Áhugamenn um stjórnmál hafa loksins fengið svar við vangaveltum sínum um hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir myndi bjóða sig fram gegn sitjandi formanni Bjarna Benediktssyni.
Bjarni tók við Sjálfstæðisflokknum í miklum sárum eftir bankahrunið. Niðurstaða síðustu þingkosninga voru þær verstu í sögu flokksins og það hlýtur að ergja hann hve erfiðlega hefur gengið að toga fylgið upp, – þrátt fyrir mjög ósamstæða og veika ríkisstjórn.
Hvort Hanna Birna geti snúið þeirri staðreynd við er óvíst.
Það verður ekki einfalt að stjórna stærsta stjórnarandstöðuflokknum utan þings, með fyrrv. formann og stuðningsmenn hans í þingflokknum. Ræðustólinn í ráðhúsinu er ekki sá sami og ræðustóll Alþingis. Mikill þrýstingur verður á kosningar, – eða að fara í ríkisstjórn og tryggja þannig formanninum ráðherrastól.
Eitt er þó alveg ljóst – að íslensk stjórnmál halda áfram að vera lífleg.
Það hefði styrkt framsóknarflokksins mikið ef Vigdís Hauksdóttir hefði tekið varaformanninn – þá myndi fylgið kannski eitthvað fara að hreyfast.
Hanna Birna er velkomin í slaginn og getur vel unnið Bjarna Ben. Mér sýnist hinsvegar að bakland hennar með Kjartan Gunnarsson og Björn Bjarnason og kannski enn blárri krumlur gefur ekki til kynna að neitt sé að breytast innan flokks með þessu. Sem andstæðingur Sjálfstæðisflokksins finnst mér það hið besta mál að Hanna Birna verði formaður. Hún mun ekki höfða til breiðari hóps en Bjarni þegar á hólminn kemur. Það segir mér að landsfundurinn leggur ekki í að skifta um formann núna. Það breytir engu.
Stríðið um formann FLokksins er nú komið á fullt. Agnes strigakjaftur Bragadóttir er farin að hjóla í Birnuna og sakar hana um lygi.O what a wonderful day!
Þetta er flott og mjög ánægjuleg þróun fyrir okkur anti 4FLokkssinna. Megi þetta halda bara áfram. FLokkurinn með Bjarna eða Hönnu í brúnni skiptir okkur hin akkúrat engu máli.
Trúverðugleiki FLokksins sturtaðist niður í klóakið 6.október 2008.Og með skýrslu RNA 2010, birtist okkur sauðsvarta skattborgara-
num svart á hvítu fyrir hvað 4FLokkurinn stendur.
Sérhagsmunir voru teknir framyfir almannahagsmuni allt frá einkavinavæðingu bankanna. Þar á FramsóknarFLokkurinn sína stóru sök. Það mun ALDREI gleymast.