Þriðjudagur 17.07.2012 - 12:59 - 1 ummæli

Um lýðræði og samvinnu ’48

Góður félagi sendi mér nokkrar ályktanir frá þingi Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) árið 1948.

Þær hljóma ágætlega í mín eyru árið 2012.

„Fjórða þing Sambands ungra Framsóknarmanna lýsir yfir því, að það telur höfuðnauðsyn að efla lýðræðið og treysta máttarstoðir þess svo sem verða má, svo sem rétt þegnanna til hugsanafrelsis, félagafrelsis, menntunar, atvinnu og lífsframfærslu og leggja áherzlu á skyldu þeirra til þess að inna af hendi hver þau þjóðnytjastörf, sem að kalla hverju sinni, og hlýðnast lögum og stjórnarskrá landsins.

Sambandsþingið telur, að andi þessarar stefnuskrár náist bezt á grundvelli samvinnustefnunnar þar sem hún sameinar ábyrga og réttmæta hluttöku einstaklingsins í stjórn og árði fyrirtækja og framleiðslu og fyrirbyggir óeðlilegt vald og gróða einstakra manna. Telur þingið höfuðskilyrði fyrir almennri velmegun og eðlilegum viðgangi atvinnuveganna, að þáttur samvinnunnar í verzlunarmálum og atvinnulífi þjóðarinnar verði efldur sem mest, og nái til sem flestra sviða þjóðlífsins.

Þinginu er ljóst að jöfnuður og gagnkvæmur skilningur og traust milli stétta og héraða er skilyrði vinnufriðar og samstarfs í landinu, en til þess að svo geti orðið er óhjákvæmilegt að afnema stórgróða og forréttindi einstakra manna og stétta og að jafna stjórnarfarslega og fjárhagslega aðstöðu hinna ýmsu landshluta og Reykjavíkur.“

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Eyjólfur Kristjánsson

    Og hvernig kemur einhverskonar samvinnustefna fram í stefnu eða framkvæmd Framsóknarflokksins, s.l. áratugi? Hafa verið stofnuð einhver samvinnufélög um verslun eða framleiðslu? Unnið að stofnum fyrirtækja í eigu starfsfólks? Fyrirtækjalýðræði? Aðgerðir til „afnema stórgróða og forréttindi einstakra manna og stétta“, jafnvel „Framsókargreifa“?
    Nei, ég hélt ekki.
    Ef þú trúir að einhverju leiti á þessar hugmyndir, eins og mér sýnist þú gera, þá ertu ekki í réttum félgasskap.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur