Miðvikudagur 15.02.2012 - 17:05 - 15 ummæli

Dómur Hæstaréttar um endurútreikning lána

Dómur um endurútreikning gengistryggðu lánanna féll í dag. Hæstiréttur segir að greiðslutilkynningar og fyrirvaralaus móttaka greiðslu jafngildi fullnaðarkvittun.  Hann segir að sá vaxtamunurinn sem varð vegna hinna ólögmætu gengistryggðu lána verði lánveitandinn að bera.  Öll leiðrétting verði að vera til framtíðar. Ekki sé hægt með almennum lögum að hrófla með afturvirkum hætti þessum réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt.

Á þetta bentu umboðsmaður skuldara og Ása Ólafsdóttir fyrir efnahags- og skattanefnd þegar verið var að vinna lög nr. 151/2010.  Undir þetta tók ég í ræðu á Alþingi (þann 18. des. 2010 kl. 00:43) að í túlkun efnahags- og viðskíptaráðherra á dómum Hæstaréttar fælist afturvirkni til skaða fyrir þann sem minni máttar var í þessum málum, lántakinn.

„Síðan velti ég upp spurningum varðandi afturvirknina sem mér finnst liggja í niðurstöðu Hæstaréttar. Það á eflaust eftir að reyna á úrskurð Hæstaréttar í vaxtaágreiningnum, hvort sú niðurstaða, sem að mínu mati er afturvirk og var til skaða fyrir þann sem er minni máttar í málinu, varðar líka, eins og var bent á í umsögnum, við alþjóðleg mannréttindaákvæði og það sem greina má í ákvæðum í okkar eigin stjórnarskrá, þ.e. að ekki eigi að beita afturvirkri löggjöf til skaða fyrir þann sem verður nema einhverjar bætur komi í staðinn.“

Enginn vilji var til að bíða með málið.  Enginn vilji var til að fá frekari skýringar á dómum Hæstaréttar.  Enginn vilji var til að hlusta á miklar athugasemdir umsagnaraðila. Enginn vilji var til að vera viss um að það væri skýrt hvernig ætti að túlka þessa sérreglu eða reikna skv. þessum lögum.

Á þessu máli bera fv. efnahags- og viðskiptaráðherra, ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis fulla ábyrgð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Jóna Ingibjörg Jónsdóttir

    Sæl Eygló, þetta eru gleðifréttir og fólk verið að óska hvort öðru til hamingju. Ólög Árna Páls verða minnisvarði um slæm vinnubrögð. Um leið vil ég þakka þér fyrir þína ötulu baráttu í þessu máli.

  • Halldór Halldórsson

    Geturðu, Eygló, staðfest þann skilning að önnur lánafyrirtæki verði að hefja endurútreikning sinna lána; í kjölfar þessa dóms Hæstaréttar?

  • Halldór Guðmundsson

    Það er búið að bera hundruðir fjölskyldna, út úr húsum sýnum vegna þessara ólögmætu gengistryggðu lána,og senda þau í gjaldþrot,og ekki hægt að sjá annað en ríkissjóður sé skaðabótaskyldur,fyrir tjóni heimilanna og fyrirtækja.
    Nú verður Árni Páll og seðlabankastjóri ásamt forstjóra fjármálaeftirlitsins,og þeir þigmenn sem samþykktu þessi lög að segja af sér.
    Og reyndar ætti Jóhanna að sjá sóma sinn í að segja af sér strax, því skaðabótaskylda ríkissjóðs hlýtur að verða gríðarleg.

  • Ég held að við ættum að fjölga alþingismönnum upp í 163.
    Það verður að styrkja aðeins greindarvísitöluna sem er á alþingi.

    Hvað hefur alþingi sett oft lög sem standast ekki stjórnarskrá síðan 2009 ?

  • Magnus Björgvinsson

    Bara að benda á að 2010 voru um 85 útburðir í Reykjavík og flestir vegna þess að fólk borgaði ekki leigu. Það hafa sára fáir verið bornir út úr Íbúðum. Nokkrir hafa vissulega verið bornir út vegan vanskila á lánum en finst að fólk þurfi ekki að búa til meiri vandamál en eru. Bendi síðan þeim á sem fanga þessu á eftirfarandi af síðu Egils sem þarf að hugsa um: „Friðrik Jónsson hagfræðingur, maður sem ég tek nokkuð mark á, skrifar á Facebook:

    „Þar með er niðurfærsla verðtryggingarinnar með lagasetningu úr sögunni þar sem það myndu teljast íþyngjandi afturvirk lög fyrir skuldabréfaeigendur.“

    Skyldi eitthvað vera hæft í því?“

    Þannig að ef afturvirkni er bönnuð og tengd við eignarákvæði Stjórnarskrá þá gidlir væntanlega að ekki er hægt að breyta t.d. verðtryggingu afturvirkt og ekki hægt að breyta lánakjörum aftur í tíman. Því er Alþingi og Ríkisstjórn ómögulegt að hafa áhrif á verðtryggð lán fjölskyldna landsins. Og það eru jú kannski um 70% þeirra sem eru með Íbúðarlán. Því græða þau sem tóku ólögleg lán.

  • Guðsteinn Einarsson

    Sæl
    Nú blasir það við að hluti fólks fær að lifa við venjulega vexti, þó erlendir séu.
    Þetta er eitthvað sem Frmasókn hefur ekki viljað.
    Hvenær viðurkennið þið í Framsókn og Sjálfstæðisfl. að krónan og afleiðing hennar, himinháir vextir og verðbætur er of dýru verði keypt fyrir venjulegt fólk og fyrirtæki.
    Er ástandið nokkuð síður vegna sérhagsmunagæslu og þröngsýni ykkar og ykkar ábyrgð er ekki minni en stjórnarflokkana?

  • Magnús. Hefur ekki fallið áður dómur í Hæstarétti eftir að vísitölu var breytt. Ef ég man rétt þá sagði Hæstiréttur að slíkt væri leyfilegt.

  • Halldór Guðmundsson

    Friðrik Jónsson hagfræðingur þyrfti að lesa lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936 og er 36.gr sérlega athyglisverð“samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig“
    Og verðbólgumarkmið Seðlabankans hafa verið
    2.5-4% verðbólga, og lántakendur gátu ekki annað en trúað því.

    Við Hrunið varð algjör Forsendubrestur fyrir útreykningi víxitölunnar, þegar krónan hrundi.
    Þannig að ekki er hægt að taka undir orð hagfræðingsins, síðan væri ágætt að fjármálastofnanir færu að reykna verðtryggðu lánin rétt, því bæði lögin, og skuldabréf allavega lífeyrisjóða segja, að verðbæta skal greiðslurnar en ekki höfuðstólinn.

  • Leifur A. Benediktsson

    Áfellisdómur Hæstaréttar á sitjandi stjórnvöld er æpandi.

    Ríkisstjórnir síðustu ára hafa markvisst unnið gegn almannahagsmunum fyrir sérhagsmuni fárra útvaldra.

    Sitjandi þing er því marki brennt að innann veggja þess er töluverður fjöldi manna og kvenna sem aldrei áttu að komast inn.

    Núverandi kosningafyrirkomulag er stór og mikil hindrun fyrir þróun lýðræðisins til hins betra.

    Alþingi er gjörsamlega og endanlega rúið trausti og ber því að boða til þingkosninga.

    Þingmenn sem hafa traust mitt eru teljandi á fingrum annarrar handar,þar ert þú Eygló Harðardóttir á meðal.

  • Ég sé ekki betur en að ríkissjóður sé bótaskyldur vegna þeirra sem eiga um sárt að binda vegna þessara ólaga, og hafa misst eigur sínar.
    Í þessu tilviki er væntalega ekki hægt að sækja bætur til lánastofnana, þær fóru einungis eftir gildandi lögum.

    Ef þetta er réttur skilningur, finnst þér ekki rétt Eygló, að þeir þingmenn sem settu þessi lög, þrátt fyrir aðvaranir fjölmargra, verði dregnir fyrir Landsdóm?

    Mættir gjarnan spyrja þessa kollega þína, úr ræðustól, hvort þeir finni hjá sér einhverja sök, og ef svo er, þörf til að biðja þjóðina afsökunar, og sérstaklega þá sem eiga um sárt að binda þeirra vegna.

  • Hákon Hrafn

    Takk fyrir þína baráttu Eygló. Því miður voru fáir á Alþingi sem gerðu athugasemdir við þessi ólög. Ég tel ófétin Árna Pál og Álfheiði bera mesta ábyrgð á þessu rugli og þau ættu að segja af sér.

    Vil einnig þakka Magnúsi B fyrir skemmtilega glórulaus ummæli.

  • Hafsteinn Thorarensen

    Sæl, Eygló
    Nokkrar spurningar hérna.
    Ef þú hafðir efasemdir um réttmæti þessara laga, ef ég skil pistilinn rétt, af hverju greiddir þú ekki atkvæði á móti lögunum?
    Og hvernig er stjórnarandstöðunni, utan þingmönnum Hreyfingarinnar, stætt á að gagnrýna þessa lagasetningu núna fyrst eftir dóm hæstaréttar þegar lögin voru ekki einu sinni samþykkt með meirihluta atkvæða á þingi, aðeins 27 sögðu já? Stjórnarandstöðunni hefði verið í lófa lagið að fella lögin, samkvæmt þessu. Hví var það ekki gert, og er „sök“ ykkar sem sátuð hjá þá ekki alveg jafnmikil og þeirra sem samþykktu?

    Virðingarfyllst,

    Hafsteinn Thorarensen

  • Ingolfur Kristinsson

    Sæl Eygló

    Á þessu máli ber fv. efnahags- og viðskiptaráðherra fulla ábyrgð segja margir.

    En er það ekki skipstjórinn sem ber alla abyrgð en ekki hásetinn eins og ákveðið landsdómsmál ber með sér

  • Sæl Eygló, bera þeir þingmenn enga ábyrgð sem sátu hjá við afgreiðslu laganna 2010? eins og t.d. allur framsóknarflokkurinn?

  • Leifur A. Benediktsson

    Hreyfingin er eina stjórnmálaaflið sem stóð á MÓTI þessum dæmalausu ólögum.

    Allir hinir forðuðu sér úr þingsal eða sátu hjá.

    Að sitja hjá þýðir í mínum huga SAMÞYKKI.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur