Þriðjudagur 15.05.2012 - 10:47 - 12 ummæli

Hannes um Framsóknarstefnuna

Árið 1974 skrifaði Hannes Jónsson, félagsfræðingur og formaður skólastjórnar Framsóknarflokksins, að langtímamarkmið Framsóknarstefnunnar væru:

  1. Sjálfstæði, frelsi og fullveldi íslenska ríkisins.
  2. Stjórnskipulag lýðveldis, lýðræði og þingræði.
  3. Frjálslynd umbótastefna.
  4. Dreifing valds og byggðajafnvægi.
  5. Blandað hagkerfi, þar sem samvinnurekstur er áberandi (samvinnuhagskipulag) en einkarekstur jafnframt öflugur á ýmsum sviðum og opinber rekstur í sérstökum tilvikum.
  6. Hagkvæmur og arðbær rekstur framleiðsluatvinnuveganna í höndum landsmanna sjálfra.
  7. Félagslegt öryggi á grundvelli velferðarríkis.
  8. Skipulagshyggja og áætlunarbúskapur án ofstjórnar eða hafta.
  9. Jafnvægi í efnahags- og stjórnmálum.
  10. Öflugt menningarlíf og raunhæft skóla- og vísindastarf í þágu þjóðarinnar og atvinnuveganna.

Mikið ansi hljómar þetta nú vel í eyrum þessa framsóknarmanns 38 árum síðar 🙂

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Uni Gíslason

    Sem og mín, þetta er Framsóknarflokkurinn. Þetta er flokkurinn minn og stefnan sem ég er trúr.

    Hvað fór úrskeiðis??

  • Hannes Þórisson

    Er einhver ennþá í dag sem vill meina að Samvinnurekstur sé að virka? Hvernig fór fyrir Sambandinu?

  • Sigurður E. Vilhelmsson

    Samvinnurekstur er mjög útbreitt og vinsælt rekstrarform víða um heim; á Norðurlöndum, Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum og víðar.
    http://www.go.coop/
    http://www.ica.coop/al-ica/
    http://www.uk.coop/
    http://www.coopscanada.coop/
    http://www.samvirke.org/

    Sameinuðu þjóðirnar útnefndu 2012 sem ár samvinnuhreyfingarinnar:
    http://social.un.org/coopsyear/

    Svo má til gamans geta að Sambandið er enn til og varð ekki gjaldþrota, ólíkt mörgum einkahlutafélögum. Stjórnvöld hafa hins vegar þrengt mjög að samvinnufélagsforminu hér á Íslandi undanfarin ár og áratugi og einblínt um of á hlutafélagaformið. Vonandi verður breyting þar á.

  • Hvar fannst þessa punkta?

  • Halldór Ásgrímsson
    Finnur Ingólfsson
    Sigurður Einarsson
    Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

    Halló, er einhver heima?

  • Uni Gíslason

    Samvinnurekstur virkar fínt, sbr. Coop (skandinavía, matvara), Mondragón (Spánn, iðnaður), ShopRite (BNA, matvara) og jafnvel þau kaupfélög sem þó lifa enn hér á Íslandi.

    Það hefur orðið einskonar mantra hér á Íslandi að samvinnuhreyfing sé annarsvegar eitthvað framsóknarhobbý og hins vegar ómöguleg eða á hausnum.

    Það stenst auðvitað ekki og samvinnuhreyfing er oft á tíðum frábær leið fyrir smærri samfélög til að veita nauðsynlega þjónustu og iðnað sem annað hvort hentar illa í hlutafélagsrekstri (t.d. félög sem þurfa að vaxa hægt og skila hógværum arði) eða félög sem þjóna einnig samfélagslegri þörf eða þjónustu (sbr. kaupfélög).

    Hvað sem því líður þá hefur Framsóknaflokkurinn yfirleitt (en þó lítið sem ekkert núna) verið opinn fyrir og hvatt til þeirrar sjálfsbjargarviðleitni sem samvinnufélög eru.

    Íhaldið og kratarnir hafa gert lítið úr svona félögum og snobbað sérstaklega fyrir hlutafélögum og það er jú svo að á sumum stöðum er íhaldið svo forsnobbað að það fer bæjarfélaga á milli til að þurfa ekki að versla í samvinnufélagi.

    Það væri fyndið ef það væri ekki svona sorglega smáborgaralegt.

  • Og hvar koma Finnur ingólfsson Ólafur Ólafsson Halldór Ásgrímsson Gunnlaugur M. Sigmundsson in i plannið ??

  • Þetta er falleg stefna.
    Hvernig passa markmið Sigmundar Davíðs við hana?

  • Uni Gíslason

    petur: Og hvar koma Finnur ingólfsson Ólafur Ólafsson Halldór Ásgrímsson Gunnlaugur M. Sigmundsson in i plannið ??

    Það mætti nefna fleiri í þessari upptalningu, en meining þín kemst vel til skila. Við höfum verið mjög óheppin með leiðtoga, þeirra hugmyndafræði og framtíðarsýn fyrir Framsóknarflokkinn því þeir hafa fært okkur lengra og lengra frá upprunanum oft á tíðum á þann stað þar sem fólk sér varla mun á okkur og íhaldinu.

    Margir álíta, og oft réttilega svo, að Framsóknarflokkurinn sé vettvangur til frama fyrir þá sem ekki eru nógu vel tengdir eða nógu frambærilegir fyrir xD.

    Finnur Ingólfsson var einn slíkur og þau eru fleiri dæmin.

    Eygló Harðardóttir er hinsvegar, Framsóknarkona sem skilur stefnu, sögu og tilgang Framsóknarflokksins og væru allir Alþingismenn xB á hennar plani, það væri meiriháttar fyrir flokkinn – en án þess að nefna nöfn þá finnst fleiri en einn Alþingismaður á vegum xB á Alþingi í dag sem er eða hefði getað verið einstaklingur sem íhaldið hafnaði og fann farveg í Framsókn.

  • Guðmundur

    Eygló, getur þú ekki staðið fyrir endurskoðun á lögum um samvinnufélög? Ég hugsa að það sé hljómgrunnur fyrir því í flestum flokkum. Þau sem eru nú í gildi miðast allt of mikið við kaupfélagsformið/gamla sís. Mætti færa þau nær því sem gerist í öðrum löndum og auka fjölbreytni samvinnurekstrarforma (hér er t.d. að ég held nær ómögulegt að setja upp svokallað „workers collective“, o.s.frv.).

  • Eygló Harðardóttir

    Já, það vil ég gjarnan og hef rætt það ítrekað. Því miður virðist lítill áhugi á því en ég ætla ekki að gefast upp.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur