Þriðjudagur 08.05.2012 - 00:15 - 9 ummæli

Hætta að rukka lán!

Varla verður komin niðurstaða varðandi ágreiningsefni um gengistryggð lán fyrr en í fyrsta lagi í haust, jafnvel ekki fyrr en um áramót.

Lítill þrýstingur virðist vera á fjármálafyrirtækin að drífa þessi mál af og koma þeim inn í dómskerfið.  Enginn hefur fengið nýjan útreikning, ekki einu sinni hjónin sem þó unnu málið fyrir Hæstarétti um ólögmæti afturvirkra vaxta.

Sagði ekki einhver að „money talks“? Kannski gerist ekkert fyrr  en þetta fer að koma verulega við buddu bankanna, greiðsluflæðið hjá þeim?

Þarf ekki að tryggja að bankarnir hætti að innheimta gengistryggðu lánin þar til niðurstöður liggja fyrir?

Hætti bara að rukka.

Er ekki mikilvægara að Alþingi einhendi sér í að stöðva innheimtu ólögmætra lána, í stað þess að þrasa út í eitt um nöfn á ráðuneytum?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Þarf ekki að tryggja rétt þeirra sem hafa greitt þessi dæmdu ólöglegu lán upp. Hver ætlar að bera ábyrgð á því að til verði innistæða hjá t.d Lýsingu þegar og ef af verður af greiðslu til lántaka.

  • Hvers vegna er þrasað á þingi um ráðuneyti og hverjir standa að því? Ef stjórnarandstaðan virðir lýðræðið, þá er hægt að leysa öll þessi mál á þingi. Þú virðist hitta sjálfa þig fyrir í þessum pistli.

  • Pétur J.

    Endurskipulagning ráðuneyta er afar miklvæg þó væri ekki nema til að rjúfa þá beintengingu sem hagsmunaaðilar hafa í dag inn í ráðuneytin.

  • Gunnlaugur Sigurðsson

    Það er rétt að mikilvægara sé fyrir ykkur sem á alþingi sitjið að hætta þessum nafnapælingum og fara vinna fyrir fólkið sem greiðir launin ykkar. Þið hafið ekki gert það í mörg ár eða áratugi.

  • Hér ber að varast fordæmið frá Avant, þar sem fjöldi viðskiptavina urðu raunverulega fyrir tjóni vegna þess að fyrirtækið átti ekki fyrir endurgreiðslu á því sem hafði verið oftekið og var sett í þrot með tapi á endurkröfum viðskiptavina áður en hræið var svo innlimað í Landsbankann.

    Þann dag varð uppnefnið „Ávant“ að réttnefni.

    Varla viljum við að ríkið verði skaðabótaskylt fyrir að vanrækja lögbundnar eftirlitsskyldur einu sinni enn? Það yrði hvorki gott til afspurnar hjá erlendum fjárfestum né heldur evrópskum stjórnvaldsstofnunum, og alveg engan veginn til þess fallið að tryggja fjármálastöðugleika á íslenska efnahagssvæðinu!

  • Gunnar Ársæll

    Innanríkisráðherra er orðin samsekur með athafnaleysi. Nú þarf bara að kæra hann. Held að alþingismenn fari alveg að verða það líka. En Ögmundur, FME, Fjármálaráðherra, eru samsek. Þetta fólk er hinir raunverulegu HELLS ANGELS.

  • Gunnar Ársæll

    Ögmundur, Steingrímur orðin samsek vegna athafnaleysis gegn fjármálafyrirtækjum.
    3. Skilyrði refsiábyrgðar samkvæmt lögum nr. 4/1963, um ráðherraábyrgð.
    3.1. Almennt um refsiskilyrði ráðherraábyrgðar.
    Refsiverð háttsemi ráðherra vegna embættisathafna eða athafnaleysis (vanrækslu) í embættisstörfum sínum varðar við ákvæði laga nr. 4/1963, um ráðherraábyrgð, og eftir atvikum við ákvæði XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi.
    Athafnaleysi ráðherra er ærandi

  • Eygló. Er ekki full ástæða til þess að taka málið upp á Alþingi og fá fram hver styrkur þess er í þágu almennings. Og þá jafnframt að leiða það í ljós hvar hin raunverulegu völd liggja í þjóðfélaginu. Hjá Alþingi og ríkisstjórn eða fjármálafyrirtækjunum.
    Almenningur veit raunar svarið og líka hver er ástæðan fyrir því að þinginu er vantreyst af 90% þjóðarinnar. En samt. Það sakar ekki að spyrja efnahags og bankamálaráðherrann um það hvar völdin liggja í þjóðfélaginu. Það verður fróðlegt að heyra svörin.

  • Halldór Björn.

    Svar óskast við því hvenær ólöglegt gengisbundið lán er í skilum?

    Síðan er rifist um hvaða reikniaðferð skuli notuð, að sjálfsögðu sömu reiknisaðferð og bankarnir nota við lán sem lenda í vanskilum.
    Svo er náttúlega alveg sama hvort lánið er til eins mánaðar, eða 10 ára, það er einfaldlega bannað að gengisbinda krónulán við erlendan gjaldmiðil, það skal miða við neysluvísitöluna, eins og hún er hverju sinni. Þetta er nú ekki neitt óskaplega flókið, best væri að senda þetta fyrir gerðadóm strax.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur