Mánudagur 24.09.2012 - 10:36 - 3 ummæli

1. sæti í Suðvesturkjördæmi

Að vel ígrunduðu máli hef ég tekið ákvörðun um að gefa kost á mér í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar.

Suðvesturkjördæmi og áður Reykjaneskjördæmi hafa átt öfluga fulltrúa úr framvarðasveit Framsóknarflokksins um langt skeið. Það er mikilvægt að svo verði áfram og að forysta framsóknarmanna verði leiðandi á framboðslistum flokksins á höfuðborgarsvæðinu í næstu Alþingiskosningum.

Þessi ákvörðun er ekki auðveld, því eftir tæplega 10 ára starf með framsóknarmönnum í Suðurkjördæmi hef ég eignast þar fjölmarga vini og mikla stuðningsmenn. Þeim vil ég þakka það óeigingjarna starf sem þeir hafa unnið fyrir flokkinn og veit að þeir virða þessa ákvörðun mína.

Jafnframt vona ég að Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi taki mér jafn vel og íbúar Suðurkjördæmis hafa gert og treysti mér fyrir þeirri miklu ábyrgð sem felst í að leiða lista flokksins í þessu fjölmennasta kjördæmi landsins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Sæl Eygló, til hamingju með þessa ákvörðun hjá þér.

    Er verið að rýma fyrir combacki hjá Guðna Ágústsyni ?
    Er nokkuð viss um að þú verður á þingi eftir næstu kosningar en spurningin er hvort margir „nýjir“ fylgja þér.
    Gangi þér vel

  • Jón Ólafs.

    Velkomin í Suð-Vestur kjördæmið.

    Nú verður að fynna einhverja leið til að verðtryggingin fái flýtimeðferð, fyrir dómstólum, því það er alveg kristal tært, að vinstri helferðarstjórnin, mun reyna að tefja þetta sem mest þau geta.
    því það er vandfundin vara sem er meiri afleiða en verðtryggt lán.
    Og verðtryggt skuldabréf sem getur gengið kaupum og sölu, getur ekki verið neitt annað en verðbréf, annað væri hártogun. ( vlfa.is)
    Þetta er mjög einfalt, spurningin er, er verðtryggt lán afleið eða ekki, og þetta ætti ekki að taka marga mánuði.

  • Guðný Ármannsdóttir

    Ég vildi sjá fleira skynsamt fólk eins og þig í efstu sætunum í öllum kjördæmunum

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur