Miðvikudagur 26.10.2011 - 12:59 - 13 ummæli

Evrugrín hjá RÚV

Uppröðun frétta hjá RÚV sýnir stundum að þar hafa menn góða kímnigáfu.

Í hádegisfréttunum var fyrst haft eftir Gylfa Arnbjörnssyni að hann vildi taka einhliða upp evruna.  Krónan væri búin að vera.  Evran væri framtíðin.  Vandi hennar væri aðeins tímabundinn og ESB yrði að styðja okkur í þessu framtaki.

(… bara um leið og þeir eru búnir að redda evrunni).

Næsta frétt var svo að líkur á samkomulagi um björgunaraðgerðir vegna evrunnar og skuldavanda ESB ríkja á næsta fundi væru taldar hverfandi.  Líkurnar væru jafnvel taldar svo litlar að norska olíufélagið Statoil hefði gripið til varúðarráðstafana vegna yfirvofandi hruns evrunnar.

Já, stundum er gráglettni betra en ekkert.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Ásdís Jónsdóttir

    Meinarðu að RUV hafi verið að hæðast að Gylfa? Krónan er auðvitað ekki nothæfur gjaldmiðill til frambúðar eins og hlýtur að liggja í augum uppi, en hvaða gjaldmiðil finnst þér þá að við eigum að taka upp? Slíkt er víst aldrei gert einhliða nema í algerum neyðartilfellum,

  • Allar fréttir af hruni evrunar eru ýktar upp í íslenskum fjölmiðlum, og síðan einstaka slúðursfjölmiðlum erlendis.

    Það eina sem er hrunið hérna er íslenska krónan. Á meðan því fer fram hefur evran styrkst um 0.1% í dag. Síðasta árið þá hefur evran einnig styrkst um 0.1%. Þetta er gagnvart USD sem viðmiðunarmynt.

    Það var nú allt evruhrunið. Þessar tölur eru af vefsíðu ECB (ecb.int).

  • S. Guðmunds

    Ja, hvað einarðir ESB og Evru-aðdáendur eru veruleikafirrtir og í mikilli afneitun.

    Þeir minna einna helst á Íslenska fjármála- og ráðamenn kortéri fyrir bankahrunið á Íslandi þegar þeir sögðu að allt væri í stakasta lagi og það væri langt í það fjármálakerfið væri að hrynja.

    Meira að segja „hag-vitringurinn“ Jón Steinsson, hélt þessu fram um miðjan ágúst 2008.

    Nei fólk, Jón Frímann og fleiri Evru-trúboðar, bankahrun og hrun Evrunnar er það sem blasir við og hefur gert síðan 2009.

    Bankahrunið í Evrópu er bara eins og mynd sem sýnd er hægt, gangstætt því sem hér varð.

  • Nú hlakkar í anti-Evru og anti-ESB fólki yfir vandræðum í ESB.

    En hvernig fer með litlu örsmáu krónuna okkar ef, eins og þau virðast bíða eftir, allt hrynur í Evru ríki? Erum við ekki háð útflutningi til þessara landa?

    Aðeins að doka við áður en við förum að hlægja að „óförum Evrunnar“ sem er enn sem komið er, eins og Jón Frímann bendir á hér að ofan, varla merkjanleg.

  • Magnus Björgvinsson

    S. Guðmunds! Hverning skýriru þá að krónan hefur fallið um 50% gangvart evrunni? Og miðað við allar þrengingar þarna úti af hverju hefur evran ekki fallið gangvart krónunni. Einn munur á evru og krónu er að svo mikil viðskipti eru í evrum að heimurinn myndi aldrei láta hana falla. T.d. Kínverjar sem bæði eiga mikið af evrum, útlánum í evrum myndu gera eins og þeir gera í USA þeir halda þessu gjaldmiðlum stöðugum með kaupum og sölu á þeim. Enda nær öll þeira utanríkisviðskipt í þessum gjaldmiðlum. Ef að menn sætta sig við að á nokkrum mánuðum lækki kaupmáttur þeirra um kannski 20 til 40% og að her verðu ekki lánað nema verðtryggt eða með háum vöxtum því að annað er svo áhættu samt til lengri tíma nú þá hafa menn krónuna áfram en ungt fólk í dag kæmi ekki til baka að fjárfesta því það myndi halda sér í fjárfestingum þar sem það er nokkuð tryggt að láninn þeirra hækki ekki aftur um 30 til 50% og afborganir vegna hárra vaxta sligi það ekki á fyrstu árum íbúðakaupa sinn.

  • Stefán Júlíusson

    Er ekki dauði krónunnar jafn ýktar og fréttir af dauða evru og ESB.

    Þetta er spurning hvað menn vilja nota sem gjaldmiðil.

    Ég hef notast við evrur og krónur í 10 ár. Krónan kemur ekki vel út, evran er skrárri.

    Stundum leytum við að fullkomnun, hún er ekki til.

    Aðeins eitthvað skárra.

  • Ásmundur

    Eygló, ekki rugla saman skuldakreppu og gjaldmiðilskreppu.

    Þrátt fyrir lækkanir undanfarna mánuði er evran sá gjaldmiðill sem hefur staðið sig best af öllum stærstu gjaldmiðlum heims. Hún getur enn lækkað mikið án þess að fara niður fyrir dollar sem hún var á pari við í upphafi. Frekari lækkun evru gæti verið af hinu góða fyrir evruríkin. Þau myndu þannig bæta samkeppnisstöðu sína gagnvart ríkjum utan evrusvæðisins.

    Það er skuldavandi nokkurra evruríkja sem er vandinn. Sá vandi væri jafnvel meiri ef þau hefðu ekki tekið upp evru. Þá hefðu erlendar skuldir þeirra hækkað upp úr öllu valdi vegna falls gjaldmiðilsins rétt eins og gerðist hjá okkur.

    Evran er því í engri hættu og er jafn eftirsóknarverður gjaldmiðill og áður. Auk þess er mest af okkar viðskiptum í evrum. Allar sveiflur á gengi hennar hafa því lítil áhrif fyrir okkur ef krónan er bundin við evru.

    Öllum ætti að vera ljóst að krónan er ónýtur gjaldmiðll sem krefst gjaldeyrishafta.

  • Sigurður Sigurðsson

    Félagi minn frá Þýskalandi segir að allt sé á uppleið þar. Atvinnuleysi hafi ekki verið minna á langan tíma og framleiðsla væri á uppleið. Hann sagði líka ef að farið væri fram á að þjóðverjar tækju á sig sömu skerðingar og Grikkir yrði vopnuð uppreisn.

    Hann sagði líka að aðalvandamál Evrópu væri ekki Evra, heldur blaður stjórnmálamanna sem hefðu ekki hugmynd um hvað þeir væru að tala um.

    Þetta er sölustjóri hjá mjög stóru þýsku framleiðslufyrirtæki og hann bætti við að fyrst að Bauhaus ætlaði að fara að opna á Íslandi þá væri efnahagurinn á réttri leið. Bauhaus væri með gríðarlega öfluga greiningardeild sem hefði venjulega rétt fyrir sér.

  • Ég tók eftir þessu líka og gat ekki annað en brosað: Held samt að þetta hafi ekki verið viljandi, því Rúv virðist vera algjörlega á nótum stjórnarinnar og hennar pótintáta. En óneitanlega broslegt.

  • Á morgun fagnar ríkisstjórnin í Hörpu með völdum gæðingum. Sagt er að í undirbúningi sé hátíð sem á að slá öll met og ekkert verður til sparað. Jóhanna mærir AGS með fögrum orðum af alkunnri ræðusnilld og einkum hlut sjóðsins við að tryggja bönkunum og öðrum fjármálamönnum eignir íslensku þjóðarinnar og Steingrímur fær kannski að leggja orð í belg og verður háttvís að vanda og trúr sannleikanum. Síðan verður skálað í dýrustu veigum og étið íslenskt lambakjöt skreytt flögum úr gulli og silfri. Og svo verður dansinn stiginn og farið í halarófu niðrað skemmtiskipi sem siglir með slektið um sundin blá. Mælt er að aðeins verði þeim boðið sem sannarlega kunna það eitt að klappa en gleðispillum haldið frá. Forsetinn verður væntanlega ekki á gestalistanum, hvað þá Lilja Móses eða Eygló Harðar og allra síst sauðsvartur almúginn sem borgar öll herlegheitin.
    Afrek AGS eru tíunduð í góðri grein á Pressunni en elítan og klappliðið verða að hunsa þá grein. Greinin er súrmeti og því holl að sama skapi en engu að síður af henni fnykur sem gæti eyðilagt stemninguna. Hallelúja.

  • Uppröðun frétta hjá RÍKISÚTVARPINU

  • stefán benediktsson

    Króna er króna, evra er evra og fréttir eru fréttir, sem standast stundum um orðna hluti, en mikið sjaldnar um óorðna.

  • Torfi Stefánsson

    Hvað þýðir orðið „gráglætni“?
    Er það einhver vígdís-írska?
    Þú meinar væntanlega „gráglettni“?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur