Þriðjudagur 28.02.2012 - 11:03 - Rita ummæli

Ríkisstjórn og hugrekkið?

Í gær spurði ég efnahags- og viðskiptaráðherra hvað ríkisstjórnin hygðist gera varðandi ítrekaðar niðurstöður Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána.  Ég spurði hvort ráðherrann ætlar að afnema reikniregluna í lögum nr. 151/2010 sem felur í sér afturvirkni vaxtaútreikningsins gengistryggðra lána.  Ég spurði hvort ráðherrann ætlar að samræma viðbrögð á milli ráðuneyta, í stað þess að vísa bara ábyrgð frá sér milli ráðuneyta og ólíkra stofnana? Ég spurði hvort ráðherrann ætlar að tryggja gjafsókn vegna fordæmisgefandi mála sbr. frumvarp Álfheiðar Ingadóttur þess efnis,  flýtimeðferð þessara mála fyrir dómstólum sbr. þingmál mín og Sigurðar Kára Kristjánssonar eða beita sér fyrir að lögum verði breytt svo dómsúrskurður þurfi að liggja fyrir við vörslusviptingu?

Því miður var fátt um svör.

Hvernig væri nú að sýna smá kjark, smá hugrekki og fara að beita sér í þessum málum?

Smá manndóm, takk.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur