Pétur Blöndal segir á Facebook síðu sinni um stækkun björgunarsjóðs ESB í 1.300 milljarða evra: „Vonandi skilur Merkel töluna? Íbúafjöldi Evrulands er 333 milljónir. Þetta eru 3.900 evrur á hvern íbúa eða 620 þkr. eða 2,4 mkr. á hverja 4 manna fjölskyldu. Á öllu svæðinu, ríkar fjölskyldur og fátækar.“
Um allan heim safnast fólk saman á götum úti til að reyna að fá stjórnmálamenn til að leiða hugann að almenningi, en ekki aðeins að þeim sem hefur tekist að sanka að sér stærstum hluta fjármagnsins í heiminum. Og hver eru viðbrögð stjórnmálamannanna?
Jú, að leggja frekari álögur á almenning til að safna í sjóði til bjargar bönkunum.
Hvað með okkur hin? Hvað með 99 prósentin?

Eygló Harðardóttir
Skuggaleg tilhugsun, ef bankarnir bregðast eina ferðina enn, ef stjórnmálin bregðast eina ferðina enn. Spakmælið sem kemur í hugann er:
Það er skammgóður vermir að pissa í skóna.
PHB er mikill tölfræðingur. Hann virðist hafa áhyggjur af skilningi merkel. Það er sennilega ástæðulaust. Hún er eðlisfræðingur og efnafræðingur….