Niðurstöður kosninga liggja fyrir. Við framsóknarmenn eru gífurlega þakklátir og stoltir yfir því trausti sem okkur hefur verið sýnt. Þingflokkurinn hefur meira en tvöfaldað stærð sína. Ég er ekki hvað síst ánægð með niðurstöðu okkar í Suðvesturkjördæmi, en þar tvöfölduðu við nær fylgi okkar. Óhætt er að fullyrða að nú má finna flesta framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi 🙂
Kosningabaráttan var mjög skemmtileg. Við hittum íbúa kjördæmisins fyrir utan verslanir og á vinnustöðum. Síðustu dagana var gengið á milli nær 5000 heimila og var það sérstaklega gefandi.
Ég þakka kærlega öllum þeim sem komu að kosningabaráttunni með einum eða öðrum hætti fyrir þeirra framlag.
Án ykkar hefði þetta ekki tekist.
Nú sækjum við öll fram fyrir Ísland 🙂
munið það að lofuðu ekki 20% leiðinni í kosníngabaráttuni bara að leiðrétta stökkbreitu láninn og komið fram við aðra einsog þið vijið láta komma fram við ykkur sjálfa þó það gétur verið erfitt stundum þá mun ykkur vel farnast
Já síðasti pistill þinn fjallaði um úrtölumenn, t.d. Lars Christiansen, þar sem hann fór ekki á loforðavagn Framsóknar. Ertu tilbúin til að standa undir væntingum alls þess fólks sem er illa stadd, um skuldaniðurfellingar án þess að það hafi áhrif á ríkissjóð? Þið Framsóknarfólk munuð ekki fá langan tíma fyrir loforðin.
Finnst þér þetta virkilega vera ábyrgt og við hæfi ?