Fimmtudagur 24.05.2012 - 08:56 - 15 ummæli

Bréf frá kjósendum…

Tölvupóstur barst í gær frá Ástu Hafberg og Addý Steinars til allra þingmanna með upplýsingum um fyrirhugaða undirskriftarsöfnun vegna kröfu um Alþingiskosningar á grundvelli vantrausts á sitjandi ríkisstjórn.  Ef ríkisstjórnin væri ekki sjálf tilbúin að víkja ætti forsetinn að víkja henni.  Jafnframt voru þingmenn  krafnir svara um hvort þeir myndu styðja vantraust á ríkisstjórnina.

Í nafni þeirra sem boða gagnsæi var lofað að birta svörin frá þingmönnum og hvort einhverjir svöruðu ekki.

Ég hef nú svarað póstinum og tel rétt að birta sjálf svar mitt.

„Sælar Ásta og Addý,

Ég og minn þingflokkur eigum ekki aðild að þessari ríkisstjórn og hún situr ekki í mínu umboði.

Ég hef rætt áður við Ástu og Rakel Sigurgeirsdóttur um að við búum við þingræði en ekki forsetaræði.  Erfiðar aðstæður og óvinsæl ríkisstjórn réttlæta ekki að þingræðinu sé vikið til hliðar, og einum manni í raun falin stjórn landsins.

Það væri fullkomlega andstætt grundvallarstefnuskrá Framsóknarflokksins þar sem segir: „Hann [Framsóknarflokkurinn] stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi.“.

Því get ég ekki undirritað þessa yfirlýsingu.

Bkv. Eygló Harðardóttir“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Kristinn J

    Já Eygló; halda bara áfram svona BLA-bla-bla

  • Alveg rétt Eygló. Þessar konur Ásta og Addý vita ekkert í hvaða leiðangur þær eru að fara. Að fela nánast einum manni alræðisvald á landinu er fáheyrt og dæmigert fyrir það lýðskrum sem við erum komin í. Þingið ræður för, þannig er það hjá okkur. Hér er ekki einræði forseta. Ég held að skuldabaslið sé um að kenna hvað margir eru orðnir gerræðislegir. En skuldavandamálið verður ekki leyst með þessum hætti.

  • Stjórnarandstæðan verður að slá á svona ruglhugmyndir, en ekki ala á þeim. Það verður að tala skýrt út um þessa hluti, nóg er Ólafur búinn að fífla með þjóðina og þingið. Jafnvel þögnin er lýðskrum. En ég þakka þér, Eygló, fyrir þessa yfirlýsingu.

  • Þetta á auðvitað að vera „stjórnarandstaðan“.

  • Hrafn Arnarson

    Forseti getur ekki rofið þing. Svo einfalt er það. Valdið er í höndum forsætisráðherra.

  • Ómar Kristjánsson

    Varðandi skuldamál, að þá er það nú þannig að það er búið með lýðskrumi að telja fólki trú um að það sé bara ekkert mál að redda þessum skuldum. Bara töfratrikk og enginn skuldar neitt! þetta er umræðan. Málið er að það er fullt af fólki sem trúir þessu. Að það eina sem komi í veg fyrir að skuldirnar hverfi barasta sé – illi SJS og vonda Jóhanna!

    Eg er ekki að djóka með þetta. Eg hef hitt og talað við margt fólk sem í alvöru trúir þessu. Própagandað og lýðskrumið hefur líka verið á þennan hátt.

    Í sjálfu sér er þetta merkilegt. Hvernig þessi skuldarumræða hefur hertekið mikið pláss og þá á þennan hátt. þ.e.a að hægt sé að afnema bara skuldir si sona ef ,,vont fólk“ standi ekki í vegi fyrir því. þetta er merkilegt félags-sálfræðilega hve þetta própaganda og lýðskrum hefur haft mikil áhrif.

    Staðreyndin er hinvegar sú, að skuldamál verða aldrei leyst. Aldrei nokkurntíman. Meðan það er einhver sem veitir lán – þá verða alltaf skuldavandræði. Að eílífu. Tal um eitthvað annað svo sem töfratrikk hér og kanína uppúr hatti þar – er lýðskrum og óábyrgur málflutningur af hæstu gráðu.

  • Jens Jónsson

    24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1

    Ég hélt í einfeldni minni að þú Eygló starfaðir fyrst og fremst eftir Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands!

    Þar á eftir kæmu allar aðrar grundvallastefnuskrár.

    Ég tel fullkomlega eðlilegt að þingmenn standi að vantrausti á ríkisstjórn sem þeir sjálfir eru andvígir ef meiri hluti kosningabærra manna fer fram á það með undirskrift.

  • Eygló Harðardóttir

    Fullt samræmi er á milli stjórnarskrárinnar og grundvallarstefnuskrár Framsóknarflokksins. Ég er ekki sammála lagatækni þar sem einstakar greinar, eða jafnvel setningar eru lesnar án þess að þess að skoða heildarlagatextann og samhengið. Í 1. gr. stjórnarskrárinnar stendur: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Forsetaræði eða nánast einræði er ekki þingbundin stjórn eða þingræði né síður er nokkuð lýðræðislegt að fela einum manni nánast alræðisvald á Íslandi.

  • Sigurjón H. Birnuson

    Þú ert svo pottþétt, Eygló. Ekki vera í Framsóknarflokknum.

  • Jens Jónsson

    11. grein
    „Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna …1) Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.“

    Jafnvel þó svo að Forsetinn geti leyst upp þingið þá hefur hann alls ekki alræðisvald því Þingið getur vikið Forsetanum frá ef það hefur meirihluta þjóðarinar með sér þetta er gert til þess að tryggja Lýðræði, ekki þingræði og ekki forsetaræði.
    Stjórnarskráin tryggir að hvorki þing né forseti geta farið með völdin sem þjóðin felur þeim að eigin vilja.

    Ég tel að þingmenn ættu að lesa Stjórnarskránna oftar en stefnuskrá eiginn flokks enda sverja þeir eið að Stjórnarskránni.

  • Jón Halldór

    Sem betur fer er fullt af fínu og velgerðu fólki í öllum stjórnamálaflokkum. Eygló harðardóttir stendur framarlega í þeim hópi, vegna þess að hún lætur aldrei tilboð um vinsældir með lýðskrumi freista sín.

  • Gunnar S Gylfason

    segjum að það safnist mjög margar undirskriftir – á þá að hunsa það ?

    en ég sé ekki að forsetin sé með alræðisvald ef það eru bakvið það vald undirskriftir þúsunda íslendinga sem styðja það að stjórnin fari frá, stjórn sem laug sig til valda og hefur ekki staðið við neitt af því sem hún lofaði og staðið með fjármálaelítunni á kostnað hins venjulega íslendings.

  • Ásta Hafberg

    http://thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/entry/1241405/
    Sæl Eygló, við báðum þig um að svara út frá spurningunum sem við sendum þér og öllum þingmönnum um ef að þingmaður bæri fram vantraust hver þín afstað yrði.
    Spurningarnar koma fram í blogginu mínu sem ég viðhefir hér.
    Kær kveðja
    Ásta

  • Eygló, þú ert of góð fyrir Framsóknarflokkinn. Einn vandaðisti þingmaður stjórnarandstöðunnar og þó víðar væri leitað. Ekki láta lýðskrumara eins og Ástu Hafberg draga þig af réttri leið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur