Miðvikudagur 25.01.2012 - 09:00 - 3 ummæli

Lífeyrissjóður fjármagni eigin kaup á húsnæði?

Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, var í pallborði á fundi um verðtrygginguna. Þar ræddi hann hugmynd um að lífeyrissjóðir fjármagni eigin kaup sjóðsfélaga á húsnæði.

Nú kynni einhver að spyrja, – er það ekki einmitt það sem þeir hafa gert í gegnum kaup á skuldabréfum Íbúðalánasjóðs og sjóðsfélagalánum?

Ragnar sagði að hugmyndin hefði kviknað út frá fléttunni sem Sigurjón Árnason, fv. bankastjóri Landsbankans, lék með fasteign sína og lífeyrissjóðinn sinn.  Sigurjón með góðra manna hjálp gerði fasteign sína óaðfararhæfa með því að veðsetja hana upp í topp með kúluláni úr séreignalífeyrissjóði sínum.  Við gjörninginn voru áunnin réttindi Sigurjóns beintengd við ávöxtunarkröfu lánsins.

Hugmynd Ragnars er að sjóðfélagar fái framreiknaðar upphæðir frá lífeyrissjóði til íbúðarkaupa þar sem vaxtastigið og upphæðin sem lánuð er verður beintengd þeim réttindum sem þeir ávinna sér.  Vextirnir yrðu aukaatriði þar sem eignamyndun í fasteign vegur upp á móti áunnum réttindum.  Í dag eru þessu ólíkt farið þar sem lánin éta upp eigið fé og rýra réttindi.

Eitthvað sambærilegar pælingar hafa verið í gangi í Bretlandi.

Er þetta eitthvað sem myndi ganga?  Myndi þetta ekki þýða að sameignarsjóðirnir okkar yrðu að séreignasjóðum?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Guðsteinn Einarsson

    Sæl
    Eru sjóðfélagalánin ekki vísir af þessu?
    Hvað á að gera við makalífeyrir, örorkulífeyrir og þ.h.
    Menn gleyma því gjarnan að þetta er ekki bara ellilífeyrir.
    Samtryggingarkerfið væri úr sögunni, er það sem við viljum, hver sjá um sig af Bandarískum sið?
    Hvað ef viðkomandi færi á hausin, á íbúð 10 milljónir lán 9 milljónir vaxtalaust, lánadrottnin yfirtekur húsið með áhvílandi vaxtalausu láni, hvað þá?
    Það þarf nothæft kerfi, lága vexti, minni áhættu og það er ekki boði á Íslandi.

  • Ragnar Þór

    Guðsteinn, Góðar spurningar sem þú setur fram.
    Þetta hefur hinsvegar ekkert að gera með almannatryggingahlutan. Þú gætir beint sömu spurningu þinni um samtryggingakerfið þegar sjóðirnir keyptu í Bakkavör, Existu, N1, Fl-group og ofl,ofl. sem allt voru verðtryggð skuldabréf. Mundu það að iðgjöld í lífeyrissjóð eru lögbundin og því ekkert annað en skattur á launafólk og fyrirtæki og stór hluti eigna kerfisins eru framtíðar skatt tekjur ríkisins.
    Hugmyndin gengur út á að sjóðirnir LÁNI sjóðsfélögum og VEXTIRNIR verði tengdir áunnum réttindum. Húsnæðislán eru talin með öruggustu fjárfestingum á byggðu bóli þó ekki séu þau áhættulaus.
    Ef viðkomandi færi á hausinn þá gengur hugmyndin út á tvo valkosti þ.e. að skilgreina eignahlut okkar í fasteign sem lífeyri og gera hann þannig óaðfararhæfan og þannig óveðhæfan eða hinsvegar að sjóðurinn veiti kúlulán fyrir kaupunum með kaupleigusamningi sem tryggir fullan eignarétt við lífeyristöku, jafnvel að sjóðurinn verði skráður fyrir því sem lánað er út á. Lítið mál er að reikna út áunnin eignahlut ef viðkomandi vill stækka við sig eða hætta.
    Þeir sem hinsvegar vilja hærri ávöxtun geta valið aðra leið og freistað gæfunnar með fjárfestingum í atvinnulífinu með tilheyrandi áhættu.

  • Ragnar Þór

    Varðandi Bandaríkin Þá er sjúkrasjóðakerfi stéttarfélaganna fyrsti vísirinn að einkareknu sjúkratryggingakerfi. Þeir sem hafa efni á að greiða í stéttarfélög hafa betri sjúkratryggingar. Hugmyndin sem ég setti fram hefur ekkert að gera með almannatryggingakerfið annað en það að létta undir framtíðar skattgreiðendum og byggja sjóðsfélaga upp eignalega, í stað innihaldslausra loforða, og tryggja þannig betur framtíðar heilbrigðis og almannatryggingakerfið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur