Mánudagur 19.03.2012 - 11:13 - 4 ummæli

Veðsetning framtíðartekna?

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hyggst kynna nýja fjármögnunarleið fyrir breska vegakerfið á næstunni.  Hugmyndin er að opinberir fjárfestinga- og lífeyrissjóðir geti keypt (‘lease’) ákveðna vegi með ákveðnum skilyrðum, ríkið fái fullt af pening og í staðinn fá viðkomandi sjóðir hlutdeild í bifreiðagjöldum (EN: ‘vehicle excise duty’) framtíðarinnar ef þeir uppfylla skilyrðin.  Ef þeir vilja byggja nýjar akgreinar eða nýja vegi þá gætu sjóðirnir lagt á veggjöld á vegfarendur.

Grikkir fóru þessa leið fyrir hrun, – og voru jafnvel enn þá sniðugri þar sem þeir veðsettu m.a. loft gegn framtíðartekjum ríkisins af loftferðargjöldum og nefndu skuldabréfin eftir gríska vindguðinum Aeoles.  Flott verðbréfafyrirtæki á borð við Goldman Sachs voru þeim til ráðgjafar, allt fram undir það síðasta.  Allar þessar skuldbindingar voru ekki í ríkisreikningnum og töldust því ekki með í skuldum ríkisins þrátt fyrir að ríkið væri að ábyrgjast þær og ráðstafa þar með framtíðartekjum.

Ítalía tók víst einnig þátt í þessu. Nokkur íslensk sveitarfélög tóku svona snúninga í gegnum fasteignafélög sín. Íslenska ríkið hefur verið einkar duglegt að taka á sig ýmsar skuldbindingar án þess að þess sjái stað í bókhaldinu.  Því var sérstök umræða um þær skuldbindingar á Alþingi í síðustu viku.

Áhugi hefur verið á að útvíkka þetta enn frekar m.a.  með vegaframkvæmdum, jarðgangagerð og byggingu nýs sjúkrahúss.

Við sjáum hvert þetta leiddi ýmis sveitarfélög hér á landi og Grikkland og Ítalíu.

Það getur verið mjög freistandi að fara þessa leið,  – en er það réttlætanlegt að veðsetja svona framtíðartekjur  og gera svo jafnframt ekki grein fyrir þeim í reikningum ríkisins?

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Guðsteinn Einarsson

    Er ekki búið að gera þetta í stórum stíl.
    Dvalarheimili Aldraðra, nokkrir samningar, ekki lán en skuldbindandi leigugreiðslur til 25 ára.
    Eru ekki forsendur risaspítala þessar. Lífeyrissjóðir byggi og leigji.

    Þetta fór með Álftanes og er líklega líka búið með Reykjanesbæ þar sem söluandvirði eigna fór í neyslu en ekki uppgreiðslu lána.

    Við erum sem þjóð svipaðir snillingar í fjármálum og Grikkir.

  • Alfred Jónsson

    Sæl Eygló
    Ég er alveg sammála þér. Mér finnst þú svo skynsamleg og málefnaleg oftast nær að ég skil eiginlega ekki hvað þú ert að gera í þessum popúlistaflokki. 😉

    Ég tek fram að þar með er ég alls ekki að segja að neinn af hinum sé neitt betri.

    En allt um það þá er þetta flottur pistill hjá þér, auðvitað er afar varhugavert (eða jafnvel glapræði) að veðsetja tekjur framtíðarinnar.

  • fridrik indridason

    sælar
    kominn tími til að benda á þetta mál áður en það fer út böndunum hérlendis sem annarsstaðar.
    verð að segja að þú er eini framsóknarþingmaðurinn sem virkilega rokkar.

  • Eygló Harðardóttir

    Sælir,

    já, – ég held að við vorum einmitt byrjuð á þessu fyrir hrun og virðumst ætla að halda áfram eftir hrun. Þetta er varhugavert og ég er hrædd um að eiginlega alltof freistandi fyrir stjórnmálamenn 🙂

    Alfreð, – populismi þarf ekki að vera slæmur – þegar það þýðir að við viljum hlusta á fólkið 😉

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur