Þriðjudagur 13.09.2011 - 06:44 - 2 ummæli

Fórnfýsi ráðherra

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, situr í ríkisstjórn sem fer gegn grunnhugsjónum hans í stjórnmálum.

Nú síðast telur hann ríkisstjórnina vera að veikja Alþingi með því að leggja til að forsætisráðherra geti ákveðið skipan mála í stjórnarráðinu sbr. 15. grein stjórnarskrárinnar.

Þar áður hafði ríkisstjórnin sótt um aðild að Evrópusambandinu, þangað sem Jón ætlaði aldrei að ganga inn.

En  Jón heldur fast í stólinn, – tilbúinn til að fórna sér í þágu lands og þjóðar.

Af hverju eru ekki fleiri eins og Jón?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur