Leiguverð á stúdentaíbúðum mun hækka vegna nýrrar byggingareglugerðar, skv. ályktun Stúdentaráðs.
Í vor hafði ég töluverðar áhyggjur af þessu og spurði ráðherra húsnæðis- og skipulagsmála um stöðuna. Velferðarráðherra sagði að 900 manns væru á biðlista eftir húsnæði og mikil eftirspurn væri eftir litlum og/eða einstaklingsíbúðum í Reykjavík. Umhverfisráðherra taldi að byggingareglugerðin ætti ekki að vera nein fyrirstaða við það að byggja ódýrt og einfalt húsnæði fyrir námsmenn. Því til viðbótar kom fram í svörum hennar að mikið samráð hafi verið haft við byggingafélög námsmanna við gerð byggingareglugerðarinnar.
„Í byggingarreglugerð eru sérákvæði um íbúðir og heimavistir fyrir námsmenn. Haft var samráð við byggingarfélög námsmanna við vinnslu reglugerðarinnar og eru ákvæði hennar í samræmi við þær tillögur sem þaðan bárust. Töluvert er dregið úr kröfum um lágmarksstærðir námsmannaíbúða frá því sem gilti samkvæmt almennum ákvæðum eldri byggingarreglugerðar og tekið tillit til sérstöðu þessa húsnæðis. …Við ákvörðun um framangreindar lágmarksstærðir var tekið mið af óskum byggingarfélaga námsmanna og þeirra mati á því hvað væri hæfilegt. Verður því ekki séð að ákvæði byggingarreglugerðar um lágmarksrýmisstærðir komi í veg fyrir að unnt sé að byggja lítið, einfalt og ódýrt húsnæði fyrir námsmenn.“
Því spyr ég: Var ekki haft þetta mikla samráð við byggingafélög námsmanna? Vissu menn ekki að ný lög og reglugerð myndu leiða til hækkunar á byggingakostnaði?
———-
Ég hef skrifað aðeins um húsnæði fyrir námsmenn, – enda mikill skortur á námsmannaíbúðum um land allt, þó hann sé mestur í Reykjavík.
Hér má finna vangaveltur mínar um stærð á námsmannaíbúðum – sk. Pyttehus.
Mikið af góðum athugasemdum bárust frá lesendum sem leiddu til þessa pistils um leiguíbúðir almennt.
Hér er svar velferðarráðherra um stöðu húsnæðismála námsmanna.
Hér er svar umhverfisráðherra um möguleikann á að byggja einfaldara, minna og ódýrara húsnæði.
Hugleiðingar um námsmannaíbúðir er verðugt viðfangsefni. Þess utan má spyrja: Hvar eru þingmenn Framsóknar þessa dagana og hvað eru þeir að bardúsa? Að vísu er í fréttum innanflokksmeinið í norðaustri en að öðru leyti þögnin ein. Ekkert sem hönd á festir um dóm Hæstaréttar frá í febrúar. Þar hafa Helgi Hjörvar og Guðlaugur Þór tekið forystuna. Engar hugmyndir um þróun atvinnumála. Ekki orð um verðtrygginguna og þann skaða sem hún veldur heimilunum í landinu. Ekkert um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Ekkert um skilanefndir bankanna, vogunarsjóðina og þær hættur sem þar kunna að leynast.
Þannig er það á flestum sviðum sem einhverju máli skipta fyrir landsmenn. Framsókn er ekki með í umræðunni og hvað þá tekið forystu í málum sem varða hagsmuni fólksins í landinu.
Það gengur ekki á kosningavetri að dútla í smámálum og eyða öllu púðrinu í innanflokkserjur og framapot. Ef flokkurinn á að eiga eitthvað erindi í næstu kosningum verður hann að stíga fram samhentur með öflug og sannfærandi stefnumið og fylgja þeim eftir. Ekki aðeins mánuði fyrir kosningar heldur frá og með deginum í dag.
Merkilegt hvað íslendingar þurfa að búa mun stærra og flottara en aðrar þjóðir að mati yfirvalda.
Ég er nú orðin fimmtug og þarf í sjálfu sér ekki sér geymslu ef ég er með gott skápapláss, mér myndi alveg duga að vera með þvottavél í eldhúsi eða á baðinu.
Má samt ekki búa í geymslulausri íbúð og ef íbúðin yfir ákveðinni stærð þá þarf líka að vera sér þvottahús.
Þó ég búi ein eða með einum ungling þyrftu að vera 2 WC ef íbúðin yfir ákveðinni stærð þó svo aldrei þyrfti að nota annað þeirra.
Held að við séum alveg að tapa okkur í forsjáhyggju.
Það hlýtur að vera gott að líta á lausnir annarra. Í háskólabænum Dundee í Skotlandi eru margs konar lausnir fyrir stúdenta. T.d. nokkrar raðhúsalengjur með 4 eða 6 svefnhergjum með skrifborði. Sameiginlegt eldhús, stofa og salerni. Auk þessa var aðgangur að þvottavélum fyrir allt raðhúsahverfið. Þar að auki stúdentagarðar og íbúðir sjá http://www.dundee.ac.uk/accommodation/newstudents/location/
Einni spurningu er ósvarað í umræðunni um stúdentaíbúðir og leiguíbúðir almennt :
Hver á að byggja þetta ódýra húsnæði sem allir vita að vantar svo sárlega ?
Er það “ The free Market “ ?
Húsnæðismarkaðurinn er í eðli sínu fákeppnismarkaður og lýtur svipuðum lögmálum og Td raforku eða olíumarkaðurinn.
Tveimur árum eftir „Samkeppnisvæðinguna“ á Sænskum raforkumarkaði tvöfaldaðist raforkuverð víða þar í Landi.
Sama gerðist á þarlendum húsnæðismarkaði eftir að „Miljonprogrammet“
Var lagt niður. Á innan við tveimur áratugum hækkuðu búsetuíbúðir frá verði sem samsvaraði nokkrum mánaðarlaunum upp í Mörg árslaun.
Þegar sænsk Pólítík tók hægri beygju töldu menn að húsnæðismarkaðurinn sæi best um sig sjálfur, Byggingarerktakar sæju um að útvega ódýrar og hentugar leiguíbúðir fyrir Námsmenn og almenning.
Þetta reyndist Útópía þegar upp var staðið. Bygging leiguíbúða lagðist nánast af. Það Litla sem byggt var er alltof dýrt fyrir almenning.
Hringurinn er að lokast og Pólítískar raddir um nýtt Miljónaprógramm verða æ háværari.
Á Íslandi gilda sömu lögmál, þar var nýlega blásin upp ein svæsnasta fasteignabóla sem sést hefur á byggðu bóli.
Enn má þó segja að Íslenska fasteignabólan lifi góðu lífi, hún hefur bara skipt um nafn og fært sig yfir á leigumarkaðinn. Íslensk pólítík virðist vera algjörlega máttvana andspænis þessu fyrirbæri.
Á nokkurra ára fresti eru gerðar kannanir og skrifaðar greinar um hvað vantar margar leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðið. Í síðustu könnun skipti talan fleiri þúsundum, og fer hækkandi. Það er búið að kanna þennan markað sundur og saman.
Að öðru leyti virðast Íslenskir stjórnmálamenn ennþá bíða eftir að húsnæðiseklan á Íslenskum leigumarkaði leysist af sjálfu sér.
Eða kannski með aðkomu sömu markaðsafla sem nú þegar útvega okkur
Ódýra matvöru, Bensín, osfrv .. ?
Ég er sammála öllu því sem Bjarnveig segir. Ég held að þeir sem eru að ákveða að það verði að hafa þetta og hitt rýmið ákveðið stórt hafi ekki minnsta vit á því hverju ungt fólk í dag er að kalla eftir. Að hafa eins og Bjarnveig segir kröfu um sérstaka geymslu af lágmarks stærð þýðir einfaldlega vannýttir fermetrar sem fólk er að borga fyrir dýrum dómum. Að krefjast t.d. 3.5 fm geymslu hækkar verð á lítilli íbúð um heila milljón. Það þyrfti að taka þessar forsjárreglugerðir og hreinsa verulega til í þeim.
Ef umhverfisráðherra heldur að svona reglugerð sé því ekki til fyrirstöðu að byggt sé ódýrt og einfallt þá ætti hún að kynna sér málið aðeins betur.