Miðvikudagur 05.06.2013 - 18:23 - 8 ummæli

Álit umboðsmanns skuldara komið

Ég óskaði eftir því að umboðsmaður skuldara myndi vinna álit um dóm Hæstaréttar um Landsbankann og Plastiðjuna.  Álitið liggur nú fyrir og er hægt að nálgast það á vef Velferðarráðuneytisins.

Þar kemur fram að umboðsmaður skuldara telur ljóst af niðurstöðu dómsins að endurreikna beri meginþorra skammtímalána í samræmi við uppgjörsaðferð Hæstaréttar í máli nr. 464/2012. Í því felst að afborganir af höfuðstól lánssamnings, sem inntar hafa verið af hendi til og með þess tíma er viðkomandi samningur var endurreiknaður, komi að fullu til frádráttar upphaflegum höfuðstól, sem ber hvorki gengistryggingu né verðbætur af öðrum toga.

Fjárhæð greiddra vaxta hefur þar ekki áhrif, enda teljast þeir að fullu greiddir vegna þessa tímabils.

Ég vænti því þess að fjármálastofnanir muni nú hefja endurútreikninga tafarlaust og gera það fljótt og vel.

Jafnframt vil ég benda á að á vef embættis umboðsmanns skuldara er reiknivél sem byggir á uppgjörsaðferð Hæstaréttar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Svona eiga sýslumenn að vera. Flott hjá þér!

  • Sigurður

    „Ég vænti því þess að fjármálastofnanir muni nú hefja endurútreikninga tafarlaust og gera það fljótt og vel.“

    Ég vona að þú sért að gera grín…

    Mér finnst þetta nú bara í besta fali dónaskapur við allt fólk í landinu með gengistryggð lán.

    Eru stjórnmálamenn, sama hvað þeir heita virkilega allir ráðþrota gagnvart lögbrotum þessara fyrirtækja???

    Ætlar þú virkilega að feta í fótspor fyrri ríkisstjórnar, og líta undan á meðan fjármálafyrirtækin halda áfram að hunsa dóma Hæstaréttar?

    Þú hlítur að vita það jafnvel og allir aðrir að þessir dómar skipta engu máli á meðan það hefur engar afleiðingar að neita að skilja þá.

  • Sæl Eygló.

    Þú gerir þér vonandi fulla grein fyrir því að ekkert í þessum dómi fjallaði um neytendarétt sérstaklega… þetta er því bara 2. umferð af 3 eða fleiri.

    Kv.

  • En hvenær koma svo 20%?

  • kristinn geir st. briem

    ekki byrjar vel hjá þessari ríkistjórn bara endurtekið efni frá þeiri seinustu.
    hvernig á að leiðrétta hjá þeim sem eru ornir gjaldþrota og mist hafa húsin sín á ólöglegum lánum mun ríkistjórninn hjálpa þessu fólki til að leita réttar síns því mart af þessu fólki hefur ekki efni á því mun til dæmis þeim veit gjafsókn í málarekstrinum

  • Þorsteinn Jón Óskarsson

    Mikið rétt Eygló. En meðal annara orða af því viðerumað tala um uppgjör skulda. Hvenær og á hverra vakt (ríkisstjórn) var stofnað til þeirra skulda sem við köllum snjóhengjuna?

  • Skv. Gunnari Tómassyni var rökleysa fólgin í dómi Hæstaréttar 471/2010. Ef satt reynist, telur þú að ríkið hafi skapað sér skaðabótaskyldu með þeim dómi og/eða lögum nr. 151/2010 sem fylgdu í kjölfarið?

  • Eða telurðu mögulega að ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu með að leyfa gengistryggðum lánum að viðgangast frá 2001-2010, jafnvel þó að bæði lánveitendur og hið opinbera vissu að slík lán væru ólögleg frá árinu 2001? Kröfuhafar hljóta nú að vera ansi pirraðir út í hið opinbera vegna þessa.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur