Fimmtudagur 30.05.2013 - 20:37 - 7 ummæli

Landsbankinn metur dóminn…

Landsbankinn  hefur nú hafið vinnu við að meta áhrif nýfallins dóms þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ekki væri heimilt að reikna seðlabankavexti afturvirkt á skammtímalán.

Það er mín afstaða að það er ekki bara hlutverk fjármálafyrirtækja að meta niðurstöðu dóma sem falla þeim í óhag, heldur stjórnvalda líka.  Ein af mínum undirstofnunum er umboðsmaður skuldara.  Hlutverk umboðsmanns skuldara er skv. lögum að gæta hagsmuna og réttinda skuldara og veita þeim aðstoð þegar við á.

Því mun ég óska eftir áliti umboðsmanns um dóminn út frá þessu hlutverki stofnunarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • kristinn geir st. briem

    óska þér til hamíngju nýja starfvið. sennilega vegna þvermónskunar munu bankar fara aftur á hausinnn innan tiðar vonandi hef ég rangnt fyrir mér það er eingin góðlausn til vonandi hefurðu góðan manskap

  • Loksins tekur einhver hjá stjórnvöldum upp málstað skuldara. Þessi gengislána barátta hefur staðið yfir í meira en 4 ár og flestir lántakar fyrir löngu síðan búnir að missa alla von.

  • Reynir Kristjánsson

    Sæl Eygló.

    Ertu svo viss um að starfsmenn Landsbankans hafi hafið vinnu við að meta áhrif dómsins. Tel miklu líklegra að hafin sé vinna innan bankans við að snúa út úr dómnum bankanum í vil. Það verður að segjast eins og er að framganga fjármálafyrirtækja síðustu ár gangvart viðskiptavinum sínum er til mikillar skammar.

  • Gallinn er hinsvegar sá að bankarnir og fjármögnunarfyrirtækin geta beitt fyrir sig hópum lögfræðinga til að tefja út í hið óendanlega með því að höfða sífellt ný og ný mál til að láta „skera úr um“ einhver óljós smáatriði sem litlu máli skipta.

    Því hlýtur að vera sanngjörn og eðlileg krafa að sett verði lögbann á innheimtu þessara lána á meðan verið er að ákvarða endanlega um lögmæti þeirra. Það er ekki eðlilegt að fjármálastofnanir geti eins og ekkert hafi í skorist haldið áfram að innheimta af fullum þunga lán sem standast líklega ekki landslög.

  • Logi Björnsson

    „Kemur að mati ráðherra til greina að stöðva innheimtu gengistryggðra lána þar til fenginn er úrskurður dómstóla um helstu álitaefni er varða uppgjör þessara lána?“

  • Skúli Sigurðsson

    Ég er ánægður að „yfirvöld“ virðast ætla að bregðast við þessum dómi og þeim órétti sem hefur viðgengist.

    Hins vegar hef ég verulegar áhyggjur af því ef að nýr ráðherra ætlar að fara að hlusta á umboðsmann skuldara sem virðist fyrst og fremst gæta hagsmuna kröfuhafa (lesist Landsbankans)…..þrátt fyrir tilgang embættisins.

    Ég skora á Ráðherra að fá utanaðkomandi álit hjá óháðum aðilum, lögmönnum sem ekki eiga afkomu sína undir fjármálastofnunum.

  • Loksins er kominn ráðherra sem ætlar ekki bara að sitja í stúku og horfa á. Það sem mér hefur þótt blóðugast undanfarin ár þegar fjármálabatteríin hafa verið að buffa fólk er að ráðherrar hafa ekki hreyft sig og í besta lagi vísað fólki á dómstóla. Í Bandaríkjunum þegar einhver vafi er í slíkum málum hrekkur í gang nefnd í Dómsmálaráðuneytinu sem rannsakar slík mál til að taka af allan vafa, af eða á.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur