Fólk mótmælir víða um heim. Mótmælin beinast gegn skuldum, atvinnuleysi, niðurskurði og spillingu, Það sem sameinar mótmælendur er skortur á trú og trausti á hefðbundin stjórnmál. Sannfæringin um að stjórnmálamönnum sé í raun sama um umbjóðendur sína.
Hér á landi höfum við séð mikla grósku í grasrótarhreyfingum, – á meðan fólk talar um hefðbundna stjórnmálaflokka sem lokaðar klíkur ákveðinna hagsmunahópa.
Það er sorglegt.
Einhvern veginn verðum við sem störfum í stjórnmálum að ná aftur trausti almennings.
Það gerum við aðeins með því að gera það sem við segjum og segja það sem við gerum. Með því að taka á skuldavandanum, atvinnuleysinu, fjármálakerfinu og spillingunni.
Með því að sýna að okkur er ekki sama um fólkið okkar.
PS. Ég hvet lesendur til að skilja eftir ummæli eða tengja inn á Facebook. Ummæli eru samþykkt inn þannig að það getur tekið tíma fyrir þau að birtast. Ég áskil mér rétt til að birta ekki ummæli sem eru ómálefnalega.
„Með því að taka á skuldavandanum, atvinnuleysinu, fjármálakerfinu og spillingunni.“
Það er það eina sem við kjósendur ætlumst til af atvinnustjórnmálamönnum á löggjafarþinginu og framkvæmdavaldi þess. Að heiðarlegt, sanngjarnt og gegnsætt uppgjör fari fram í kjölfar hrunsins. Er það nokkuð til of mikils mælst?
Hvað veldur að löggjafarþingið virðist ekki hafa þann dug, sem þarf til að setja skýr lög um framgang heiðarlegs og gegnsæs uppgjörs? Af hverju hefur misskipting í þjóðfélaginu fengið að vaxa í kjölfar hrunsins?
Við spyrjum um raunverulegan dug og kraft sem þarf til að taka á málum, þannig að almenningur sitji ekki með þá tilfinningu og reyndar vissu um, að hér hafa helstu hrunvaldarnir verið endurreistir sem uppvakningar frá helheimum hrunsins. Til þess eins að níða heimili landsins? Að slátra lömbunum og leyfa úlfunum að tæta í sig hræin, með velvilja ríkisvaldsins og stofnana þeirra. Allt vegna dugleysis löggjafarþings og framkvæmdavalds þess.
Það er það sem skýrir van-traust almennings hér á landi og út um allan heim
„… með því að gera það sem við segjum og segja það sem við gerum“
Mikið er ég sammála þér með þetta.
Það hefði mátt bæta við að þingmenn (og embættismenn) ættu að hætta að svífa um á bleiku skýi og hugsa einungis um eigin hag og síns flokks. Tiltrú almennings í landinu á störfum alþingis hefur aldrei verið minni en nú, einfaldlega af því að menn eru fastir í þingrembu og málþófi. Það vinnst ekkert ef menn þagna aldrei. Þingmenn eru fulltrúar kjósenda, en ekki sérhagsmunaaðila og flokka.
Eitt langar mig að segja þér Eygló,samstöðufundurinn sem verður á laugardaginn er ekki ákall á Framsókn og Sjálfstæðisflokk.
ENGAN MISSKYLNING!!!
Að koma að ríkisstjórn landsins.
Fundurinn er ákall til allra stjórnmálamanna að hysja upp um sig brækurnar og taka til í landinu.Skila til fólksins þýfinu, gramsa út óværunni sem allsstaðar veður uppi og sölsar til sín eigur okkar.Best væri að allir sem voru á Þingi þegar hrunið varð HAFI SIG Á BROTT.
Ef þið eruð eins ómissandi og þið haldið.Takið þá ykkur til og hættið bullinu sem veltur upp úr ykkur á þingi,Þið eruð ykkur öllum til stór skammar.
Kjósandi á
LYGALANDI
Ég vona að þið Framsóknarmenn fari að virða vilja mikils meirihluta þjóðarinnar og hættið stuðningi við ótrúlega óréttlátt ríkisstyrkt og siðlaust kvótakerfi, kerfi sem brýtur ákvæðið um athafnafrelsi í stjórnarskránni. Stál í stál við LÍU! Þá myndu fleiri vilja kjósa ykkur.
Það er sorglegt hversu fáir þingmenn eru eins málefnalegir og þú virðist (mér) vera, Eygló. Við þyrftum þing þar sem það gilti um yfirgnæfandi meirihluta þingmanna. Við höfum hins vegar reynslu af þingi þar sem umræðan var mjög málefnaleg, og skilvirk (þótt ég sé ósáttur við margt í niðurstöðunni). Nefnilega Stjórnlagaráð.
Vegna þessa samanburðar, og vegna þess hversu ófærir flokkarnir á Alþingi hafa verið um að taka sig á, þrátt fyrir að þingið hafi engrar virðingar notið í meira en ár, finnst mér einsýnt að lausnin sé ekki sú að „laga“ gömlu flokkana. Við þurfum að losna alveg við þá, og það gerspillta valdakerfi sem þeir hafa skapað og einokað.
Ég geri mér engar grillur um að mikill meirihluti á Aþingi, þótt hann væri jafn málefnalegur og Stjórnlagaráð, hefði stefnu sem ég væri alltaf, eða einu sinni oft, sáttur við. Það er hins vegar ásættanlegt að vera í minnihluta þegar ákvarðanirnar eru teknar eftir málefnalegar umræður, og án þess að annarlegir hagsmunir valdaklíkna ráði öllu á bak við tjöldin.
Ég er nokkuð viss um að þú, ein af fáum núverandi þingmönnum, féllir vel inn í málefnalegan stjórnmálaflokk, sem gæti áunnið sér stuðning mjög margra kjósenda, og virðingu langflestra, þótt ég efist um að það yrði flokkur sem ég væri sérlega ánægður með. Það er líka til talsvert fleira fólk sem svipað er farið um. Þetta fólk starfar hins vegar ekki í stjórnmálaflokkum, því það veit hversu ógeðslegir þeir eru. (Já, þetta er sterkt orð, en þannig er þetta.)
Þess vegna þurfum við að losna við núverandi flokka, og líklega væri best að losna algerlega við alla stjórnmálaflokka. Ég sé ekki betur en komið hafi í ljós í Stjórnlagaráði að þeir séu algerlega ónauðsynlegir.
Þið vinnið ekki aftur traust eins eða neins eins og málum er háttað. Það er eingöngu um hreinsun að ræða. Þetta ástand mun ríkja þar til í næstu kosningum, þá farvel fjórflokkur endanlega. Allir sem eru í fjórflokknum munu ekki eiga afturkvæmt, sem beturfer. Ástæðan er einföld og td. upptalin hér fyrir ofan. Á meðan étur biltingin börnin sín.
Það verður gjaldið sem ónýtir þingmenn kosta þjóðina þangað til hún fær að kjósa nýtt þing.
Og afhverju ættum við, eftir reynslu síðustu ára, að trúa orði af því sem þú segir, Eygló? Vissulega er þetta virðingarvert, en stjórnmálamenn hafa atvinnu af lygum og spuna – er þetta ekki enn einn slíkur? Hvað ætlar þú að gera til að breyta þér; hvaða markmið hefur þú, hvar getum við séð þau markmið og fylgst með þeim?
Ég get ekki verið meira sammála honum Einari Steingrímssyni. Þið eruð örfá inn á Alþingi sem ég gæti merkt við í persónukjöri, ef það skyldi nú verða einhvern tímann að veruleika.
Þú mátt eiga það Eygló Harðardóttir, að þú myndir fá mitt atkvæði,en ekki FLokkurinn þinn.
SérhagsmunaFLokkurinn sem þú tilheyrir Eygló,vinnur fyrir mjög fámenna stétt sem vinnur gegn almannahagsmunum og þar með gegn heilbrigðri skynsemi hins almenna launaþræls sem greiðir ykkur launin.