Föstudagur 21.10.2011 - 10:30 - 1 ummæli

Ekkert týnd

Hópur áhugamanna um bættar samgöngur auglýsir eftir þingmönnum Suðurkjördæmis í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að lítið sé vitað um ferðir þingmanna síðan í aðdraganda síðustu þingkosninga í Eyjum, og þeir sem getið gefið upplýsingar um ferðir þeirra eru beðnir um að hafa samband við íbúa Vestmannaeyja.

Ég er eflaust týnd í mörgu en ekki þessu.

Í lok ágúst fór ég ásamt starfsmönnum Herjólfs/Eimskips á fjölda vinnustaða í Eyjum.  Þar ræddum við flest allt það sem viðkom ferjusiglingum til Eyja.  Þar á meðal þá staðreynd að ef ekki yrði dælt í Landeyjahöfninni á meðan Herjólfur væri í slipp myndi höfnin lokast.

Ekkert var dælt og höfnin lokaðist, – skilst mér að Baldur hafi verið farinn að taka niður.

Því spurði ég ráðherra um sanddælinguna og hvort það væri ætlunin að halda höfninni opinni í vetur eða ekki.

Í fyrrakvöld ályktaði svo aðalfundur Framsóknarfélags Vestmannaeyja gegn hækkun á fargjöldum.

Ég tel vel koma til greina að hitta hópinn í næstu viku og hef lagt það til við þingmenn Suðurkjördæmis.

Spurning væri hvort þeir sem fara svo með þessi mál; innanríkisráðherra, undirstofnanir og bæjarfulltrúar sæju sér fært að mæta líka.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Leifur A. Benediktsson

    Eygló,

    Þessi Landeyjarhöfn var algjört flopp,frá degi eitt.Íslenska ríkið er búið að kasta milljörðum í gæluverkefni ákveðinna ,,lobbý-ista“ þingmanna Suðurlands og útgerðaraðals Vestmanneyinga.

    Hvað á þessi vitleysa að eftir að kosta okkur ,,hin“? Á niðurskurðartímum sem þessum á ekki að henda peningum úr galtómum Ríkissjóð í þetta flopp.

    Þessi sandhöfn á eftir að verða vandamál um ókomin ár. Sem skattborgari þá er ég ekki tilbúinn að henda peningum í þetta svarthol öllu lengur.

    Nær væri að nota höfnina í Þorlákshöfn á veturna, og sandhöfnina á sumrin þegar veður er þolanlegt.

    Enda er enginn ferðamennska til Eyja á veturna. Ef Eyjaskeggjar vilja nota höfnina á veturna þá er nærtækast að mínu áliti, að kvótagreifar sem fengið hafa milljarðatugi afskrifaða í bólubönkum kosti vetrar-siglingar frá Landeyjarhöfn til Eyja.Vælið í Eyjamönnum um þetta flopp þeirra er bara grátbroslegt.

    Engin knýjandi nauðsyn er á vetrarsiglingum frá sandhöfninni í Landeyjum. Þeir hafa komist af hingað til án þeirra.

    Heilbrigðiskerfið á að vera í forgangi,en grátkór Eyjamanna á að lemja fávísa hagsmunapotara sína í döðlur fyrir ranga staðsetningu sandhafnarinnar í Landeyjum. Þeim hefði betur farið að hlusta á gamla og vísa sjómenn sem bentu á augljósan sanburð þarna í Landeyjum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur