Föstudagur 09.12.2011 - 08:39 - 5 ummæli

Obama stal jólunum

Forval Repúblikana í Bandaríkjunum tekur á sig ýmsar myndir eftir því sem örvænting frambjóðenda eykst.

Rick Perry byrjaði forvalið með miklum lúðrablæstri og væntingum.  Eftir frekar misjafna frammistöðu í kappræðum hefur stuðningur við hann nánast horfið.

Lausnin?

Að fullyrða nánast að Obama hafi stolið jólunum og noti samkynhneigða hermenn til þess að stoppa bandarísk börn frá því að biðja í skólunum…

PS: Þýðing á orðum Perry:

Ég skammast mín ekki fyrir að viðurkenna að ég er kristinn, en þú þarft ekki að sitja á kirkjubekknum á hverjum sunnudegi til að vita að það er eitthvað að í landi þar sem samkynhneigðir geta opið þjónað í hernum en börnin okkar geta ekki opið haldið upp á jól eða beðið bænir í skólanum.

Sem forseti, mun ég enda stríð Obama gegn trú.  Og ég mun berjast gegn árásum frjálslyndra á trúarhefð okkar.

Trú gerði Ameríku sterka.  Hún getur gert hana sterka aftur.

Ég er Rick Perry og ég samþykki þessi skilaboð.

PSS: Í stjórnarskrá Bandaríkjanna er aðskilnaður kirkju og trúarbragða áskilinn sbr. Congress shall make no law respecting an establishment of religion, or prohibiting the free exercise thereof...  Hæstiréttur bannaði því fyrir um 40 árum bænir í skólum í Bandaríkjunum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Sæl Eygló.

    Hvað finnst þér um aðskilnað ríkis og kirkju og bann við bænahaldið í skólum?

  • Þannig lá í því. En samkynhneigðu múslimaslátrararnir?

  • Eyjólfur

    Svona þvæla dúkkar alltaf upp í forvölum og fyrir kosningar vestra, þegar virkja þarf „base-inn“.

    Einhver fjölmiðillinn sýndi svo búta úr jólaávarpum Obama og 1-2 ára gamals slíks frá Perry (sem ríkisstjóra Texas). Obama skautaði ekki framhjá neinu, talaði um trú sína, óskaði gleðilegra jóla fram og til baka o.s.frv, meðan Perry notaði ekki einu sinni orðið „Christmas“.

    Þetta er bara lítið atriði sem pólitískir herkænskumenn hafa metið svo að gagnist til að gíra upp ákveðinn hluta kjósenda, nákvæmlega eins og tal Bush um að bæta inn stjórnarskrárákvæði sem myndi hindra hjónabönd samkynhneigðra á alríkisstigi. Það tal dúkkaði alltaf upp með 2 ára millibili – fyrir forsetakosningar og mid-terms/þingkosningar – en stóð aldrei til að gera nokkurn skapaðan hlut. Hallærislegt? Vissulega. Þess vert að velta okkur upp úr hér? Varla.

  • Bandarísk stjórnmálabarátta hefur gjarnan vakið athygli fyrir öfga og forsjárhyggju og þykir oft bera vott um mannlega heimsku og grunnhyggni.
    En alþingismaðurinn Eygló Harðardóttir leitar langt yfir skammt þegar kemur að öfgum og forsjárhyggju. Hvort tveggja þrífst með ágætum á Íslandi einkum á síðari árum eftir að vinstrið náði völdum. Í Reykjavík nær örsmár hópur háværra öfgamanna að breyta áratuga siðvenjum í samskiptum skóla og kirkju. Íbúar víða úti á landsbyggðinni mega búa við hroka og öfga og yfirgang svonefndra umhverfisverndarsinna sem flestir búa eða starfa í 101 Reykjavík og hafa það fyrir reglu að líta sér aldrei nær en miða afskipti sín við minnst 200 km fjarlægð frá borginni. Sunnanverðir Vestfirðir eru nú í sviðsljósinu og öfgaliðið hirðir ekkert um lífsbaráttu fólksins á því svæði og afkomu þess. Skipulagsstofnun gefur frá sér fáránlegt álit um Vestfjarðarveg þar sem hagstæðasta vegstæðið út frá öryggi og vænlegri uppbyggingu á svæðinu er slegin útaf borðinu og er ein helsta röksemdin að arnarvarp geti misfarist á tilteknum stöðum. Nýjasta innleggið í þessum farsa er svo þingsályktunartillaga Marðar og Róberts Marshall um þjóðgarð við Breiðafjörð norðanverðan sem að mati heimamanna myndi ef yrði samþykkt setja vegagerð á svæðinu í uppnám og eins og mætur maður orðaði það: Ég hef það á tilfinningunni að við sem búum við Breiðafjörð eigum að verða eins og indíánar á verndarsvæðum, til sýnis fyrir ferðamenn.
    Það er því víðar að finna öfgar og forsjárhyggju en í Bandaríkjunum og hvernig er það? Hafa Vestfirðingar ekki stuðning þingmanna Norðvesturs í baráttu sinni gegn öfgaöflunum? Hvað með Gunnar Braga og Ásmund Einar?

  • Kristján

    „… or prohibiting the free exercise thereof …“

    Af hverju bannaði hæstiréttur bænir ef stjórnarskráin segir að svo skuli ekki gera?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur