Miðvikudagur 31.10.2012 - 09:19 - 11 ummæli

Viðbrögð við gengistryggingardómum

Fullkomin óvissa hefur verið uppi um úrlausn á ágreiningi um gengistryggð lán. Mikilvægt er að eyða þeirri óvissu sem fyrst.

Allir verða að hafa hagsmuni af því að ljúka málinu og fá niðurstöðu um endurútreikning gengistryggðra lána. Þann hvata hefur vantað og ferlið dregist von úr viti, jafnvel þannig að hagsmunir fjármálafyrirtækjanna hafa legið í að draga málin á langinn og þreyta lántakendur.

Því hyggst ég leggja fram lagafrumvarp þess efnis að lántakar hafi rétt til að greiða af lánum sínum með föstum greiðslum sem nema 5.000 kr. af hverri upprunalegri milljón lánsins og teljist því í skilum uns niðurstaða liggur fyrir í Hæstarétti um hin ýmsu ágreiningsefni.   Jafnframt er ítrekaður sá skilningur að lántaki getur aldrei hafa verið í vanskilum með lán eða lánasamninga, sem þessi lög taka til, þar sem þau hafi verið með ólögmæta skilmála. Inni lántaki af hendi að lágmarki þá greiðslu sem hér er lagt til, telst hann vera í fullum skilum með afborganir af láninu.

Fjármálafyrirtækin þurfa að leggja fram tryggingar fyrir hugsanlegum ofgreiðslum til lántaka annars muni viðbótar greiðslur leggjast inn á handveðsreikning í  Seðlabanka Íslands.  Er þetta lagt til í ljósi reynslunnar af nauðasamningum Avant.

Jafnframt er lagt til að dráttarvextir reiknist af ofgreiddum kröfum 30 dögum eftir gildistöku laganna.  Lántakar munu ekki þurfa að senda sérstakt kröfubréf þess efnis.

Að lokum er lagt til að fjármálafyrirtæki verði skylduð til að láta viðskiptavini sína fá upplýsingar um greiðslusögu lána og forsendur endurútreiknings ef viðskiptavinurinn þess óskar.  Þetta er gert í ljósi þess að ábendingar hafa borist um að beiðnum þess efnis hafi verið hafnað.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Svo gott sem þetta nær. En geta svona lög verið afturvirk?

  • Það eru fjölmargir lántakar þessara lána sem ekki hafa getað staðið í skilum, jafnvel allt frá hruni, né eygt nokkurn möguleika á að koma þessum lánum í skil miðað þær aðstæður sem hafa verið uppi. Ég get séð fyrir mér að þeir lántakendur sem þannig er ástatt með geti þá loks séð til lands og komið lánum sínum í skil miðað við forsendur þessa lagafrumvarps eins og þær eru tilgreindar í þessum pistli. Því vona ég að þú leggir þetta frumvarp fram sem allra fyrst og það verði að lögum fyrir jól með samþykki yfirgnæfandi meirihluta alþingis.

  • Það er fagnaðarefni að brugðist sé við þeirri stöðu sem uppi hefur verið frá 16. júní 2010. En það þarf að bregðast við með réttum hætti.
    Forsenda þess að hægt sé að styðja lagasetningu sem þessa, er að ákvæði um reiknireglur vaxta áður gengistryggðra lána, sbr. 151/2010, verði felld brott.
    Með því móti eru fjármálafyrirtæki skyldug til að endurreikna öll lán sem lögin taka til miðað við samningsvexti.
    Lög 151/2010 eru eina heimildin sem fjármálafyrirtæki hafa til að krefjast seðlabankavaxta og því hlægilegt að forsætisráðherra berji sér á brjóst og skammi fjármálafyrirtækin fyrir það að fara eftir lögum sem hún sjálf setti.
    Sé þetta ákvæði ekki fellt út, þá verður önnur lagasetning um málið tilgangslaus.
    Bendi af því tilefni á memo sem skilað var til nefndarmanna efnahags og viðskiptanefndar frá Samtökum lánþega eftir Borgarbyggðardóminn.

  • Það er búið að dæma að lög 151/2010 eru ekki afturvirk, og jafnvel þó þau væru það þá stæðist það ekki stjórnarskrá. Þannig er ekki hægt að segja að neinum heimilt að byggja efturvirkan endurútreikning á þeim lögum. Reyndar er reikniaðferðin sem var fallist á í Borgarbyggðardómnum þannig, að lög 151/2010 hafa nákvæmlega engin áhrif á útreikninginn, heldur var niðurstaðan á sama veg og hefði orðið samkvæt eldri vaxtalögum.

    Meginrökin fyrir afnámi laga 151/2010 hljóta að vera að þau eru óvirk og gagnslaus. Endurútreikningar kenndir við þau eru einfaldlega ekki í samræmi við þau lög og hafa aldrei verið. Það hefur ekkert með lögin sjálf að gera heldur er um að ræða brot á þeim. Meginhluti kostnaðarauka sem féll til við þessa endurútreikninga hafði ekkert með lög 151/2010 að gera heldur misbeitingu 3-4. gr. og ekki síst 12. gr. vaxtalaga án þess að fyrir því væru nokkrar heimildir. Þessum greinum var EKKI breytt með lögum 151/2010 heldur standa þær óbreyttar eins og þær hafa verið frá árinu 2001 þegar vaxtalögin voru sett og gengistrygg gerð óheimil.

  • Halldór Guðmundsson

    Það verður fróðlekt að fylgjast með hvernig ríkistjórnin tekur á þessu, ég er ekki of bjartsýnn, því fjögur ár er langur tími, og Skjaldborgin var reyst um fjármálastofnanir, en ekki heimilin eins og lofað var fyrir kostningar.

    En það mætti bæta við einni málsgrein, að verðtryggingin fái flýtimeðferð í dómskerfinu, því fyrr verður ekki hægt að hefja uppbyggingu á fyrirtækjum og heimilum landsmanna.

  • Gera þingmenn sér grein fyrir hversu ótrúlega skemmandi áhrif þetta gengislánadæmi hefur verið?

    Efnahagsreikningum einstaklinga og fyrirtækja hefur verið haldið í mjög mikilli óvissu vegna þessa klúðurs. Lítil sem engin fjárfesting verður þá hjá fyrirtækjum og einkaneysla almennings verður lægri en ella. Eina sem hefur haldið henni uppi er viðbótarsparnaður þess.

    Atvinnuleysi, bæði skammtíma- og langtímaatvinnuleysi, með tilheyrandi kostnaði fyrir hið opinbera ásamt lægri tekjum þess, væri því mun lægra á þessum tímapunkti ef það væri ekki fyrir þetta klúður. Og vegna þessa klúðurs og háa atvinnuleysis er gæðafólk með mikla og góða menntun að flýja landið og kemur ef til vill ekkert aftur í bráð. Ömurlegt ástand.

    Fjármálafyrirtæki vissu af því allan tímann að þessar lánveitingar væru ólögmætar en komust upp með það vegna andvaraleysis (lesist spillingar) hins opinbera. Nú komast fjármálastofnanir upp með að tefja þessi mál fram í hið óendanlega vegna andvaraleysis hins opinbera (lesist spillingar). Já, það er gott að græða.

    Þingmenn hafa nú vælt um að það sé mikilvægt að leiðrétta þessi lán í ótal mörg misseri. Ekkert gerist. Fjármálafyrirtækin ráða augljóslega ferðinni, 10 ára barn sér það.

    Hættið nú að segja hversu mikilvægt það er að létta af óvissu þessara mála og gerið eitthvað í því. Og ekki gera eitthvað sem myndi flækja málin aftur, vandið ykkur.

  • þetta er i besta falli tilraun til ad sækja atkvædi i komandi kosningum.Var hægt ad gera fyrir longu sidan.Og hvad med verdtryggd husnædislan.

  • Sigurður #1

    þetta er algert bull.

    Það er löngu tímabært að hætta þessu rugli, hætta að borga af þessum lánum.

    Það er engin ástæða að gefa þessum glæpafyrirtækjum mörg ár til viðbótar eins og stefnt er að.

    Núna er talað um að það kunni að taka 1-2 ár til viðbótar að fá niðurstöðu í þessi mál, þá verða komin 6 ár í þessa vitleysu.

    Hætta þessu rugli, hætta öllum afborgunum þar til endanleg niðurstaða er fengin, þá fyrst fara þessir glæpamenn að skilja dómana og geta loks hafið endurútreikning.

    Það vantar allan þrýsting á þessi fyrirtæki að fara að lögum, reynsla síðustu ára sýnir að dagleg lögbrot þessara fyrirtækja hafa engar afleiðingar, og ekki virðist það heldur hafa neinar afleiðingar að hunsa niðurstöður dómstóla og halda lögbrotunum áfram.

    Engin önnur fyirrtæki né einstaklingar í landinu gætu hagað sér svona, að dóm eftir dóm eftir dóm þykjast þeir ekkert skilja og halda alveg ótrauðir áfram að níðast á lántakendum í landinu.

    Þetta er fyrir löngu komið út algera í vitleysu, og síðasta útspil Lýsingar, að bann við afturvirkum vöxtum eigi ekki við um lán Lýsingar er svo galið að það tekur engu tali.

    Það er verst að stjórnarandstaðan er engu skárri en ríkisstjórnin í skjaldborginni um glæpi fjármálafyrirtækjanna, það hefur ekki farið mikið fyrir því á Alþingi að þar finnist þingmönnum þetta neitt tiltökumál að þessi fyrirtæki hafi nú í 4 ár fengið að fara ránshendi um heimili og fyirirtæki landsins án nokkurra afleiðinga fyrir þau.

    Þessi níðingsverk fjármálafyrirtækja á landsmönnum síðustu 4 árin eru ykkur öllum 63 til háborinnar skammar, hvort sem eru stjórnarliðar eða andstæðingar.

  • Getum ekki kallað þessi lán – gengistryggð lán – því gengistryggining var ólögleg !!!

  • kristinn geir st. briem

    áhugaverð tilaga en mætti ekki ganga aðeins leingra og bana allar arðgreiðslur úr bönkunum þángað til að þessi dómssmál eru kláruð og geingið frá útreigníngum. Nú eru komið á fjórða ár frá innu svo kallaða hruni það fólk sem keiptu þessar kröfur hafa sumir tekið lán fyrir þeim þeim mun leingur sem sem það tregst þeim mun bedra fyrir ríkið, men eru þá viljugri að semja

  • Eygló Harðardóttir

    Væntanlega þurfum við að gera e-hv hvort sem er varðandi arðgreiðslurnar. Þegar eru um 78 ma. kr. sem erlendir kröfuhafar eiga í ógreiddum arð inn í bönkunum og við höfum einfaldlega ekki gjaldeyri til að borga þetta út. En það verður að skapa þrýsting.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur