Þriðjudagur 22.01.2013 - 12:28 - 15 ummæli

Óþarfa áhyggjur af Icesave?

Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra virtist hafa eilitlar áhyggjur af niðurstöðu EFTA dómstólsins í Icesave málinu í viðtali á Bylgjunni í hádeginu.

Einkennilegt.  Ráðherrann hefur hingað til verið sannfærð um að Evrópusambandið vilji gefa okkur 1000 milljarða króna + í evrum til að losa gjaldeyrishöftin og flest önnur vandamál hér á landi s.s. verðtrygginguna, okurvextina og hátt matvælaverð.

Af hverju ekki Icesave líka?

ESB getur ekki munað um að gefa okkur nokkra milljarða í viðbót.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Garðar Garðarsson

    Eygló, greiddu Íslendingar ekki Icesave út úr heiminum í Þjóðaratkvæðagreiðslu? Og samt ert þú enn að ræða þessi mál árið 2013. Hvað gerðist?

  • Icesave er ekki deila milli Íslands og ESB heldur Íslands og Bretland/Hollands og meirihluti krafnanna er ekki í evrum heldur breskum pundum.

    Ég hef ekki heyrt Katrínu segja þetta að ESB myndi gefa okkur fullt af peningum. Hún vill hins vegar ólíkt sumum skoða alla kosti í lang stærsta efnahagsvandamáli okkar þessa daganna.

    En það er nú skjalfest að þingmaðurinn Eygló Harðar hefur ekki mikla trú á íslensku krónunni víst að hún telur að það kosti 1000 milljarða að fleyta henni á markaðinn.

  • Eygló.
    Get ekki séð annað en ég hafi haft rétt fyrir mér um daginn, að skrif þín og pistlar séu að verða mun „beittari“ og „mean“ en þú hefur átt fyrir vana að vera í skrifum hingað til.
    Ljóst má vera að það á sýna tennur fram að kosningum.

    Ef þú deilir ekki áhyggjum Katrínar, þá væri gott og gagnlegt að fá þína sýn á það hvernig fer fyrir ríkinu ef við verðum dæmd í dómsmálinu.

    Ég er ekki þingmaður en er þjóðfélagsþegn og fjölskyldufaðir.
    Ég myndi alltaf hafa áhyggjur ef ég færi með mín mál fyrir dómstóla.

    Ég var einn að þessum rúmum tveim prósentum sem vildi semja um Icesave á sínum tíma, taldi Íslenska ríkið ekki vera í aðstöðu til að þenja sig og taka séns á þeim tíma.
    Kannski hafði ég rangt fyrir mér, kemur í ljós þann 28 jan en svona hræsnispistill er ekkert annað hjómið eitt og bara til þess að ala á neikvæðni í stað þess, sem þú hefur oft sýnt, samvinnu og leiðir til þess að vinna mál í einingu.

  • Magnús Björgvinsson

    Ekki áður lestið jafn ómálefnalegan og ómerkilegri pistil frá Eygló. En ef hún vill svona málflutning þá væri kannski rétta að benda á að við þurfum væntanlega ekki að hafa áhyggjur af neinum peningum því formaður flokksins henar á inni 2000 milljarða loforð frá Noregi. Katrín hefur aldrei svo ég hafi heyrt að ESB hafi lofað þessu. Hins vegar eru embættis menn ESB, AGS og ríkisins í samstarfi við að skoða möguleika aðstoð við okkur um leiðir til að létta á snjóhengjunni sem vofir yfir okkur.
    P.s. það er eins og Egló hafi hleypt einhverju sam Þingmanni sínum inn á svæðið sitt í dag.

  • Eygló Harðardóttir

    Framsóknarmenn töluðu um lánalínu. Við höfum aldrei talað um að fá gefins pening, ólíkt flestum stuðningsmönnum Samfylkingarinnar. Endilega útskýra fyrir mér af hverju þetta gengur ekki líka upp í huga ráðherrans?

  • Man ekki betur en að Framsóknarmenn hafi lítið talað um að þyrfti að greiða eitt né neitt vegna Icesave.
    það ætti ekki að greiða neitt og rök Íslands væru nægjanlega sterk fyrir því að vinna téð dómsmál.
    Er ekki eðlilegt að ráðherra, á hverjum tíma, hafi áhyggjur af því ef Íslenska ríkið þarf að greiða fé umfram en mun skila sér úr þrotabúum bankanna ?
    Mér finnst þú fara undan í flæmingi við að svara minni spurningu, allavega, um hvernig eigi að standa við að greiða skuldir vegna Icesave, verði ríkið dæmt til þess.

  • Niðurstaða EFTA dómstólsins í Icesave málinu er ekki áhyggjuefni fyrir Íslendinga og gerði Sigmundur Davíð því áliti góð skil í Silfrinu.
    Hins vegar er pistill þingmannsins skrifaður af dálítilli léttúð og telst varla eins beittur og sumir vilja vera láta.
    Framsóknarflokkurinn lafir um þessar mundir í 12% í skoðanakönnunum og getur enginn velunnari flokksins talið það viðunandi eftir fjögurra ára stjórnarandstöðu og það í stjórnartíð ríkisstjórnar sem fer án vafa inní sögubækurnar sem hin versta á lýðveldistímanum.
    Frambjóðendur flokksins eiga því verk fyrir höndum og þar dugir engin léttúð heldur afdráttarlaus stefnumörkun í öllum þeim málaflokkum sem leiða til framfara og uppbyggingar og fylgja þeirri stefnu eftir í ræðu og riti.
    Hvort þær baráttuaðferðir leiða til árangurs leiðir tíminn síðan í ljós en í þeim efnum er ekki á vísan að róa þegar kjósendur eiga í hlut.
    Björt framtíð mælist um þessar mundir með meira fylgi en Framsókn og nær þeim árangri með því háleita stefnumiði fyrst og fremst að hefja umræðuna uppá hærra plan og síðan Evrópuaðildin. Frambjóðendur þess flokks forðast eins og heitan eldinn að ræða vandamálin innanlands hvort heldur eru atvinnumálin, skattamálin, stöðu heimilanna og velferðarmálin í víðu samhengi. Samt og þrátt fyrir það reytist til þeirra fylgið.
    Það er því úr vöndu að ráða þegar velja skal baráttuaðferðir en farsælla er og heiðarlegra gagnvart almenningi að fara fram með afdráttarlausa stefnu í meginmálum en að bjóða uppá moðsuðu Bjartrar framtíðar en þá verður líka að fylgja þeirri stefnumörkun eftir með þeirri sannfæringu að orð skulu standa.

  • Eggert Guðmundsson

    Þetta er hárrétt hjá Eygló. Samfylkingarfólk hefur talað um hjálp ESB til Íslands í formi peningagreiðslu til að aflétta hér gjaldeyrishöftum.

    Um er að ræða greiðslu ESB fyrir að fá „Strandríkjaréttinn“ af Íslandi og aðgang að Norðurslóðum.

    Annað vakir ekki fyrir ESB í þessum „svokölluðum“ aðildarumsókn Samfylkingarinnar. Til þess að ná þessum rétti þá munar þá ekkert um að bæta mögulegum ICEsavegreiðslum við og mun gera það hiklaust ef Samfylkingin nær að selja Ísland inn í ESB.

  • Ágætur pistill Vilhjálms Þorsteinssonar, sem þú vísar í, er ein af þeim leiðum sem settar hafa verið fram um losun gjaldeyrishaftanna, í þessu tilfelli með aðstoð Evrópska seðlabankans. Maður áttar sig ekki á tengingu þingmannsins við 1000 milljarða gjöf! – enda er ólíklegt að alvara fylgi, hafi slík orð einhvers staðar fallið á annað borð.

    Það væri óskandi að fá jafn greinargóða og málefnalega yfirferð um losun gjaldeyrishaftanna frá Framsóknarflokknum fyrir kosningar, og jafnframt hvernig gjaldmiðils- og peningamálastjórn hann hyggst beita með íslensku krónunni m.a. til að tryggja landsmönnum verðstöðugleika til langs tíma, lága verðbólgu, samkeppnishæfa vexti og frelsi í gjaldeyrisviðskiptum, sambærilegt við það sem almenningur og atvinnulíf býr við í nágrannalöndunum.

  • Eygló Harðardóttir

    „Um inngönguna í ERM II og útfærslu stuðningsins þarf í okkar tilviki að semja sérstaklega við ESB enda er ekki gert ráð fyrir að ríki séu með gjaldeyrishöft við inngönguna.“ (VÞ) „Seðlabankinn geti keypt krónur fyrir evrur við neðri vikmörkin (15% veikari en markgengið) af þeim sem vilja losna úr krónunni. Við þetta myndast skuld Seðlabankans við ECB í evrum.“

    Ef maður á ekki pening til að kaupa eitthvað hvað vill banki fá í staðinn? Ábyrgðir eða veð, ekki satt. Þannig virkar evrópski seðlabankinn. Vinsælar ábyrgðir eru ríkisskuldabréf og þá skiptir miklu að menn geti borgað af þeim skuldabréfum. Ef ekki kemur upp alvarleg bankakrísa sbr. Grikkland.

    Endilega lesa líka niður: „Vilhjálmur Þorsteinsson 29.4 2012 @ 21:33 Nákvæmlega rétt hjá Agli. Eðlismunurinn er sá að í evruupptöku með samstarfi við ECB er -öllum krónum fyrir rest skipt út fyrir evru í boði ECB. Við þurfum ekki að kaupa annan (alvöru) gjaldmiðil á markaði heldur fáum hann gefins. Það er enginn smá munur.“

    Ég vildi gjarnan trúa því að heimurinn sé öðru vísi, en fátt í reynslu síðustu ára gefur til kynna að peningar fáist bara gefins.

    Stefna er stefna þó maður sé ekki sammála henni. Það að vilja hafa krónu og styrkja stýritæki SÍ er peningamálastefna. Það að leggja fram frumvarp eftir frumvarp á Alþingi um efnahagsmál er stefna. Það að skila auðu í nær fjögur ár frá aðildarumsókninni og stefna að því að skila auðu næstu fjögur ár í biðinni eftir annarri mynt er ekki stefna.

    Þetta hjálpar kannski að fylla myndina betur út hjá Vilhjálmi, http://blog.pressan.is/fridrik/2012/04/16/er-kronuvandinn-greindur-rett/ og hér er líka smá bútur úr viðtali við föður evrunnar http://blog.pressan.is/eyglohardar/2012/10/02/fadir-evrunnar-um-island-og-esb/

  • Er ekki rétt Eygló að Framsóknarþingmenn hafa aldrei haft áhyggjur af Icesave-skuldbindingum, nema þá kannski Siv Friðleifsdóttir? Og er ekki rétt Eygló, að þinn formaður fullyrti að við myndum alltaf vinna slíkt dómsmál „ef svo ólíklega vill til að höfðað sé mál á hendur Íslendingum“ ?
    Mér finnst sneið þín til Katrínar vera fáránleg og óábyrg, svona ef líta á til þess að þingmaður sé ábyrgur í fjármálum ríkisins. Við hljótum að vona eftir hagstæðri niðurstöðu til handa landsmönnum, en í dómsmáli þarf ekki að gera ráð fyrir óhagstæðri niðurstöðu? Ég spyr þig sem þingmann á Alþingi Íslendinga.

    Og sé því haldið til haga þá fór þinn formaður víst í bjarmalandsför til Noregs við umboðsaðilum erlendra vogunarsjóða til að fá samning um norska krónu. Og líka fór hann til Kanada í sömu erindagjörðum.

  • Eygló Harðardóttir

    Fáum við bara sumt gefins frá ECB en ekki annað? Nokkrir punktar. Við höfum aldrei gert ráð fyrir að fá neitt gefins, ekki evrur né neitt annað. Viðræður formanns okkar voru um lánalínur við Noreg. Ég hef ekki verið sammála nokkrum hugmyndum um upptöku annarrar myntar, nema vera skyldi upptaka myntar útgefin af íslenska seðlabankanum.
    Andstæðingar Icesave samningsins byggðu alltaf andstöðu sína á því að lagaleg óvissa væri um lögmæti kröfunnar og raunverulegar efasemdir um að hægt væri að borga samningsupphæðina. Höfuðstól en ekki hvað síst vextina. Enn er ekki komið á hreint hvernig Landsbankinn mun geta staðið í skilum við skuldabréfið við þrotabúið eins og við urðum áþreifanlega vör við um síðustu áramót og ég benti á fyrir þó nokkru.
    Þegar unnið var að Icesave málinu var greinilegt að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar gerðu sér engan veginn grein fyrir umfangi þess né áhrifum þess á íslenskt þjóðarbú. Það sama kom svo upp þegar bent var á áhrif hugsanlegra nauðasamninga. Því er það verulegt áhyggjuefni þegar ráðherrar virðast tala fyrir áframhaldandi aðgerðaleysi og deyfð allt næsta kjörtímabil, og lengur.

  • Með já-i værum við nú búin að taka á okkur ca. 60 milljarða kr. kröfu. Ef málið tapast í Evrópu munu Bretar og Hollendingar ávallt þurfa að sanna skaða hérlendis, en sá skaði er að öllum líkindum ekki fyrir hendi. Ef Bretar og Hollendingar fara í skaðabótamál og ef skaðinn reynist ekki vera fyrir hendi er kostnaðurinn vegna nei-sins mun lægri en 60 milljarðar kr. Ef skaðinn reyndist vera fyrir hendi skv. íslenskum dómstólum verður kostnaðurinn samt sem áður að öllum líkindum lægri en 60 milljarðar, auk þess sem íslenskt efnahagslíf verður í mun betri aðstæðum til að standa skil á einhverri upphæð sbr. við ef já-ið hefði verið ofan á á sínum tíma.

  • Það kemur mér aldeilis á óvart að sjá svona málflutning frá þér Eygló.

  • Ég hélt að stjórnmálamenn hefðu afsalað sér Icesafesamningum til dómsúrskurðar. Vald okkar er til að þrefa um þetta mál er ekkert lengur.
    Nú verður EFTA dómur að ákveða hvert málsatvik leiða og í framhaldi af því verður þetta tekið til frekari dóma á þeim grundvelli. Ef það verður ódýrara fyrir íslenskt þjóðarbú á eftir að koma í ljós og því ber að fagna að dómstólaleiðin var farin. Það er ekki hægt með þrefi á Alþingi að stöðva hana eða hafa nein áhrif á niðurstöður.

    Sennilega vantar EFTA stjórnlagaráð sem getur samið fyrir okkur stjórnarskrá og EFTA ríkisstjórn sem getur sett á auðlindaskatt svo alþingi íslendinga geti haldið áfram að auðvelda störf sín fyrir að vísa málum frá sér.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur