Í dag er alþjóð alnæmisdagurinn. Dagur til að íhuga og skoða hver staða málefna tengd HIV og alnæmi er.
Á árinu sem er að líða hafa 17 einstaklingar greinst HIV-jákvæðir, þrír af þeim með alnæmi og lést einn þeirra á árinu. Þetta eru ívið færri en í fyrra, en þó sami fjöldi og greindist árið 1985 skv. Svavar G. Jónssyni formaður samtakanna HIV Ísland.
Það er fullkomlega óásættanlegt að sami fjöldi sé að smitast af HIV núna og fyrir 26 árum.
Hins vegar er ekkert óvænt við það ef við skoðum neðangreindar staðreyndir.
Í glænýrri skýrslu Velferðarráðuneytisins um heilbrigði ungs fólks á Íslandi er fjallað sérstaklega um kynhegðun og kynheilbrigði. Þar kemur fram að ungt fólk á Íslandi byrjar tiltölulega snemma að sofa hjá, sérstaklega stúlkurnar, og þær eiga sér einnig flesta bólfélaga miðað við hin Norðurlöndin. Notkun smokka í yngsta aldurshópnum er einna minnst hér af Vesturlöndunum og ýmsir kynsjúkdómar þar af leiðandi algengastir hér á landi.
Við verðum að gera eitthvað í þessu.
Ég kalla eftir auknum forvörnum, heilsugæslu í framhaldsskólum og ódýrari smokkum með því að lækka vsk á þá úr 25,5% í 7%.
Segjum já takk við ódýrari smokkum. Segjum já takk við að nota smokkinn. Segjum já takk við bættu kynheilbrigði.
Alls kyns innlend framleiðsla er niðurgreidd vegna framleiðslustýringar. það á að niðurgreiða smokka til að koma i veg fyrir ótímabæra þungun og sýkingu. Smokkar á tíkall spara fólki armæðu og peninga. Fólk gæti líka gert það oftar sem er hollt og það gerði ekki annað á meðan!
Já takk við smokki.
„Það er fullkomlega óásættanlegt að sami fjöldi sé að smitast af HIV núna og fyrir 26 árum“
Auðvitað er það óásættanlegt . En þessi frétt kemur þannig út eins og það hafi verið sami mannfjöldi á jörðinni fyrir 26 árum og er nú, sem er nú aldeilis ekki raunin.
já eða bara stunda skírlífi.