Fimmtudagur 01.09.2011 - 15:33 - 1 ummæli

Er bílinn aðfararhæf eign?

Í lögum um niðurfærslu veðkrafna Íbúðalánasjóðs segir: „Heimilt er að færa niður veðkröfur skv. 1. mgr. um allt að 4. millj. kr. hjá einstaklingum og um allt að 7 millj. kr. hjá hjónum, sambýlisfólki og einstæðum foreldrum enda sé veðkrafan á veðrétti umfram 110% af verðmæti eignar og lántaki eða maki hans eiga ekki aðrar aðfararhæfar eignir með veðrými sem svarar að hluta eða öllu leyti til fyrirhugaðrar niðurfærslu veðkröfu.  Sé veðrými á aðfararhæfri eign í eigu lántaka eða maka hans skal lækka niðurfærslu veðkröfu sem því nemur.

Íbúðalánasjóður notar skattframtal umsækjenda um niðurfærslu sem viðmið til að ákvarða verðmæti aðfararhæfra eigna eins og bíla.

Þá vaknar spurningin um hvort bíllinn sé aðfararhæfur eða ekki?

Fjármögnunarfyrirtækin halda því fram að þau eigi bílana sem Hæstiréttur hefur dæmt að hafi verið keyptir með láni en ekki leigðir af viðkomandi fyrirtækjum.  Þar er um að ræða 65 þúsund lánasamninga. Þessir bílar eru svo færðir inn á skattframtal viðkomandi lántaka skv. ráðleggingum fjármögnunarfyrirtækjanna.

Er bíll sem þú „leigðir/fékkst lánað til“ aðfararhæfur?  Á sjóðurinn að taka tillit til hans við mat á niðurfærslunni? Spyr sjóðurinn fólk hvort það „eigi“ bílinn eða ekki?

Eða er öllum sama nema þegar kemur að vörslusviptingu?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Mjög góður punktur. Nauðsynlegt líka að benda á að afhendi lánþegi sem er í greiðsluaðlögunarferli bíl til vörslusviptingaaðila, þá er lánþegi í raun að brjóta lög með því að mismuna kröfuhöfum. Það er nefnilega ekki ólíklegt að einhver eign sé í bílnum eins og þú bendir hér á.
    Bendi svo á ítarlegt svar mitt við grein Brynjars Níelssonar:

    http://lanthegar.is/?p=12871

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur