Föstudagur 18.01.2013 - 09:15 - 1 ummæli

Kjósum um þetta

Fréttablaðið birtir könnun um afstöðu Íslendinga til aðildarviðræðnanna. Tæpur helmingur landsmanna virðist vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.  Þriðjungur vill draga umsóknina til baka og fimmtán prósent vilja gera hlé á viðræðunum og ákveða framhaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég tel rétt að setja þessar þrjár spurningar í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða Alþingiskosningunum. Þjóðarvilji yrði þá skýr fyrir næstu ríkisstjórn og við getum einhent okkur í að ræða frekar önnur mun mikilvægari mál.

Svo sem verðtrygginguna, skuldamál heimilanna og atvinnusköpun.

Svona til að nefna nokkur…

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • kristinn geir st. briem

    en mín kæra frú. þessi ríkistjórnn treistir ekki kjósendum fyrir nema einum kjörseðli í einu
    P.S.
    ef stjórninn ætlar að setja alveg nýja stjórnarskrá þar að mínu mati að vera sér kjörseðill um það. annað munn þyngið láta gefa út kyníngabæklíng um nýja stjórnarskrá því það var ekki kosið í oktomber um þá stjórnarskrá sem nú á að lögfesta svo þyngið hefiur verk að vinna

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur