Föstudagur 03.02.2012 - 14:52 - 2 ummæli

Dómsúrskurður og vörslusviptingar?

Í júní 2011 setti innanríkisráðherra fram tilmæli um að dómsúrskurður þyrfti að liggja fyrir áður en vörslusvipting fer fram.  Þrátt fyrir það er enn verið að svipta fólk bifreiðum án dómsúrskurðar.

Því hef ég lagt fram eftirfarandi spurningar til ráðherrans.

  1. Hvernig rökstyður ráðherra þá afstöðu sína sem fram kom í svari við fyrirspurn (þskj. 719, 311. mál) að dómsúrskurður sé nauðsynlegur vegna vörslusviptingar? Óskað er eftir að í rökstuðningi ráðherra sé vísað til þeirra gagna sem afstaðan byggist á.
  2. Af hverju hafa sýslumenn og lögreglan ekki unnið í samræmi við þessa afstöðu ráðherra á undanförnum mánuðum?
  3. Hvernig fer fram sú vinna ríkislögreglustjóra að setningu verklagsreglna um vörslusviptingar sem minnst er á í áðurgreindu svari og hvenær má gera ráð fyrir að vinnunni ljúki?

Ég tel sérstaklega brýnt að fá svör við því af hverju lögreglan hefur ekki unnið í samræmi við afstöðu ráðherra.

Er það vegna þess að það er ekki lagastoð fyrir þeim?

Ef svo, af hverju hefur ráðherrann ekki lagt til að lögum verði breytt?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Sæl Eygló.
    Varst það ekki þú sem vildir fá bílinn þinn skráðan á þitt nafn en ekki lánveitandann. Er komin niðustaða í það mál?
    Ég ætlaði að hætta að kaskótryggja 8 ára gamlan og lúinn bíl, en tryggingafélagið sagði nei því Lýsing væri skráður eignandi. Ég greiði þó af honum alla skatta og skyldur.

  • Eygló Harðardóttir

    Innanríkisráðherra er ekki búinn að svara. Af hverju veit ég ekki.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur