Fimmtudagur 27.10.2011 - 07:55 - 2 ummæli

Björgum bönkunum…

Pétur Blöndal segir á Facebook síðu sinni um stækkun björgunarsjóðs ESB í 1.300 milljarða evra: „Vonandi skilur Merkel töluna? Íbúafjöldi Evrulands er 333 milljónir. Þetta eru 3.900 evrur á hvern íbúa eða 620 þkr. eða 2,4 mkr. á hverja 4 manna fjölskyldu. Á öllu svæðinu, ríkar fjölskyldur og fátækar.“

Um allan heim safnast fólk saman á götum úti til að reyna að fá stjórnmálamenn til að leiða hugann að almenningi, en ekki aðeins að þeim sem hefur tekist að sanka að sér stærstum hluta fjármagnsins í heiminum. Og hver eru viðbrögð stjórnmálamannanna?

Jú, að leggja frekari álögur á almenning til að safna í sjóði til bjargar bönkunum.

Hvað með okkur hin? Hvað með 99 prósentin?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Skuggaleg tilhugsun, ef bankarnir bregðast eina ferðina enn, ef stjórnmálin bregðast eina ferðina enn. Spakmælið sem kemur í hugann er:

    Það er skammgóður vermir að pissa í skóna.

  • PHB er mikill tölfræðingur. Hann virðist hafa áhyggjur af skilningi merkel. Það er sennilega ástæðulaust. Hún er eðlisfræðingur og efnafræðingur….

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur