Sunnudagur 05.02.2012 - 13:20 - 2 ummæli

Alþingi rannsaki lífeyrissjóðina

Í ályktun þingmannanefndar sem samþykkt var 63-0 segir að fara skal fram óháð og sjálfstæð rannsókn á starfsemi lífeyrissjóðanna frá 1997.  Í framhaldinu skal fara fram heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi lífeyrissjóðanna.

Þegar þetta var samþykkt lág fyrir að lífeyrissjóðirnir ætluðu sjálfir í óháða rannsókn.  Þrátt fyrir það samþykkti Alþingi að fara sjálft í rannsókn.

Nefnd Landssamtaka lífeyrissjóða skýrir það best sjálf af hverju.  Rannsóknarnefnd á vegum lífeyrissjóðanna getur aldrei haft sömu valdheimildir og rannsóknarnefnd á vegum Alþingis.  Eftirlitsstofnanir gátu borið fyrir sig þagnarskyldu, ekki var hægt að kveða fólk til skýrslutöku vildi það ekki gefa skýrslu og nefndin gat ekki gert rannsóknir á starfsstað.

Ég ítreka því afstöðu mína að Alþingi þarf að fara að eigin ályktun og setja á stað rannsóknarnefnd um lífeyrissjóðina.

Þar þarf að fara yfir starfsemi og stefnu sjóðanna frá 1997 þegar lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda voru sett til dagsins í dag.

Þar þarf að bera saman laga- og starfsumhverfi lífeyrissjóðanna við sjóðakerfi nágrannalanda okkar.

Þar þarf að skoða hugsanlega ábyrgð; stjórnenda, stjórnarmanna, endurskoðenda, eftirlitsaðila, stjórnmálamanna og ráðherra.

Strax.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Sigrún Jóna

    ályktanir alþingis gleymast strax. bæði hjá almenningi og svo hjá sjálfu alþingi. maður mun sennilega ekkert heyra frá þessari þingsályktun frekar en örum álíka

  • Leifur A. Benediktsson

    Sammála þér Eygló, hér þarfa að fara fram opinber rannsókn á lífeyrissjóðaruglinu.

    Nú þegar hefur innanríkisráðherrann þvegið hendur sínar af sukkinu. Og skýring hans er ,,froða“.

    Þetta er honum engan vegið samboðið. Hann var í forsvari fyrir LSR á ,,froðuárunum“.

    Hvað heyrðist í honum þá?

    Ég hef greitt í LV í 34 ár samviskusamlega. Eftir að hafa skoðað hrikalegt tap LV,telst mér til að ég hafi einungis greitt í 24 ár.

    Tíu ára sparnaður horfinn,,,froðan“ hans Ögmundar horfin út í buskann.

    Eg vil fá að vita meira og hverja SKAL draga til ábyrgðar.

    Einn aðalsökudólgurinn hjá LV Þorgeir Eyjólfsson er komin í skjól í Seðlabankann.Eftir hörmulega frammistöðu fyrir LV.

    Gunnar Páll Pálsson var látinn taka poka sinn með skömm.

    Þeirra þáttur í ruglinu innan LV var stór en það eru fleiri, sem þurfa að axla ábyrgð.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur