Umboðsmaður skuldara upplýsti nýlega velferðarnefnd um helstu ástæður þess að skuldarar fá synjun um greiðsluaðlögun hjá þeim. Stofnunin synjar um greiðsluaðlögun á grundvelli 6. gr. laga um greiðsluaðlögun og þann 29. maí höfðu 372* mál fengið synjun um greiðsluðlögun.
1. mgr. segir að umboðsmaður skuldara verður að synja um heimild til greiðsluaðlögunar ef:
a. fyrirliggjandi gögn sýna ekki fram á að skuldari uppfylli skilyrði laga þessara til að leita greiðsluaðlögunar, = 38
b. fyrirliggjandi gögn gefa ekki nægilega glögga mynd af fjárhag skuldara eða væntanlegri þróun fjárhags hans á tímabili greiðsluaðlögunar, = 132
c. aðstæður við stofnun skulda eða síðari ráðstafanir skuldara benda ótvírætt til þess að hann hafi hegðað sér á óheiðarlegan hátt til þess að geta leitað greiðsluaðlögunar, = 2
d. skuldari hefur af ráðnum hug eða með grófri vanrækslu veitt rangar eða villandi upplýsingar um aðstæður sem eru mikilsverðar í málinu, = 0
e. skuldari hefur áður fengið samþykkta greiðsluaðlögun eða nauðasamning til greiðsluaðlögunar. Þó er umboðsmanni skuldara heimilt að samþykkja umsókn í slíkum tilvikum ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. = 2
Samtals = 174
Síðan er umboðsmaður skuldara með heimildarákvæði til synjunar skv. 2. mgr. ef „…óhæfilegt þykir að veita hana.“
Til grundvallar synjun skal meta eftirfarandi:
a. stofnað hafi verið til meginhluta skuldanna nýlega og ekki sé um að ræða eðlilega lántöku til endurfjármögnunar eða öflunar nauðsynlegs íbúðarhúsnæðis, = 3
b. stofnað hafi verið til skulda á þeim tíma er skuldari var greinilega ófær um að standa við fjárhagsskuldbindingar sínar, = 54
c. skuldari hafi hagað fjármálum sínum á verulega ámælisverðan hátt eða tekið fjárhagslega áhættu sem ekki var í samræmi við fjárhagsstöðu hans á þeim tíma sem til fjárhagsskuldbindingarinnar var stofnað, = 83
d. skuldari hafi bakað sér skuldbindingu sem einhverju nemur miðað við fjárhag hans með háttsemi sem varðar refsingu eða skaðabótaskyldu, = 104
e. skuldari hafi efnt til fjárfestinga sem hefðu verið riftanlegar við gjaldþrotaskipti eða gert ráðstafanir sem hefðu verið riftanlegar, = 11
f. skuldari hafi á ámælisverðan hátt látið undir höfuð leggjast að standa við skuldbindingar sínar eftir því sem honum var framast unnt, = 17
g. skuldari hafi á ámælisverðan hátt stofnað til óhóflegra skuldbindinga eða skuldir hans eru þess eðlis að bersýnilega sé ósanngjarnt að heimild til greiðsluaðlögunar nái til þeirra. = 15
Samtals = 287
Við setningu laganna voru nokkrar áhyggjur af misnotkun á greiðsluaðlöguninni og því þótti rétt að setja inn matskennd ákvæði til að heimila synjun. Umboðsmaður skuldara virðist svo nýta heimildarákvæðin meira en hin ákvæðin.
Væntanlega er því eina úrræði þess fólks sem fær synjun hjá umboðsmanni skuldara að fara í gjaldþrot.
*Stundum byggist synjun á fleiri en einum staflið laganna og því er heildarsamtalan hærri en fjöldi mála.
„c. skuldari hafi hagað fjármálum sínum á verulega ámælisverðan hátt eða tekið fjárhagslega áhættu sem ekki var í samræmi við fjárhagsstöðu hans á þeim tíma sem til fjárhagsskuldbindingarinnar var stofnað\“
Umboðsmaður skuldara miðar við í þessum tilvikum að skuldari hafi átt að sjá hrunið fyrir en ekki lánveitandi.
Menn hugs of mikið um að hann Gunni ríki í næsta húsi fái sko alls ekki aðlögun þar sem hann hefur hegðar sér einsog asni. Í framhaldinu setja menn svo inn matskend atriði til að koma í veg fyrir að hanna Gunni fái skuldaniðurfellingu. Sem verður svo til þess að ákvæðin eru nýtt til að hafna stórum hluta af þeim sem sækja um á matskendan hátt. Menn verða bara að sætta sig við að Gunni ríki fái niðurfellingu ef það á að takast á ná utan um þessi mál. Í dag er eina leiðin sem virkar er gjladþrot fyrir þá sem eiga í vanda.
Svo má bæta því við að manneskja sem þarf að greiða 90 þúsund af íbúðarláni OG hefur gert af atvinnuleysisbótum er ekki talin hafa ráð á að borga slíkt þó hún hafi hækkað um 80 þúsund við að fá vinnu. Skv. Umboðsmanni skuldari á viðkomandi að selja íbúð sína og þar sem ljóst er að hún hafi ekki efni á að fara á frjálsan leigumarkað er henni bent á að fara í félagslega kerfi og finna sér íbúð þar! Þegar þeim var bent á langan biðtíma þar var svarið; getur þú ekki búið hjá ættingjum á biðtímanum??? 2-3 ár n.b.! Þessi umboðsmaður skuldara er bara grín og ekki er ætlast til að hann hjálpi nokkurri manneskju sem virkilega þarf á því að halda.
Bara eitt gimmikið enn hjá Jóhönnu og Co.
Hef þá reynslu af UMS, að mín höfnun var orðuð þannig að ég væri eiginlega ekki í nógu vondum málum – bara með eitt lán. (!)
Tókst að selja – sem er auðvitað engin „lausn“ fyrir einstaklinginn, sem vísast getur ekki bara flutt inn til mömmu, eða þá í hina íbúðina sína – en kannski lausn fyrir statistíkina – another one bites the dust.
Sæl Eygló, það er kannski í lagi í þessu samhengi að halda til haga að synjanir eru um 10% af öllum ákvörðunum í greiðsluaðlögunarmálum. Mikill meirihluti umsækjanda hefur fengið samþykki.
Takk fyrir þetta, Svanborg, bkv. Eygló
Eitt hérna off topic
Ertu til í að upplýsa okkur hvar frumvarp þitt um að birta afskriftir er statt í þinginu?
Ég treysti því að þingið fari ekki í frí fyrr en þetta mál hefur verið samþykkt. Fínt væri að mörkin yrðu dregin við 10 millj. en ekki 100.
Eins var með mig og Dísu – skulda ekkert nema stökkbreytt sjúkt íbúðarlán sem nb. var tekið 2004 og var ÞÁ eingöngu 30% af verðmati íbúðarinnar – restina átti ég í beinhörðum peningum. Ég skulda ekki nóg – umboðsmaður var tilbúin að ræða yfirdrátt og visaskuldir en íbúðina átti ég að selja og standa uppi eignalaus – ekki ofgóð til að leita til ættinga og fá að kúra í ár eða meir þar til ég hugsanlega mögulega fengi íbúð í félagslega kerfinu. Sú íbúð mundi svo kosta mig sennilega um 80 þúsund á mánuði. Þetta fólk er bara gersamlega veruleikafyrrt og koma hér fram og segja að flestum þeim sem neitað sé, séu eitthva’ „óráðsíu“ fólk er bara lygi. Flestum sem neitað er um NIÐURFELLINGU hluta af skuldinni erum við með innan við 300 þúsund á mánuði og lán innan við 20 milljónir.
Hvað hafði mörgum málum verið lokið með jákvæðri afgreiðslu á sama tíma og þessum 372 var synjað?
Það læðist að manni sá grunur að með þessum svörum sé hægt að synja öllum — allir sem þarna leita haf skuldsett sig umfram getu og skynsemi — svo mikið er víst. Þó svo viðkomandi hafi væntanlega ekki getað annað á þeim tíma.
Ég ætla rétt að vona vegna trúverðuleika Umboðsmanns skuldara að margfalt fleiri en 372 hafi fengið jákvæða lokaafgreiðslu á þessum tíma.
Því hefur verið haldið fram að þessi kona sem fer með embættið sé bara þjónn bankanna og peningavaldsins, aðeins ef margfalt fleiri hafa fengið jákvæða niðurstöðu á sama tíma getur það talist rangt mat á konunni.
Helgi, staðan í dag er þannig að 2.759 hafa fengið samþykki, 390 hefur verið synjað og 307 hafa afturkallað umsókn sína að eigin frumkvæði. Samtals er því búið að taka afstöðu til 3.459 umsókna og hefur 80% þeirra verið samþykktar.
Svanborg gæti kannski upplýst okkur hvernig þetta skiptist á milli lánveitenda – allra – líka sparisjóða og Dróma.
Svanborg:
Hvernig skiptast niðurfellingar á banka, Dróma, sparisjóði og íbúðalánasjóð.
Ertu komin í frí? spurning mín hér að ofan skiptir miklu máli og dagljóst að fólk mætir gífurlegri mismunun eftir því hvar það hefur bankaviðskipti. Þessi spurning er því nauðsynleg þó efalaust sé hún einka óþægileg. Kannski verð ég bara að senda hana á DV eins og öll „óþægileg“ mál hér í þjóðfélaginu.
Nei – átti ekki von á að fá svar við þessu enda viðkvæmt mál. Búinn að senda á DV