Mánudagur 22.10.2012 - 10:02 - 4 ummæli

Að leita réttar síns

Frá því að ágreiningur kom upp um lögmæti gengistryggingar hafa æðstu ráðamenn landsins sagt dómstólana vera einu leið almennings til að fá leiðréttingu sinna mála.

Gylfi Magnússon, fv. efnahags- og viðskiptaráðherra sagði  í viðtali á Bylgjunni 10. september 2009: „Ja það hefur nú verið gengið út frá því til þessa að þessi erlendu lán hafi verið lögleg en ef ef einhverjir halda öðru fram og geta fært rök fyrir því að þá er það mjög eðlilegt úrlausnarefni fyrir dómstóla, það er þá bara réttarágreiningur og dómstólar eru til að skera úr honum.“

Í umræðum á Alþingi þann 16. feb. 2012 talaði Árni Páll Árnason, fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra, meðal annars um að alla tíð hefði verið vitað að óvissa væri um ákveðin atriði og dómstóla hefði þurft til að eyða þeirri óvissu að fullu.

Þannig hafa stjórnvöld ítrekað vísað fólki á dómstóla til að leita réttar síns. Fyrst til að fá staðfestingu á ólögmæti lánanna og svo til að láta reyna á hvort reikna mætti vexti afturvirkt.

Næst á dagskrá er spurningin um hvort neytendalög eigi við lán neytenda eða ekki.

Er ekki kominn tími til að stjórnvöld fari að segja fjármálafyrirtækjunum að leita réttar síns, ef þau eru eitthvað ósátt við túlkun lánþega og Hæstaréttar á lánaskilmálum sk. gengistryggðra lána?

Og hóta þeim dráttarvöxtum og frekari málaferlum ef þau spýti ekki í lófana við endurútreikninginn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Magnús Björgvinsson

    Hvernig gera stjórnvöld: „Og hóta þeim dráttarvöxtum og frekari málaferlum ef þau spýti ekki í lófana við endurútreikninginn“ Þurfa stjórnvöld ekki að eiga aðild að lánum til að geta hótað fjármálafyrirtækjum dráttarvöxtum? Og til að hafa aðgang að því að skipta sér beint að þessum málum þá þyrftu stjórnvöld væntanlega að taka þessi lán yfir eða gera eignarnám í þeim. Hugsanlega hægt að hóta einhverjum sköttum á það sem skv. hæstarétti er oftekið en er það ekki Alþingis að gera það?

  • Sverrir Kr. Bjarnason

    „Er ekki kominn tími til að stjórnvöld fari að segja fjármálafyrirtækjunum að leita réttar síns, ef þau eru eitthvað ósátt við túlkun lánþega og Hæstaréttar á lánaskilmálum sk. gengistryggðra lána?

    Og hóta þeim dráttarvöxtum og frekari málaferlum ef þau spýti ekki í lófana við endurútreikninginn.“

    Góð hugmynd Eygló!!!

  • Halldór Guðmundsson

    Mér er fullkomlega óskyljanlegt, að skilja hvernig ólöglegt gengistryggt lán fari að því að vera í skilum, bíð eftir lögskíringum dómstóla á því.

    En nú verður að fást flýtimeðferð fyrir verðtrygginguna í gegnum dómskerfið,
    því ekki er hægt að komast að annari niðurstöðu, en þeirri að öll fasteignaviðskipti, stöðvist þar til niðurstaða fæst.

  • Logi Björnsson

    Hefur þing (þingmenn, nefndir etc) kynnt sér hvort og þá hvaða vextir verða notaðir þegar það kemur að því að bankarnir greiði tilbaka til þeirra sem eiga pening inni en hafa samt þurft að borga samkvæmt útreikningum sem Hæstiréttur hefur þegar dæmt ógilda?

    Ef ég hefði ekki greitt bankanum skuld síðan í febrúar (minnir að dómurinn féll þá) þá myndu líklegast töluverðir vextir og kostnaður falla á mig. Mun sama gilda fyrir endurgreiðslur frá bönkunum eða er nóg fyrir þá að endurgreiða aðeins upp á krónu það sem þeir innheimtu aukalega?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur