vona að hann tali sem mest um megrun og mat það sem eftir og helst ekkert annað!

  • Eygló Harðardóttir

    Sæll Jón. Þú ert sem sagt ekki að grínast með að halda áfram með „þjóðernisþvæluna“?

    Ég er búin að benda á hugmyndafræðina um staðbundna framleiðslu, mikilvægi hennar fyrir atvinnu- og nýsköpun, sjálfbærni samfélagsins, og gjaldeyrissparnað.

    Allt hlutir sem SDG hefur lagt áherslu á og talað fyrir.

    Æ, þetta er í raun sorglegt.

  • Mér finnst Sigmundur ágætur stjórnmálamaður en alveg er mér sama hvað hann étur.

  • Eygló: Er til eitthvað sem heitir íslenskur matur? Í flestum tilfellum eru notaðir hlutir sem koma frá útlöndum? Hvað með öll tæki í landbúnaði? Nú kindurnar og beljurnar anda að sér alþjóðalegu súrefni – eða er það kannski íslenskt? Áburður er innfluttur, þorskurinn dvelur að mestu leyti innan íslenskrar lögsögu, sem þó er einnig á alþjóðlegu hafssvæði. Líttu svo á innihaldið í SS-pylsunum. Allskyns E-efni og rotvarnarefni! Ekki eru þau íslensk!

    Hvað gengur formanni þínum eiginileg til? Að fá athygli, vekja athygli á því hvað mötuneytið á Alþingi er „gott“ ?? Er verið að leggja einhverja pólitíska línu eða er verið að dreifa athyglinni frá einhverjum öðrum málum sem snúa að formanninum?

    Það verður aldrei hægt að loka Ísland af með einum eða neinum hætti og að slá á þessa strengi sem SDG er að gera – er bara hjákátlegt og í versta falli sorglegt!

    Það besta sem hægt er að gera til skapa hér stöðugleika og störf er að ráða bug á verðbólgu og hávöxtum. Þar með lækkar kostnaður almennings, fyrirtækja og peningakassa Steingríms – ríkið borgar jú líka vexti!

    Og síðast en ekki síst: Efla alþjóðlegt samstarf!

  • Örvar Sigurgeirsson

    Sæl Eygló

    Takk fyrir pistilinn, er sammála skoðunum þínum um mikilvægi sjálfbærni og staðbundinnar framleiðslu.

    Skil samt aðeins umræðuna, því ég skildi því miður orð SDG ekki eins og þín, hélt þau vera pólitísk skak. Þannig er bara orðræða hans. Eða allavega virðist það koma þannig fram í fjölmiðlum.

    Þú ert málefnaleg og því auðvelt að bera virðingu fyrir skoðunum þínum og skilja þær. Þess vegna verð ég hálffúll þegar ég les pistilinn, mér finnst þú ekki eiga það skilið að þurfa standa í því að útskýra orð formannsins.

    Vona svo að þú sért ekki hætt að hlaup ! 🙂

  • Svo ég paste-i bara úr skýrslunni af fyrstu síðu…

    „However some shortcomings were detected. Transposing of EEA legislation was in some
    instances delayed e.g. concerning import controls. Official food controls at establishment level were not always carried out with documented procedures and reports. In case of non-compliance, enforcement was sometimes absent or not documented. General hygiene requirements at establishments were not always found adequate. HACCP based systems were sometimes insufficient or absent. Traceability, i.e. tracing back one step, was not always possible and labelling was in some cases found lacking e.g. known allergens not declared. Procedures at local level for non-compliant lots were in some cases without proper follow up“.

    Þetta er ansi skýrt og dýrt kveðið hjá þeim og í samræmi við það sem ég var að segja, mjög erfitt að finna eithvað jákvætt við þetta.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur