Föstudagur 16.09.2011 - 08:29 - Rita ummæli

Að velja sér lagaumhverfi?

Einn af þeim sem hafði samband við mig í gær lýsti því hvernig hann hefði greitt inn á bílinn sinn meirihluta kaupaverðsins, og gert bílasamning um afganginn.  Þrátt fyrir þetta þá er lánveitandinn skráður eigandi bílsins í ökutækjaskrá, – og sá sem lagði fram meirihluta kaupverðsins skráður umráðamaður.  Óskir um að leiðrétta þetta hefði einnig verið synjað af Umferðarstofu.

Marinó G. Njálsson skrifar áhugavert blogg um þetta í gær.  Þar skrifar hann: „Skráður eigandi bifreiðar hefur mikið að segja um bifreiðina.  Eitt af því sem hann hefur rétt á er að veðsetja bifreiðina.  SP-fjármögnun gæti því ákveðið að setja veðbönd á bifreið Sigurðar Vilhelmssonar án þess að þurfa samþykki Sigurðar til þess.  Sigurður aftur gæti ekki veðsett bifreiðina nema með samþykki SP-fjármögnunar.  Samt hefur umrædd bifreið aldrei verið í umsjón SP-fjármögnunar og líklegast bara örsjaldan verið lagt nálægt fyrirtækinu.  Starfsmaður SP-fjármögnunar hefur mér vitanlega aldrei komið upp í bifreiðina og SP-fjármögnun lagði hvorki til að umrædd bifreið væri keypt né hafði nokkuð um kaupverðið að segja.“

Hann bendir einnig á að Hæstiréttur er búinn að segja að leigusamningurinn var lánssamningur, skatturinn færir bílinn (sjálfkrafa, einkar þægilegt) inn á skattframtalið hjá tug þúsunda lántökum sem eign, á meðan Umferðarstofa og lánveitandinn halda því fram að bílinn sé eign SP fjármögnunar, Ergo, Avant, Lýsingar o.s.frv.

Hvernig væri lífið nú ef við gætum ÖLL valið þau lög og reglur sem við viljum fara eftir, svona eftir efnum og aðstæðum, og stjórnsýslan myndi meira að segja hjálpa okkur við það?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur