Föstudagur 24.02.2012 - 09:01 - 14 ummæli

Salvör í framboð?

Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs og forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ, var í sviðsljósi fjölmiðlanna í gær.

Hún er ósátt við að vera kölluð aftur til starfa fyrir stjórnlagaráðið og telur skort á samráði í samráðsferlinu. Því skrifaði hún bréf til forsætisnefndar Alþingis og tilkynnti að hún yrði erlendis ákveðna daga. Að vísu voru allir stjórnlagaráðsfulltrúarnir (líka Salvör…) búnir að segjast vera tilbúnir til samráðs.

Jafnvel óskað sérstaklega eftir því við Alþingi að það yrði formlegt.

En Salvör er að fara til útlanda, Skype virkar ekki þar og lítill áhugi á að bjóða upp á annan fundartíma.

Er hún kannski farin að íhuga annan vettvang?

Kannski Bessastaði?

Í því framboði hentar ef til vill ekki að hafa komið of mikið að þessu blessaða stjórnarskrármáli…

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Guðfinnur

    Nú er ég ekki mikill talsmaður Stjórnlagaráðs, en í alvörunni Eygló? Var þetta það besta sem þér datt í hug að skrifa. Að Salvör ætti að hanga á Skype þegar hún er í útlöndum til að þóknast fundartímanum ykkar. Og lítill áhugi að bjóða upp á annan fundartíma? Nú veistu vel að til að nota forsetakosningarnar í sumar þarf málið að vera tilbúið í lok mars mánaðar. Ótrúlegt svo ég segi ekki meira.
    Annars las ég út úr ummælum frá Salvör aðallega gagnrýni á vinnubrögð alþingis þann tíma sem það hefur haft málið til skoðunar. Með þannig veganesti spyr maður sig hversu markviss vinnan verður á fjórum dögum. En við erum nú bara að tala um plagg sem verður hugsanlega stjórnarskráin okkar. Svo fjórir ómarkvissir dagar eru meira en nóg.

  • Guðsteinn Einarsson

    Veitir nokkuð af að fá gott fólk í framboð?
    Hvað varðar stjórnarskrármálið þá mætti minni ykkur þingmenn Framsóknarflokksins á stefnu hans í málinu:

    … að ný og nútímaleg stjórnarskrá verði samin af stjórnlagaþingi þar sem eiga sæti þjóðkjörnir fulltrúar.

    Það mætti í leiðinni e.t.v. minna á fleiri atriði, og benda þingmönnum Framsóknar á að lesa það sem þeir boðuðu fyrir kosningar, hér er linkurinn:http://www.framsokn.is/files/4540-0.pdf

  • Ég mundi kjósa Salvöru ef hún byði sig fram til forseta.

    Þið í framsókn mættuð muna eftir því að það var á stefnuskrá ykkar fyrir síðustu kosningar að kalla samana stjórnlagaráð og bæta stjórnarskrána (afkóða hana í það minnsta). Það er sorglegt að sjá hvernig flokkur þinn hefur notað þetta mál til að stunda fíflagang á þingi.

    Annars finnst mér þú vera góður þingmaður. en þessi pistill er ekki þinn besti.

  • Guðfinnur

    Það er von að þú brosir Eygló. Nú ætlum við Stjórnlagaráði að koma á málinu þegar lítið hefur þokast áfram í því, og ráðið hefur til þess fjóra daga. Eða jafn marga daga og við gáfum okkur í að velja Eurovision lagið okkar í ár. Munurinn er hins vegar sá að þá hafði Rúv unnið forvinnuna og valið úr bestu lögin til að komast áfram í sjónvarpið.

    En um að gera að leyfa Salvör að taka þátt á Skype frá einhverjum hótelbar út í heimi. Ég leyfi mér að brosa með þér 🙂

  • Vigdís Hauksdóttir hitti naglann á höfuðið í umræðunni um tillögu Þórs Saari. Svartur dagur í sögu Alþingis. Hún opinberaði með orðum sínum getuleysi þingsins til þess að gegna skyldum sínum.
    Hálft ár liðið frá því að stjórnlagaráð skilaði af sér til þingsins og tillögurnar legið þar í þagnargildi allan þennan tíma án nokkurrar efnislegrar umræðu. Málið allt eitt allsherjar klúður er haft eftir virtum lagaprófessor.
    Og klúðrið og getuleysi þingsins reynir svo virtur þingmaður að verja og gerir sig í leiðinni seka um óvandaðan og ódýran málflutnig með getgátum um hvað vaki fyrir formanni stjórnlagaráðs. Hæðni og innihaldlaust slúður er ekki við hæfi þegar sjálf stjórnarskráin á í hlut. Röksemdir og málflutningur af því tagi opinbera betur en flest annað getuleysi þingheims til þess að gegna þeim skyldum sem honum ber samkvæmt lögum.

  • Eygló Harðardóttir

    Það var kallað eftir samráði og við því var orðið, – nema núna hentar það greinilega ekki sumum. Vegna þess að þeir eru uppteknir eða samráðið er ekki eins og þeir vilja? Eða er þetta eitthvað annað líkt og ég spyr í þessum pistli?

    Mín afstaða er að ef það væri ekki boðunin þá hefði það einfaldlega verið eitthvað annað.

    Vandamálið sem stjórnlagaráðið og Alþingi stendur frammi fyrir er þessi mikla áhersla ráðsins á að allir yrðu að vera sammála.
    Út úr vinnu ráðsins kom þessa eina tillaga, að mörgu leyti góð en vegna áherslunnar á að ná samkomulagi stundum óskýr sbr. t.d. túlkun á hlutverki forsetans. Ég velti því fyrir mér hvort ekki hefði verið betra að fá ágreininginn upp á yfirborðið, helst breytingartillögur með frumvarpinu frá mismunandi hópum.

    Ég þakka jafnframt ábendingar um áhuga okkar Framsóknarmanna á að breyta stjórnarskránni. Hann hefur ekkert breyst hvað mig varðar. Ég studdi stjórnlagaþingið, kaus í kosningunum, lagðist ekki gegn stofnun stjórnlagaráðsins en hefði viljað láta kjósa upp á nýtt. Síðan hef ég viljað taka efnislega afstöðu til málsins og taldi hluta af því þetta samráðsferli við stjórnlagaráðið og þjóðina í gegnum þjóðararatkvæðagreiðslu.

  • Eygló Harðardóttir

    🙂

  • Bjarni K. Torfason

    Afskaplega finnst mér þetta nú lítið málefnalegt, Eygló. Mér hefur ekki fundist þú vera týpan sem fer í manninn í stað boltans hingað til og vona að þetta verði undantekningartilvik. Salvör setur í aðalatriðum fram sömu rök og Pawel Bartoszek, að án þess að þingið móti sér einhverja skoðun á einhverju í tillögunum, þá sé til lítils að láta Stjórnlagaráð fara yfir þetta aftur. Er það ekki bara alveg rétt?

  • Gunnar Gunnarsson

    Þetta er lágkúrulegur pistill. Salvör Nordal var glæsileg í Kastljósi í gær og á stuðning minn allan. Þér ber að biðja Salvöru afsökunar. Veldur mér líka miklum áhyggjum að þú skulir ekki sjá verkleysi Alþingis í málinu. Hvernig getur Alþingi vikið sér undan að hafa efnislega skoðun?

  • Leifur A. Benediktsson

    Hvenær hefur Alþingi unnið af heilindum fyrir sína umbjóðendur?

    Mín tilfinning gagnvart núverandi þingmönnum
    sem lofuðu öllu fögru fyrir síðustu kosningar,en undanskil 3 þingmenn Hreyfingarinnar,er að ekkert hefur í rauninni breyst.

    Svik við kosningastefnuskrár og loforð um breytt vinnubrögð á Alþingi hefur verið
    reglan frekar en undanatekingin.

    Sitjandi þing er eitt alsherjar fíaskó. Rjúfa hefði átt þing og boða til kosninga eftir að skýrsla RNA kom fram.

    Hrunverjar og kúluþegar innan þingsins eru fleiri en tölu verður á komið.

    Skýrsla RNA er risastór áfellisdómur yfir stjórnkerfinu og einstaklingum sem enn sitja sem fastast á jötunni víða innan Kerfisins.

    FLokkurinn sá til þess með utanaðkomandi hjálp að kosning til Stjórnlagaþingsins var ógild fyrir Hæstarétti.

    FLokkurinn og Hækjan vilja ENGAR breytingar til lýðræðisumbóta nema með þeirra samþykki.

    Besta leið okkar til betra samfélags og heiðarlegra,er að rasskella 4FLokkinn duglega í kosningunum 2013.

    Koma þarf á persónukjöri og banna prófkjör með öllu. Almenningur á að hafa allt um það að segja hverjir veljast til að gæta hagsmuna sinna,en alls ekki FLokkurinn.Meira af beinu lýðræði.

    Salvör Nordal er glæsilegur fulltrúi okkar sem kusu til Stjórnlagaþingsins. Henni treysti ég þúsundfalt betur til að gæta hagsmuna minna en sitjandi og óhæfu Alþingi.

    Hún nýtur persónulega meira trausts en allt sitjandi þing til samans, það er mín tilfinning.

  • Loftur Þorsteinsson

    Salvör Nordal er eins og aðrir sjálfstæðismenn með svipuna hvínandi yfir sér, og á því ekki hægt um vik að vinna sína vinnu í stjórnlaganefnd.
    Það er annars þyngra en tárum taki að horfa upp a landa sína kyssa vöndinn æ ofan í æ með því að styðja sjálfstæðisflokkinn og „stefnu“ hans. Það er þrælsins merki að líta upp til „höfðingjanna“.

  • Halldór Guðmundsson

    Með lögum nr. 108/2007 sem tóku gildi 1. nóv 2007, en með þeim lögum er MiFiD tilskipunin leidd í lög hér á landi, en tilskipunin bannar almenningi öll viðskipti við fjármálafyrirtæki með afleiður, og verðtryggt lán og gengisbundið lán, eru ekkert annað en afleiða, því það veit engin maður hver afborgun verður í framtíðinn, eða heildar greiðsla af láninu verður, sem dæmin sanna.
    Þannig að ég get ekki séð annað en verðtryggð lán og gengisbundin lán séu með öllu bönnuð almenningi frá 1. nóv 2007.

    googla(MiFiD svör við algengum spurningum)
    Spurt er hvort þingmenn hafi kynnt sér þessa tilskipun og lög 108/2007

  • Tillögur þessa svokallaða stjórnlagaréðs eru beint tilræði við íbúa landsbyggðarinnar og þar með talið Suðurkjördæmi þar sem þú ert þingmaður Eygló.Að gera landið að einu kjördæmi er það sama eins og að svifta íbúa Suðurkjördæmis sjálfræði.Þetta svokallaða stjórnlagaþing er lögleysa þar sem Hæstiréttur hafði dæmt´að þeir aðilar sem Alþingi valdi í stjórnlagaráð á forsendum þess að þau hefðu verið kosin á stjórnlagaþing, Hæstiréttur hafði úrskurðað þá kosningu lögleysu.Vonandi sjá þeir þingmann landsbyggðarinnar að sér sem styðja það að landið verði eitt kjördæmi,því það liggur ljóst fyrir að þeir eiga ekki afturkvæmt á þing að loknum kosningum.

  • Eygló Harðardóttir

    Í tillögu stjórnlagaráðs er ekki lagt til að gera landið að einu kjördæmi. Þar er lagt til jafnt vægi atkvæða og að kjördæmi geti verið allt að því átta. Ég veit ekki til þess að meirihluta vilji sé fyrir því á Alþingi að gera landið að einu kjördæmi. Hér er tillagan, http://stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/#III__kafli__Althingi

    Ég hef fyrirvara á þessari tillögu líkt og mörgu öðru í tillögum stjórnlagaráðs, en það þýðir ekki að við eigum ekki að geta rætt þessar tillögur við fulltrúa stjórnlagaráðið sem er nefnd sem Alþingi skipaði til að sinna ákveðnu verkefni.

    Líkt og við gerum alla jafna við þá sem undirbúa frumvörp fyrir Alþingi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur